Sumir hafa kanski séð að ég sendi inn kork með spurningu um góð ráð varðandi tungubaslara.Núna hef ég loksins fundið ráð við þessu vandamáli og þess vegna ætla ég að skrifa grein um tungubasl.
Tungubasla er nánar tiltekið þegar hestar fara yfir mélin með tunguna og það leiðir stundum af sér að hestarnir fara að rjúka.
Það fyrsta sem maður þarf að gera ef tungubasl kemur upp þá verður að láta raspa hestinn því að hann getur verið að flýja gadd.
Þegar hann er laus við gaddin( ef það var einhver) þá er hægt að finna leið til að fá hann til að hætta að basla mélin.
Það eru til sérstök tungubaslara méli ( sem ég hef prófað) og það eru t.d B-méli http://lifland.is/item.php?item=2248 og Grinda/skúffu/ múffu mél ( misjafnt hvað þau eru kölluð) http://astund.is/index.php?id=1&activemenu=1&prod_cat=14&catalog_item=892
Þau geta verið ágæt og geta verið alveg nóg.
Ef þau eru ekki nóg þá er hækt að binda tunguna á hestinum niður og það er til sérstök tunguteygja sem er best að nota en því miður fann ég enga mynd af þeimL Ef þið eigið mynd endilega sendið innJ ( ég á ekki svona teyjgu og notaði hárteyju sem virkar líka vel ( bara passa að hún meiði ekki hestin)) Líklega hætta núna allir hestar að basla ef þeir gera það ekki þá er til aðferð sem ég mæli mjög mikið með, hún klikkar ekki, ef hún klikkar þá framkvæmið þið hana ekki rétt.

Þið setjið venjuleg mél uppí hestin ( hvað mél sem þið viljið fyrir utna stangir) og notið stangamúl/enskan krossmúl með skáreim http://www.baldvinogthorvaldur.is/reidtygi/reidmular/?ew_1_cat_id=1951&ew_1_p_id=13586 Herðið efra “bandið” einsog það á að vera ( sést á mynd) en neðra bandið þræðiði í gegnum méli og festið. Þá haldast mélin uppi og eru ekki að “bögga” tunguna á honumJ Eftir að hafa verið með þetta á í einhvern tíma ( getur tekið allt frá ½ mánuði til 4 mánaða)þá er hægt að minka notkun þess smátt og smátt.

Persónulega mæli ég samt bara með því að nota seinustu aðferðina fyrst því að hún klikkar ekki og þá losnar maður strax við vandamálið. Einnig mæli ég með því að þið fáið einhvern til að kenna ykkur að nota ofangreind reiðtygji áður en þið byrjið.

Vonandi gengur ykkur vel:D