Þar sem það hefur ekki komið inn grein lengi ákvað ég að skrifa smá :)

Hestamennskan mín

Ég byrjaði að fara á hestbak sem ungabarn. Mamma var dolfallin hestakona og gerði mikið af því að teyma undir mér eða halda á mér á baki meðan hesturinn röllti um. Ég fékk því hestadelluna snemma :P Ég var sem smábarn alltaf litandi hesta, teiknandi og fyrsta orðið var víst „hestur“, hahah :D En þegar ég var svona 4ra ára hætti mamma mín í hestunum og hefur ekki byrjað síðan.

Þegar ég varð 7 ára flutti hestamaður í sveitina til okkar með slatta af hrossum. Ég fékk oft að fara á bak en þó einungis þannig að teymt var undir mér. Hestaáhuginn jókst með aldrinum og eina sem komst að hjá mér voru þessar glæsiskepnur. Ég sat tímunum saman úti á túni hjá hrossum nággranna míns og bara horfði á þau, talaði til þeirra og klappaði.

Það vildi til að vinkona mín var á námskeiði og ég fékk að fara með að horfa á. Þegar tíminn er hálfnaður hjá henni spurði reiðkennarinn, Bjarni, mig að góðri spurningu þar sem ég stóð með löngunarsvip; „Elskar pabbi þinn þig ekki nógu mikið til að leyfa þér að fara á námskeið“?. Þetta gerði það að verkum að mér var skellt á námskeið daginn eftir, en þessi kennari minn vissi uppáhár hvað hann var að gera ;)

Svo ég var komin á námskeið, drulluhrædd og algjör „kjúklingur“. En eftir tvo tíma datt ég af baki, liðaðist í grasið og slapp því ómeidd. Eftir það varð ég, að sögn kennara míns, alvöru reiðmaður. Ég hætti að verða svona hrædd við að detta og fór að vera ákveðin og örugg. Ég klárið þetta námskeið með topp einkunn og þau næstu tvö líka  En eftir það fannst mér tími til að ég fengi minn eiginn hest. Svo mamma og pabbi fundu hest og þegar ég var að prufa hann í fyrsta skipti, 14 ára, rauk bykkja með mig og tók þessar svakalegu hrekkja dífur, sem endaði með rifbeinsbroti og tveggja ára sjúkraþjálfun!

Minni hestamennsku var lokið að ég hélt og ég einungis lét mig dreyma um hross, hafði ekki hug að að reyna aftur. Hræðslan sem hafði magnast upp var svo gífurlega að þó mamma og pabbi byðu mér á námskeið afþakkaði ég. Ég einfaldlega varð gjörsamlega kjarklaus!

Síðan kynnist ég kærasta mínum 16 ára, og um vorið 2006 fór ég á bak aftur eftir rúmlega tveggja ára hvíld. Ég var enn hrædd en hrifningin af hestum yfirbugaði hana. Ég fór þó ekki hraðar en fet lengi lengi, vegna þess að ég einfaldlega þorði ekki hraðar, gat ekki ýmidað mér að gera það.
Í einu reiðtúrnum var ég farin að fá löngun til að fara hraðar, og vegna þess hve tengdapabbi minn var ýtinn lét ég hestinn, hann Spak, fara uppá brokk. Ég hef ekki verið svona rosalega ánægð með sjálfa mig lengi og ég get upplifað þetta augnablik aftur og aftur í huganum, hversu yndislegt var að brokka um moldagöturnar!
Nú leið að réttum og þar sem Spakur var lofaður frænku kærasta míns þurfti ég að byrja að æfa mig á örðum hesti, vildi ég koma með í ferð sem var framundan, smá dagsferð í ey eina sem er þarna fyrir austan. Ég fór að æfa mig á Prinsi sem er algjör draumur. Töltir bara útí eitt og er yndislegur persónuleiki. Ég fór í þessa ferð, auk annara túra sem voru stundum frekar langir, eða um 17 km sá lengsti. Síðan reið ég í réttir og allt var farið að ganga frábærlega. Svo kom haust og hestunum sleppt.

Vorið eftir var tekið inn og ég var sú sama, reið út eins og ekkert væri og var farin að ríða með kærastanum þegar hann var að temja. En það voru ein stór misstök. Því eitt skiptið fór hann með mér á Segli, folanum sínum sem var svoddan kjáni í reið, en hestarnir okkar höfðu ekkert verið að gera neitt þó hann stykki stundum aftan á þá, þetta eru það traustir hestar;) En hann Spakur, sem ég var á er svo sofandi alltaf greyið að þegar Segull stökk einu sinni aftan í hann brá honum það mikið að hann skellti sér á stökk og þegar hann beygði snarlega fauk ég af baki.
Þetta leiðilega atvik varð til þess að ég stundaði eiginlega enga hestamennsku allt vorið né sumarið. Þarna sjáiði hvað ég er afskaplega lítil í mér :/

En núna í vetur tók ég þá ákvörðun að nú gerði ég mig bara almennilega og léti ekkert svona á mig fá. Ég byrjaði að ríða út í janúar en engar almennilegar framfarir sjáust á nærrum 2 mánuðum. Ég var alltaf stressuð á heimleið, þorði ekki að fara hraðar en fet vegna þess að ég „hélt“ að hann myndi fara uppá stökk. Mér gekk ekkert að halda Spak né Prins á tölti og var farin að bakka með allt. Þar til kærasti minn kom mér í einkatíma hjá konu í hesthúsahverfinu sem heitir Bryndís. Ég er núna búin að fara í 3 tíma með henni inní gerði að gera allskonar jafnvægisæfingar og æfa að taka stað á tölti. Það hefur gert svo rosalega mikið fyrir mig. Svo fórum við í seinustu viku í reiðtúr og ég var á meri frá henni. Silkitöltari! Ég reið með henni um 4 km án stopps á þokkalega góðri ferð. Þegar við snérum við heim byrjaði ég að stressast, alveg undirþað búin að merin færi að æsast upp. En þá kom Bryndís með fáranlega góðann punkt. „Ástæðan fyrir því að merin stressast er að þú er stressuð. Til að merin sé slök verður þú að vera slök!“. Og vitaskuld var þetta nákvæmlega það sem var að. Ég sjálf var svo stressuð. Svo ég slakaði alveg á og merin var auðvitað hundlsök:P

Eftir þennan reiðtúr hef ég verið að fara á Spak og gengið frábærlega. Seinasti reiðtúrinn, í gær, var sá besti. Ég reið með kærastanum og manni sem hann er búinn að vera að temja fyrir. Sá maður var á tamningatryppi. Ég bað um að fá að fara með því þetta er jú allt æfing. Ég hef verið svo stressuð um hvaða hestum fólk væri á sem væri að ríða með mér svo nú ákvað ég að takast á þeim ótta og ríða með kærastanum og manni á tamningatryppi. Ég kom Spaki ekki uppá annað en brokk frá húsi vegna þess hversu óákveðin ég var við hann. Þegar við stoppuðum sýndu karlarnir mér hvað ég ætti að gera til að fá hann til að hlusta á mig og tölta. Svo á heimleið þegar hann ætlaði að vera með stæla og vilja ekki tölta settist ég í hnakkinn, hallaði mér aðeins aftur og togaði tauminn snöggt upp sem varð til þess að hann rann inní silkigott tölt! Og mallaði þannig alla leið heim ;) Semsagt þegar ég varð ákveðin hlustaði hann og allt gekk að óskum!
Þannig núna loks er einhvað að gerast hjá mér og stefni ég að fara í 6 daga hestaferð í júní ;) Ég ætla á næstunni að ríða smá minni túra bara uppá æfinguna;)