Eins og Kyssuber minnir mig sagði: þá held ég að að hafi byrjað að tala um hesta þegar ég fæddist. Pabbi var gamall hestamaður en þegar hesturinn hans varð gamall og dó þá snéri hans sér að öðrum íþróttum. Um 3 ára aldur hjá mér, bið ég mömmu og pabba um hest en væntanlega neita þau 3 ára barni. Ég sá ekkert annað en hesta og þegar ég sá hesta útí haga horfði ég á þá þangað til ég sá þá ekki lengur.

Ég fékk stöku sinnum að fara á bak með pabba og sat þá framaná hjá honum þegar ég var lítil og það var svaða stuð maður. Þegar ég var orðin 7-8 ára fékk ég að fara á reiðnámskeið og það var bara gaman.

Svo næsta sumar fór ég aftur á námskeið og þetta elskaði ég sko. Hins vegar þegar ég var 8 ára sagði pabbi mér að hann væri búinn að fá hest lánaðan handa mér og ég bara var í skýjunum. Svo sóttum við hann og hann var stór brúnstjörnóttur hestur. Pabbi bað pabba vinkonu minnar að skilja allt eftir ómokað því hann ætlaði að koma mér úr þessu því hann vissi að þetta tók sinn tíma. En þegar það var búið að moka varð ég bara fúl og söng svo með þegar ég mokaði. Svo lærði ég nú margt með þennan hest, hann rauk með mig og ég datt af.

Þegar ég er í 7.bekk hringir pabbi og segjir að við ætlum að skoða fermingargjöfina mína en ætlar ekki að segja hvað. Snillingurinn ég dreg það uppúr honum að ég átti að fá að velja á milli jarpskjóttans hest og einhvereiginn vindóttan. Við skoðum þá og þeir voru bara 2 vetra og ég vel skjótta. Seinna þegar við skoðum þá segjir pabbi mér að hann sé búinn að kaupa 7 vetra brúnan hest handa sér líka sem var geggjað.

Svo þegar ég var að fara í 8.bekk hafði pabbi ekki tíma það árið í hestamennskuna og við tókum ekki lánshestinn á hús og veistu… þetta var leiðinlegasti vetur lífs míns sem ég hef átt. En væntanlega fermidst ég um vorið og fékk kort sem stóð að nú ætti ég tvo hesta þá Gust(jarpskjóttur) og Tinni(brúnn) Og Tinni var hesturinn sem pabbi keypti handa sér en gaf mér svo líka.

Svo um sumarið fór ég á reiðnámskeið og þar var mér alltaf hrósað, ég fór á erfiðari hesta en hinir krakkarnir og þetta var bara geggjað stuð sko. Loks tókum við hestana mína á hús og Gustur frumtaimm og Tinni alveg taminn(hann var bara frumtaminn) en Tinni kom þvílíkt vel út. Hann er með allan gang, þrusu viljugur og reysir hausinn fallega og hátt. Gustur var svo frumtaminn og gerður reiðfær en ég fór svo í reiðtúr á honum og hann var bara þægur. Skvetti pínu á stökki en ekki meira en hann lofar góðu.

Svo hitti ég karlinn sem átti hestaleiguna og hann bíður mér vinnu, en fyrir lítinn pening. Ég sem vildi penging eftir sumarið tek því að vera í hestaleiguni fyrir hádeigi þá daga sem ég var eftir hádeigi í bakaríi. Þar kynnist ég fínum hestum og sérstaklega móskjóttri meri sem var æði. Ég hefði viljað kaupa hana.

Svo í vetur er bara að temja Gust meira og gera Tinna betri reiðhest og lyfta meira. :) Svo bættist nýtt gull í hópinn í sumar. 2 vetra brúnskjóttur hestur sem er vel ættaður. En pabbi á hann því við veðjuðum uppá hann í minigolfi og ég tapaði :O

En þetta er orðið frekar langdreigið, afsakið ef það er mikið af stafsetningum og ekki leiðindarkomment :)