Síðastliðnir dagar, meiðsl og vesen =/ Smá eftirherma frá Kötu, ætla að seigja smá svona frá síðustu dögum. Þetta átti fyrst að vera þráður en endaði svo langt að ég læt þetta frekar hér.

Eins og Lilje minntist á í svari við þræðinum “Dautt” frá Kötu, þá er ég komin með hross í tamningu, Dyggð heitir skvísan, verulega frek en efnilegasta meri eingu að síður, rúm og þæg með þokkalegustu lyftu =)

Ég kíkti líka á hestinn Frey fyrir Sillyhilly í Hafnarfirði, en hef því miður ekki komist þangað síðan, en Freyr er gæðingsefni í svipuðum flokki og ÓÞokki minn að mínu mati, hestur sem mig langaði á bak og í reiðtúr þegar hún sýndi mér hann í gerðinu, en ég fór einmitt á honum í reiðtúr án vandræða þar =)

Eitill Amor minn er orðinn alveg traustur innan Neðra Fáks svæðisinns, var orðin svo ánægð með hann um daginn að ég áhvað að skreppa bara í reiðtúr þar gekk allt mjög vel, klárinn reyndar voða tensaður en þægur, fetuðum bara og smá brokk þegar ekkert voðalega ógnvekjandi var nálægt, þar til tja látum bara nægja að segja að ég hafi fengið að labba heim, en bykkjan rataði allavega heim og sem betur fer lokaði ég ekki hliðinu almennilega (til öryggis ef færi eins og fór) og beið hann þar eftir mér og ég fór á bak og reið honum um innan neðra Fáks svæðisinns þar sem hann var þægur. Í dag kom svo ástæða hrekkjanna í ljós (líklega) en hann var með stærðarinnar sár í náranum eftir geðsjúklinginn minn hann ÓÞokka, en núna er ÓÞokki bundinn inni í stíu þegar einginn er í húsinu til að skamma hann ef hann áhveður að berja klefafélagann.

En um kvöldið eftir að hann hennti mér gat ég einfaldlega ekki stígið í fótinn fyrir sársauka, fáranlegt þar sem ég hafði ekki fundið fyrir neinu fyrr um daginn, labbaði ca 1,5-2,5 km heim þegar Eitli hennti mér, reið Þokka uppí víðidal og kíkti á Dyggð, áhvað reyndar að það væri ekkert vinnu veður þarna uppfrá svo ég fór heim eftir að hafa leift Þokka að hvíla sig aðeins.

Svo fór ég að finna til í fætinum, hætti við að leggja á Strák og lagði af stað uppí strætóskýli, fóturinn snarvesnandi, þegar strætóinn kom rétt svo náði maður að harka af sér uppí hann, hélt um löppina alla leiðina, var að bilast á öllum þessum hraðahindrunum og komst loks heim. Klöngraðist upp stigann, skoðaði löppina sem var orðin stokkbólgin, haltraði upp í rúm, ætlaði að sofa þetta úr mér, en eftir ca klst af síversnandi fæti áhvað ég að það væri kominn tími til að taka leigubíl uppá slysó, þegar þar var að komið þurfti hjálp til að komast út í bíl og inn á slysó =/

Eftir þónokkra bið eins og gengur og gerist uppá slysó þá kingdi ég stoltinu og bað um verkjalyf, en vegna fíknar fyrir nokkru þá tek ég ekki verkjalyf þar sem ég verð einfaldlega háð þeim =/ En fljótlega eftir að maður hafði fengið það sterk verkjalyf að ég var að sofna þá var farið í röngen (hvernig sem það er nú skrifað) þar áhváðu þeir að mynda ekki bara löppina heldur líka bak og rófubein, þó ég sæi einga ástæðu til þess, ekkert sást =/

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fæ fáranlega sáran verk í þessa löpp, en ég brotnaði fyrir ca 4 árum og er með nagla í löppinni haltra þar með oft vegna lítilsháttar meiðsla, en þarna var þetta bara óeðlilega vont, eins og löppin væri brotin aftur, en ég var send heim með teygjusokk, stóð upp og gekk, verkjalyfin dugðu til þess, svo tók ég mér bara frí og hvíldi löppina, er svo ótrúlegt en satt farin að labba svotil eðlilega núna.

Í dag áhvað ég samt að fara aðeins á eitt hross, ÓÞokka, áhvað að byrja á jafnvægisæfingum og fimiæfingum, fór þar með berbakt, ótrúlegt en satt þá er Þokki lang þægastur þegar ég fer berbakt, þá kann hann opinn og lokaðan sniðgang í aðra áttina, svo bara annan þeirra á hina höndina, þá stoppar hann undantekningarlaust og fer um á dúnmjúku hægu tölti sem þekkist ekki þegar maður situr í hnakk.. Hann er alltaf jafn sérvitur, en þegar maður er í hnakk er varla hægt að fara í neinar fimiæfingar að viti þar sem hann hálf ríkur í gegnum þær, sem og hann gerði =)

En svo ætlaði ég í stuttan reiðtúr, þá vandaðist málið, um leið og hraðinn var aukinn var ég komin með þennan óeðlilega mikla brjóstsviða, svo til að byrja með þoldi ég bara ekki meiri hraða en hægt dúnmjúkt tölt sem almennt þekkist ekki í Þokka en þegar hann fann að það var ekki allt í lagi þá lét hann sig hafa það, en að lokum gáfumst við upp, svona var ekki hægt að reyna að ríða út, hann var tekinn upp í sinn mesta höfuðburð og fulla ferð heim, ég verð víst að bíða eitthvað lengur með að komast almennilega á bak =/

Ekki veit einhver einhverja góða lausn á svona brjóstsviða, fæ þetta af og til en almennt þá get ég riðið út ef ég læt hestinn ekki brokka mikið meðan það versta gengur yfir, en þetta er pirrandi, langar að komast almennilega á bak aftur sem fyrst (auk þess fyrirgefur Þokki ekki lengri frí en 3 daga þegar hann er í svona formi og bundinn á bás) =/

En þar sem Eitill nær mér greinilega af sér eins og er þá er ég að leita að knapa sem getur sitið flest og nennir að ríða Eitli út í fáein skipti fyrir borgun, ef einhver þekkir einhvern á höfuðborgarsvæðinu sem gæti tekið slíkt að sér má endilega mæla með þeim knapa, þarf einga sérkunnáttu í gangi eða slíku bara hörkuna til að ríða svona skræfu (sem hrekkir út frá hræðslunni) út og nógu hnakkfastur til að tolla á baki á meðan ;)

En já endilega segið eitthvað um hvað hefur verið að gerast hjá ykkur í hestunum..
-