Hestaþátturinn í Ríkiskassanum Sá einhver þáttinn um hestana úti?

Bjóst ekki við miklu þegar ég heyrði að þetta ætti að vera eitthvað um útflutning íslenska hestsins en endaði fyrir framan tækið. Það var reyndar ekki íslenski hesturinn sem hélt mér límdri heldur þessir erlendu. Ég hef verið ansi dugleg við að skoða myndir en ekkert jafnast á við að sjá þessi hross á hreyfingu. Bjóst ekki við að töltið hjá t.d. Peruvian Paso hrossunum væri með svona lágar lyftur. Minnti mig einna helst á svona lull-töltara. ;) En litu samt ansi vel út.

Svo voru það American Saddlebred og Tennessee Walker hestarnir. Ég veit ekki með rest, en mér finnst þeir pínu svona… feikaðir. Að dúndra þessum rosa þyngingum og plöttum á framhófana til að ná fram svona hræðilega ýktri gangtegund. Á ensku kallast þetta víst “big lick”. Ég downloadaði nokkrum stuttum myndböndum bæði með þyngingunum og á venjulegum járnum og þar er alveg rosalegt hvað munurinn er mikill. Svo var brokkið hjá Saddlebred hestunum annað. Ekki veit ég hvernig fólkið getur riðið svona hestum lengi! Svo sá maður líka muninn á íslensku og erlendu hrossunum. Þessir íslensku voru flestir meira og minna rakaðir vegna háralengdar meðan hinir voru glansandi, enda hef ég heyrt um alveg ótrúlegustu efni sem notuð eru bara til þess að hesturinn glansi kannski örlítið meira en hestur keppinautarins. Enda voru hrossin mörg ansi falleg.

Jább… núna hefur maður séð svona frá öðrum ganghestum og hafði ég bara gaman af.
=)