Þegar hestarnir hafa vit fyrir okkur. Mér langaði aðeins að fjalla um það þegar hestarnir hafa vit fyrir okkur, lífið er nú bara þannig að það getur alltaf komið eitthvað uppá, í hestamennskunni er engin undantekning með það.

Ofnæmið
Ég ætla að byrja á svolítið undarlegri lítið geðslegri en sannri sögu, málið er að ég er með gífurlegt ofnæmi fyrir súkkulaði, einn sopi af létt kakói getur verið baneitraður fyrir mig, þá fæ ég bara gífurlegan krampa og svo þarf ég helst að vera í um tíu skrefa fjarlægð þegar krampanum léttir aðeins, þar sem aðal ofnæmis einkennin, smekklega orðuð á sínum tíma af fyrrum stjúpsystur minni, eru að maður mígur skyndilega út um vitlaust gat =/

Ég pældi í raun framan að lítið í þessu, súkkulaði var bara of gott til að sleppa því, sérstaklega stundaði ég það að fá mér góðan skammt af súkkulaði ef mig langaði ekki í skólan, köstin gátu varað frá hálftíma upp í 2 sólarhringa en suma daga virtist maður ónæmur fyrir smá súkkulaði.

Hvernig tengist þetta svo hestum? Kannski maður ætti að fara að byrja á því..

Það kom svo að því einn daginn að ég fæ verulega slæmt ofnæmiskast á baki, var á Þokka mínum sem almennt er ekkert svo traustur ef maður hefur ekki athyggilna á honum en einhvernvegin virtist hesturinn átta sig á hlutunum, hlýddi þeim litlu ábendingum sem ég gaf honum og við fórum að skurði, þar hendi ég mér af baki þar sem vitanlega er ekkert klósett einhverstaðar á reiðleiðinni og við vorum komin of langt til að komast upp í hesthús aftur. Þarna sleppi ég hestinum lausum í fyrsta skipti í reiðtúr og bjóst alveg við því að hann drifi sig heim í hesthús, en klárinn beið og já fylgdist vel með manni. Hve lengi hann þurfti að bíða veit ég ekki en það gæti allavega hafa verið korter jafnvel hálftími, ég var nokkuð verulega slöpp þegar ég staulast aftur á bak.

Við erum ekki komin langt þegar krampaköstin byrja aftur, ég er mest hissa á að ég hafi tollað á baki, ég var í engu standi til að stýra hestinum en klárinn brást við hverri hreyfingu minni, víxlaði endalaust þar sem ég þoldi hverja stöðu ekki nema örskamma stund í einu, þegar krampinn lægir þá hleypi ég á stökk en klárinn hægði alltaf niður sjálfur niður þegar hann fann að næsti krampi byrjar. Þegar við loksinns komumst upp í hesthús stökk ég af baki og inn í næsta hús á klósettið, þegar ég kom út aftur stóð hestuinn þar sem ég skildi hann eftir alveg kyrr. Síðan þá hef ég aldrei hikað við að treysta á hestinn, sleppa honum lausum í reiðtúrum og svona. En síðan hef ég passað mig vel á að éta ekki oft súkkulaði, nema það litla sem ég veit að er save.

Smalamennskurnar
Fyrir nokkrum árum lennti ég í því þegar ég var að smala að ríða út í mýrarpitt á hesti sem ég btw átti ekki, hesturinn rétt náðist uppúr eftir að mér barst hjálp, en ég hélt raunverulega að hann myndi deyja þarna. Síðan þá hef ég ekki verið tilbúin að treysta neinni mýri almennilega, en þegar maður er að smala getur maður ekki sleppt því að fara yfir einhverjar mýrar. Þokki varð fljótlega var við þetta, hann vissi að við yrðum að ná kindum sem voru hinumegin við svo hann hundsaði algjörlega mínar skipannir og fór yfir, með tímanum lærði ég að Þokki er verulega fótviss og veit alltaf hvort mýrin er fær, þegar ég kem að mýri slaka ég bara niður taumnum og segji honum að finna leið, hann fer alltaf eins hratt og hann telur öruggt við þessar aðstæður en en sem komið er hefur hann aldrei sokkið í mýrina, jafnvel á því svæði sem ég hafði lent í pittinum á.

Með viðvaninga
Vinkona mín sagðist vera þaulvön hestum og vildi fá að koma með mér á bak, ég fór nú samt aðeins á Þokka áður en ég hleypti henni á hann og gugnað nær á því að hleypa henni á hann þar sem klárinn var í geðbiluðu skapi þann daginn, hundfúll og þar með ekkert allt of viðráðanlegur, þar með fórum við inn í gerði, nágrani minn, í hstunum, sem fylgdist með ráðlagði mér að teyma bara undir henni fyrst, fleiri voru greinilega sammála um að klárnum væri ekki alveg treystandi þann daginn. Ég teymdi hana 2 hringi, þar sem klárinn var 100% rólegur þarna, þá sleppti ég og lét hann bara elta mig 2 í viðbót og allt í góðu, svo stoppaði ég og fór út úr gerðinu, ætlaði að leyfa henni sjálfri. En klárinn bara stoppaði og horfði á mig, ég lyfti upp hendinni og bennti og sagði áfram hringinn og klárinn rölti af stað, vanalega er Þokki nú þolanlega reistur, á þessum tíma var fótalyftan ekki up á marga fiska en þarna var höfuðið nánast niðri við jörð, hann nánast dró lappirnar og áhuginn var enginn. Sama hvað hún sparkaði fékk hún hann ekki hraðar en löturhægt skeiðlulltölt, hann bara nennti þessu ekki. Þegar hann var kominn hringinn stoppaði hann og horfði á mig “á ég að halda áfram eða er hún búin að fá nóg?” Klárinn haggaðist ekki fyrr en ég sagði honum að fara hringinn og áfram endurtók sagan sig.

Að lokum vildi stelpan fara hraðar, hafði reyndar viljað það allan tímann en Þokki var bara ekki sammála, ég labbaði til þeirra rétt skokkaði við hliðiná þeim, og eftir um 3-4 metra af aðeins hraðari gangi, ýmindið ykkur hraðann þegar einhver skokkar, þá heyrðist í stelpunni “Stop stop ég er að detta af baki!” Þaulvön já, your right..

Seinna fékk önnur vinkona mín að fara á bak með mér, fékk lánaðan hest hjá nágrana mínum í húsunum, hest sem ég hafði riðið nokkuð á um veturinn og ég taldi dauð þægan þegar maður komst yfir kergjuna í byrjun, sem hafði ekki sýnt sig við mig frá öðrum reiðtúr og fyrir utan það hve erfitt var að komast á bak á honum.

Litla systir hennar, um 10-11 ára, fékk að fara á hann í gerðinu og þar var hann dauð þægur og yndislegur.

Við vorum ekki komin langt þegar klárinn byrjar að prjóna og snúa, hún gat ekki náð að fá hann til að hlýða en hann var nógu hræddur við Þokka til að við gætum smalað honum í rétta átt, en eftir smá tíman þá gáfumst við upp, þar sem folinn var ekki að gefa sig gagvart henni. Auk þess þá var Þokki orðinn helvíti pist á að þurfa alltaf að snúavið og reka hinn áfram, farinn að prjóna og ógna hinum verulega meðan á því stóð. Skapmikill hestur.

Vinkona mín var hálf leið yfir þessu, en ég sagði henni að ég hefði lofað henni að fara á hestbak, ekki trunntubak, svo ég spretti hnakknum af og læt hana hafa Þokka, hann gæti ekki orðið erfiðari í gerðinu en trunntan hafði verið við hana, versta falli hlypi hann aðeins með hana.

Eins gat ég ekki hleypt lánshesti inn eftir að hann hafði látið svona illa, það væru bara verðlaun fyrir lætin svo ég fer á bak eftir að ég hafði séð að henni gekk vel með Þokka, betur en síðasta viðvaning, allavega var þetta hreint hægt tölt sem hann sýndi henni. Strax í byrjun byrjar kergjan í honum verri en nokkru sinni fyrr, ég sótti písk og en hlustaði klárinn ekki, prjónaði bara og bakkaði og lét mjög illa. Ég fékk litlu systur vinkonu minnar til að teyma hann upp á veg og þar fór hann loks af stað 3-4 metra og stakk sér svo, snarstoppaði og neitaði bara að fara áfram saman hvað maður gerði, minnug þess að hann hafði hlýtt í gerðinu hjá stelpunni rétt áður fór ég með hann í gerðið, þar var hann sáttari en enganveginn sáttur en gaf sig svo að lokum, um leið hennti ég písknum út fyrir gerðið þar sem ég veit að það voru bestu verðlaunin fyrir klárinn þarna og fór tvo hringi áður en ég leyfði honum að velta sér og helypti honum, inn, skoðaði hann svo vel og vandlega og fann að lokum vandamálið, hann var meiddur í munnvikinu, nokkuð gamalt sár en háði honum greinilega aðeins, svo þar með fékk hann líklega frí eftir þetta.

Meðvitund hesta um meiðsli manna

Í fyrra vetur lennti ég í slysi á fæti, ég þrjóskaðist við og reið út jafnvel meðan þetta var sem vest, en eftir hvern reiðtúr var ég helvíti slæm í fætinum, Strákur minn var óaðfinnanlegur á þessum tíma, reyndi sitt besta til að tölta sem mest þó hann sé mikill brokkari, en þegar ég kom úr einum reiðtúrnum á honum, kannski 2 dögum eftir slysið þá sá ég að fullt af fólki var að fara á bak, mér fannst það skanndall að vera búin að fara á eina hrossið sem ég var með þarna á þessum tíma en mér var boðið að fara á meri frá kunningja mínum, ég þáði það þó ég væri hætt að geta haft fótinn í ístaðinum lengur, svo gaman finnst mér í hópreiðtúrum.

Merin var ekki vön því að vera krafin um neitt, tölti víst ekkert svakalega mikið og var óttaleg frekja, samt kom hún vel saman og tölti auðveldlega allan reiðtúrinn, fólk var steinhissa á merinni, hún var bara flott, ekki vegna þess að ég væri að biðja hana um svona mikið heldur var hún að vanda sig til að ég ætti auðveldara með að sitja hana, ég reið út með aðeins annan fótinn úr ístaðinu alla leiðina og merin var allann tímann dúnmjúk á sínu besta tölti, var vel meðvituð um að ég þyldi ekki mikið brokk á þessum tíma, kom ekki með það nema ég bæði hana um það, yndisleg meri =)

Að lokum

Útaf þessu myndi ég ætíð treysta á hest sem ég þekkti ef ég myndi lenda í slysi eða óveðri.

Þetta eru svona helstu sögurnar af því þegar hestarnir hafa reynst voðalega traustir þegar á reyndi sem ég man í augnablikinu, en endilega segið sögur sem þið hafið heyrt eða upplifað =)
-