Það sem var sagt sögu af honum Óþokka ákvað ég að segja sögu af Stjörnu minni eins og ég kalla hana alltaf. En hún er samt í eigu foreldra minna.

Ég byrja frá byrjun, foreldrar hennar eru Villimey frá Kaðalstöðum og Þinur frá Laugarvatni. Villimey var aldrei tamin hún var svo hrekkjótt staðin fyrir að hætta hrekkja lagðist hún frekar niður. En hún var sett í folaldseignir í staðin. Besta hrossið undan henni er hún Stjarna mín sem ég ætla segja ykkur sögu af. Svona byrjar þetta, þegar hún var sett inn sem trippi. Festist hún í stíjunni sem hún var í (veit ekki allveg hvernig) með annan afturfótinn. Eftir það gekk hún laus fyrir aftan hestanna og steig aldrei í fótinn allan veturinn. En á þeim tíma kölluðu við hana Flóru því hún lá alltaf í flórnum. En seinna fannst okkur ekki það vera hægt og skírðum hana Stjörnu. Hún var alltaf ágætlega gæf í haga máttum alltaf klappa henni um hálsin en ekki um hausin. Þegar hún var 4 vetra eignaðist hún folald, foreldar mínir töldu ekki vera hægt að temja hana þar sem hún hefði verið svo hölt sem trippi. Árið seinna þurftu foreldar mínir að selja jörðina til ríkisins og flytja og ákvöðum þau að prufa búa í þorpi og hvar Hvolsvöllur fyrir valinu.

Þegar síðast veturinn sem þau bjuggu þar þá var orðin spurning hvort ætti lóga Stjörnu minni þar sem við höfðum ekki pláss fyrir alla hestana en hún hefði verið í pössun hjá einum fyrirverandi nágrana. Svo var enn spurnig hvort væri hægt að ríða henni útaf löppinni. Ég grátbað foreldra mína um að fá að prófa hana, en þá væri hægt að senda hana í lógun ef sárið tæki sig upp. En hún hafði alltaf verið í dálæti hjá mér sem trippi. Svo ég fékk hana í nóvember hún á sjötta vetur komin. Var þá strax hafist handa að temja hana, ég setti strax hnakk og beisli á hana og byrjaði ríða í gerðinu. Kannski var eitt fyndnasta atriðið var þegar pabbi ætlaði að járna hana og var ákveðið að kalla í strákana í hverfinu til að halda. Voru þeir mjög undrandi þegar þeir vissu að væri bara búið að fara 3 á bak og stæði svona stillt við járninu og væru þeir skrítnir í framan þegar ég lagði hnakk á hana beint eftir járninguna og að hún skildi ekki hakkast á meðan. En svo hófst það að ég ætlaði fara fara ein á henni í reiðtúr þá hófst fjörið, hún var allveg sátt að leggja af stað frá hesthúsinu þurfti þá barnahrossið í hesthúsinu hneggja hressilega þannig að hún vildi ekki áfram. Sama hvað ég reyndi sló ég aðeins písknum í hana viti menn fór hún þá að hrekkja. Endaði ég oftast í götunni, en ég gafst ekki upp hætti aldrei fyrir var búin að komast í reiðtúr á henni. Svo var það eitt skiptið þá byrjaði hún stóð þá hópur af fólki horfandi á mig, fannst mér þá frekar niðurlæjandi að hafa dottið af henni. Hoppaði ég strax á bak og sagði nú skildi hún fara smá ferð fyrir þetta riðum við í 5 km, sem var hringur kringum Hvolsvöll. En tek það fram hún var ekki mánaðartamin. Eftir þessa ferð var ekki hægt að ríða í viku vegna byls. En eftir þetta sýndi hún mér aldrei það mikið til að henda mér af og uppfrá því hóft skilyrðislaus vinnátta okkar.

En hún var mjög sérkennilegt trippi tildæmis hún var rúmlega mánaðatamin fer ég á hestbak á henni 6 janúnar mundi ekki eftir því, í svarta myrki. Þá er byrjað að skjóta upp flugeldum , en mamma beið í hesthúsinu og var mjög áhyggjufull vegna hljóðana sem flugeldanir ollu. En kem ég heim með trippið sagði hún hefði kippt sér upp við þann fyrsta en svo lét hún eins og hún sæji þá ekki. En á þessum tímapunkti þá virtist löppin á henni vera í fínu lagi. En þá var komið að gangsetningu. þá fór hún að detta á rassin eins og löppin væri ekki nógu sterk, virtist styrkkjast með hverjum deginum. Á sama tíma fór maður að setja hnakkin aftar til að láta hana setjast meira, var hún þá ekki par hrifin fór hún þá að bíta mig í rassin og þurfti ég að rígbinda hana til að geta girt görðina á henni.

Þennan vetur fékk hún 5 mánaða tamingu, en oft var hún eins og fulltamin hestur dró oft hesta sem áttu vera meira tamndir en hún. En um vorið ákvað ég að fara með hana til vinkonu minnar og með annan hest sem gat ekki verið í girðingu á Hvolsvelli vegna fólksins. Þá fékk fyrirverandi kærasti minn að ríða á henni niðreftir. Gekk það fínt til að byrja með en svo rauk hjá mér hesturinn og hún fylgdi því hann reyndist vera minna vanur heldur hann hafði sagt, datt hann af. Eftir þetta testaði hún fólk til að vita hvort það kynni eitthvað fyrir sér í hestamennsku. Ef maður gargaði á hana nafnið hennar hætti hún þá oftast nær.

Fer ég í heilan vetur til Noregs til að stunda tamningar, en á meðan stóð hún í góðu yfirlæti á nýja sveitabænum sem foreldar mínir voru búnir að kaupa. En þau þorðu ekki snerta hana þar sem hún testaði fólk. En hún næsta haust kem ég aftur var hún þá orðin eins og villingur var hún járnuð dagin áður en ég kem og aumingja maðurinn mamma lýsti því fyrir mér ef hún var ekki uppá verkfæraborðinu þá lá hún ofan á manninum sem járnaði hana. Fer ég á bak byrjaði hún að testa mig hafði hún aldrei gert það áður hún hljóp í hringji hrekkti þar til að ég lýsti því yfir að þetta væri ég varð hún mun sáttari. En ég smalaði á henni uppfrá því og var hún eitt besta smalahross sem ég hef kynnst. Hún reynlega gefst aldrei upp. Ég meina var ekki búin að ríða henni í viku þegar ég þurfti fara á henni í smalar og stóð hún sig prýðilega miðað við ef maður stoppaði á henn krafsaði hún eða prjónaði hún vildi svo mikið elta kindunar. Hún er líka mjög nösk í því að finna hvar er ekki hægt að fara yfir vegna dýs. En ef hún lendir í því að sökkva stendur hún kyrr þar til maður fer af baki og segir henni megi halda áfram.

En hún hefur marga galla sem ég dýrka, en hún er mjög skapstór fyrst þá vildi hún aldrei stoppa í svona fyllerísferðum hún var þá orðin annsi reið útí mig þannig þá dreif ég mig heim. Og að borgar sig stundum leyfa heni fara smá sprett svo hægt sé að vinna með hana. En henni er alltaf hægt að treysta get bundið hvaða hest sem er á hana hún dregur hann bara áfram þar til hann gefst upp. En pabbi fór fljótlega ríða henni eftir að ég kom heim frá Noregi skildi hann ekkert í því af hverju ég gæti riðið henni þar sem hann fann hvað hún væri með mikið skap. En nú í dag er þetta upphálshesturinn hans og sláumst við um hana þegar allir eru að fara á hestabak saman. Mamma segir að hann dyrki hana vegna þess hvað það er mikið púður í henni.

Hef ég gert mart á þessari meri eins og þegar fór með frænda mínum á hestabak var hann altaf að hleypa á skeið við hliðina mér og var hún Stjarna mín orðin býsna reið. Þegar ég lokaði síðasta hliðinu og rétt kemst á bak var ekki komin í ístaðið ríkur hún af stað svo hratt að ég tárast, dettur svo á endanum um stóra steina sem eru í götunni sem hún er að rjúka um og steypist í kollhnís með mig og skilur mig eftir. Þegar ég næ henni þá hleypur hún í hringum mig alveg tryllt þurfti ég mikið til að róa hana og komast á bak. En svo get ég ekki riðið í nokkra daga vegna þess hvað ég var aum í mjöðminni, þegar ég fer loksins aftur þá stendur hún og kvæsir held að það hefði verðið því hún hefur haldið að hún mun detta með mig aftur. En svona er hún Stjarna mín getur prjónað eftir heilan dag í smalamennsku ein hesta fer með mann allt sem maður vill. Stökk með mig yfir túnskurði í haust fyllfull.

Ég get endalaust haldið áfram um mitt uppháls hross, sem ég tel eitt best tamnda hjá mér því hún er tamin eins og ég vil hafa hana. En nú verður hún 17 vetra í vor með fylli undan syni Álfs frá Selfossi (vonandi).

Vonadi líkar ykkur söguna mína.
kv IcePrincess