Þakkir til mótorhjólamanna! Hestamönnum og mótorhjólamönnum virðist lengi hafa komið illa saman, aðallega vegna svartra sauða inn á milli hjá báðum, en hinsvegar er mín reynsla af þeim nokkuð góð og tel ég að það hafi hjálpað klárum mínum talsvert í þjálfun hve mikið að mótorhjólum fóru framhjá hesthúsinu auk þeirra sem við mættum á förnum vegi.

Þar sem ég var að ríða út þar var aðeins einn merktur reiðvegur og var hann í talsverðri fjarlægð frá hesthúsunum sem ég var í. Í raun var það aðalega gamall vegur sem við notuðum, en sá vegur var eining mikið notaður af hjólreiðarmönnum og krökkum sem voru að fá að prufa að keyra, helvíti skemmtilegur vegur þegar maður hafði ekki farið hann allt of oft.

Klárinn minn Þokki, hann var sjúklega hræddur við hjól, snjósleða, stóra bíla og aðrar vinnuvélar, í raun var það til mikilla vandræða þar sem í sveitinni minni er smalað á sexhjólum, bílum, labbandi og svo stöku sinnum á hestum og jafnvel á mótorhjóli, þá var það ekki beint þæginlegt að reyna að smala og klárinn tók hundrað metra sveig að minnstakosti frá slíkum tækjum.

Svo fór maður að ríða út í byggð, vitanlega urðu strax nokkur vandamál, var við hliðiná vegi þegar grafa með þessum þvílíku keðjum sem voru ekki allt of vel festar og klárinn hendist af stað í burtu. Seinna var það fluttningabíll og í það skiptið rauk hann yfir rúlluhlið sem btw er gífurlega hættulegt fyrir dýr þar sem þau geta auðveldlega fótbrotnað við að missa fæturnar niður á milli..

En svo fórum við að mæta mótorhjólamönnum, í raun og veru varð ég skíthrædd þegar ég sá fyrsta hjólið nálgast, klárinn farinn að panica en hvað gerir ekki strákurinn, hann fór út í kannt og stoppaði, drap á hjólinu og leifði okkur að komast framhjá, hesturinn var hálf tregur til en þar sem hljóðin voru þögnuð lét hann segjast, þarna hafði ég nú bara gaman að þessu, góð tamning í gangi brosti og þakkaði fyrir mig. Seinna þegar nokkrir strákar voru á hjólum og sáu mig þá snéru þeir við til að fæla ekki hestinn, þetta mat ég eining mikils, sá svo eftir smá að þeir biðu fyrir neðan afleggjarann að hesthúsinu og fóru á veginn eftir að ég fór framhjá.

Það leið ekki á löngu þar til hesturinn hikaði varla við að fara framhjá þeim, vandist hljóðunum. En mesti munurinn var þegar við fórum að smala næsta haust, þar smöluðum við við hliðiná mótorhjóli, fórum í allt að því meters fjarlægð við hjólið til að hjálpa manninum við erfiðar kindur og það var ekkert mál fyrir klárinn, að fara að sexhjólinu til að fá upplýsingar var heldur ekkert mál, hesturinn var núna orðinn nokkuð veraldarvanur og þetta truflaði hann lítið sem ekkert og tel ég það allt útaf kurteisi strákanna sem notuðu veginn með okkur.

Aðeins einu sinni man ég eftir manni á hjóli sem ekki tók tillit til hestanna, en eftir að hann var eltur einn daginn og beðinn vinsamlegast að fara varlega þann daginn þar sem fólk væri einmitt að fara á bak á tamningatrippum þann daginn þá áttaði hann sig og fylgdist með eftir það, málið hafði bara verið að hann hafði ekki fattað þetta, skiljanlega =)

Næsta vetur þá man ég aðalega eftir því þegar einn var að drífa sig upp á fjall og sá ekki að ég væri inná velli, klárinn spenntist upp, varð allur spertari og flottari, fór að einbeita sér betur og ég var á því að þetta væri ágætis þjálfun fyrir klárinn. Þegar strákurinn kom niður aftur sá hann mig inná velli og hægði vel niður, enþá sama tillitsemin..

Þessum lífsreynslum klársinns að þakka varð ekki slys, þegar við þurftum að fara þjóðveginn til næsta bæjar til að taka þátt í móti daginn eftur, þá var keyrt framhjá okkur á leiðinni yfir brú þar sem bíllinn var á um 170, náungi sem þekktur var fyrir að vera óttarlega vitlaus, en áður en við fórum að venjast mótorhjólum þá hefði hann stokkið í fælingi til hliðar og jafnvel steipst ofan í ánna, en klárinn rétt jók hraðann.

Í sömu ferð þá fór ég framhjá velli sem er hannaður með mótorhjólamenn í huga, þarna bjóst ég nú ekki við neinni tillitsemi enda var ég núna á þeirra réttilega yfirráðasvæði, en ég get svarið það, náunginn hægði niður í hvert skipti sem hann var þeim meigin á vellinum þar sem ég var að fara framhjá =)

Í Grunndarfirði hef ég séð svipaða en mun þróaðri tamningaraðferð, þar var manneskja sem teymdi hest með sér á fjórhjóli, hversu mikil snilld er það ekki? Þarna venst hesturinn því að hjólin séu bara svipuð og ef aðrir hestar væru á staðnum. Þar var mér sagt að Kolla nokkur væri að verki, en hrossin frá henni hafa verið á mörgum mótum og staðið sig með príði.

Svo fór ég að temja folann minn og hafði einmitt þetta í huga, að venja hrossið við sem mest og óttalausara hrossi hef ég aldrei kynnst, ef hann verður hræddur stoppar hann bara vegur og metur aðstæður, fær kannski köggul og heldur svo áfram, vert er að taka það fram að ég meðal annars reið honum inn í bæ heima, lagði fyrir utan heima og bað stjúpmömmu mína og stjúpsystur að koma með myndavélina =)

Eins stundaði ég það að mæta í kaffi til pabba niður á verkstæði, reið klárinum nánast inn þó svo hin eða þessi tæki væri í gangi, alltaf var klárinn jafn traustur, þó hann væri aðeins 4 vetra þá.

Þess vegna mæli ég með því að fólk sýni hrossunum það sem það óttast, helst fara bara af baki og teyma til að byrja með, leifa þeim að þefa og skoða. Eins ef við mætum mótorhjólamönnum sem stoppa endilega stoppa og bjóða góðann daginn, jafnvel stíga af baki og biðja þá að fara áfram svo hrossið fái að kynnast hljóðinu. Mótorhjólamenn munu líklega alltaf deila svæðunum sem við ríðum útá að einhverju marki, ef við erum að taka hross í byggð þá fylgir þessi áhætta og er best að reyna að komast til móts við þessa þróun með því að venja hrossin við. Um daginn varð ég vör við ýmsa góða punkta á annari hestasíðu um sama málefni og hér mun ég copya smá af þeim.





Tekið héðan af hestafréttum,




Einn sem hefur margt rétt fyrir sér
Hjörtur
sjálfur var ég í hjólasportinu, stoppaði einusinni þegar ég sá hestamann, fór útí kant og drap á, það næsta sem ég veit er að maðurinn er kominn af baki og hálf ræðst á mig, held það hafi runnið af honum bræðin þegar hann fattaði að þú lemur ekkert full brynjaðan krossaragarp =P

eftir þetta drap maður ekki í hjólinu, hjólaði frekar út fyrir slóða örlítið og beið.

Og svo ef hross þola ekki hljóðin ein í hjólunum eiga þau ekkert erindi inn fyrir bæjarmörkin.

Svo eru ekki allir stígar fyrir reiðmenn, hestastígar eru það jú en sumir stígar eru ekkert merktir hestastígar.




Þetta var svar eins(svarið sem hann fékk var snilld):
kurteis
Væri það í lagi að maður segðist alltaf aka yfir á rauðu á umferðarljósum en hann sýni þá tillitsemi og kurteisi að gá áður hvort einhver umferð er væntanleg.
Það gengur illa hjá þessum mótorhjólamönnum að koma því inn í hausinn á sér að þeir eiga ekki að vera á merktum göngu- og reiðstígum. Það fara þangað ítrekað sömu aðilar og halda að allt sé í góðu lagi ef þeir bara drepa á hjólunum þegar þeir eru svo heppnir að sjá hesta á ferð í tíma. Það hafa orðið slys undir þessum kringumstæðum. Þeir keyra á fullri ferð í blindhæðir og vita ekkert hvað bíður þeirra hinu megin hæðarinnar. Sjálf hef ég fengið hjól á fullri ferð í flasið og margoft hef ég séð hjól í fjarska keyra á útopnu yfir blindhæðir. Það virðist sem að alvarlegt slys þurfi til að róta við þessum tréhausum sem halda að þeim sé í sjálfsvald sett hvaða umferðareglum þeir fylgja og hvenær. Svo eru mörg þessara hjóla óskráð og án trygginga og hver ber skaðann ef af hljótast örkuml eða dauði. Þá er nú eins gott að ekillinn eigi miklar eignir til að ganga á!!!



Svarið:
Hvundagshetjan
Kurteis þú ert vælikjói er sér flísina í auga náungans en ekki bjálkan í eiginn

Ég spyr er hesturinn þinn skráður og tryggður???

átt þú eignir til að ganga að er trunntan þín örkumlar einhvern eða drepur .

það er nefnilega tilfellið að það hefur mér vitanleg ekki neinn en dáið á motorcross/enduro hjóli en það drepast 1-3 hestamenn á ári því þeir eru of cool til að nota hjálma .

Hvað borgið þið til samfélagsins í formi skatta og gjalda af truntunum ???

Ert þú að ríða út á merktum göngustígum þar mátt þú ekki vera frekar en hjólinn

Og svaraðu nú Sauður

Eða vinnur þú kannski á bensínstöð á laugavegi og ert með 5 háskólapróf

*restin er ritskoðuð vegna reglan á /hestum um hrossakjöt*

Jæja hvað finnst ykkur svo, er það ekki fáranlegt að sumir hjólamenn hafi fengið nánast árásir frá hestamönnum þegar þeir hafa stoppað, er ekki orðið tímabært að við sættum okkur við það að það er betra að hafa þá með okkur en móti? Eins og í gamla bænum mínum, þar þekktust allir og þar með var þetta ekkert vandamál. En á ég samt eftir að kynnast umferðinni í bænum, en ég mun flytja hestana mína í Neðri Fák í byrjun desember.

Myndin með greininni er tekin af http://www.atgangur.net/index.php?s=hjolid

Undirskriftin við myndina er “Hver segir svo að hestar og hjól fari ekki saman?”
-