Hvernig ég og Styr hittumst Fyrir 2 árum þann 12 septenber átti ég tvítugsafmæli, fjölskylda mín mætti surprice heim til mín vopnuð upprúlluðu blaði. Bréfið var eftir farandi…

Við foreldrar (fullt nafn) hér með höfum skuldbundi okkur til að gefa einkadóttur okkar hest í 20 afmælisgjöf, og verður hann afhentur um leið og sá rétti fynnst.

Ég gaf frá mér einhverskonar öskur og þreyf upp símann til að hringja í vinkonu mína sem hefur líka átt þann lístíðardraum um að eignast hest. Ég var himin lifandi og fór strax að skoða síður eins og 874.is og eydfaxi.is og leita eftir söluauglýsingum. Það gékk erfilega að finna hest því mamma mín vildi sjá og prufa hestanna áður en pælt var í að kaupa, hún hefur mikið við á þessu svo mér fannst það best líka, en hún vildi líka hafa mann sem hún þekkir með sem ræktar og temur hesta.

Þessi maður er svoldill óreglumaður svo vonlaust var að fá hann til að mæta með okkur og afsakanirnar voru endalausar, ekki það ég ásali honum einhvað, við áttum heldur ekkert að heimta að hann kæmi með okkur.

Loksins áháðum við að fara bara og skoða tvo, Múla sem var rauður og Fjöður sem var grá en rauð í vetrarfeldi. Maðurinn sem átti þau var dáinn svo það lá á að selja svo verðið var lágt.
Fyrst prufaði ég Múla og hann var æðislegur, enda hafði hann verið aðal reiðhestur eiganda síns. Síðan fór ég á Fjöður, ég hleypti henni strax á tölt en ég stoppaði hestinn eftir nokkrar sekóntur, þetta var hastasta hross sem ég hef nokkur tíman farið á, (seljandi reyndi samt að ljúa því að okkur að hún væri ekki það höst;) svo hún var ekki í sögunni þó svo hún væri mjög sæt og ljúf.

Ég vildi strax kaupa Múla, en mamma vildi ekki ganga frá kaupunum fyrr en þessi vinur hennar skoðaði hann, hann dróg að koma og sjá í tvær vikur svo við ætluðum bara að taka hann Múla, en þegar við höfðum samband við seljanda þá var búið að kaupa hann, við urðum svoldið fúlar því hann átti að vera frátekinn fyrir mig.

Langur tími leið og ég var samt alltaf að skoða auglýsingar en alltaf þegar ég hringdi svo til að fá að koma og skoða voru hrossin seld, loks dó þetta út hjá mér um tíma. Ég var mikið að vinna og svo kom loðnuverktíðin (vann í frystihúsi) en í sumar þá vaknaði ég upp einn morguninn með rosalegann metnað að byrja að leita aftur.
Ég fór á netið og sá auglýsingu af hryssu sem mér leist vel á, hringdi og mér var sagt að hryssan væri farin en þau væru með fleirri hesta til sölu. Ég mátti bara koma og vera í nokkra daga og prufa alla sem ég hafði áhuga á.

Ég og mamma fórum en gistum hjá teindamömmu minni sem býr í sirka 40 mín fjarlægð. Fyrsta daginn vildi konan að ég að ég skoðaði Lukku Láka sem er dökkjarpur, mamma var sett á stórann fífubleikan hest, konan sjálf fór á æðislegum gæðingi sem var einnig til sölu en hann var svoldið mikið úr okkar verðhugmyndum.

Lukku Láki lét illa, bæði ég og konurnar tvær sem voru með í för hélu að þetta væri mér að kenna þar sem ég hafði ekki verið í hestum í mörg ár. Eftir því sem leið á reiðtúrinn lét hesturinn verr og verr og ég gat eingann veginn stjórnað honum. Konunni fannst þetta voða skrýtið hún hafði aldrei séð hann svona en það var nokkuð ljóst að ég var ekki vandamálið, hún þorði ekki að setja mig á sinn hest vegna þess að hann var rosalega viljugur og hún var farin að efast um að ég kynni einhvað fyrir mér.

Mamma fór á gæðinginn ég á fífubleika hestinn og konan fór á Láka sem ætlaði ekki að hætta að hunsa og óhlíðnast, í staðinn fór hann bara að hrekkja þegar tekið var vel á honum. Við vorum komnar hálfa leið svo það skipti eingu hvort við snérum við eða héldu áfram.

Mamma varð ástfanginn af vindóttu fegurðinni sem hún var á og mér leið vel á mínum hesti og fór að vera örugg, ég elskaði hvernig hann tölti, hvað hann var hlíðinn (ef þú ert á tölti á honum og vilt fara á brokk, þá hallaru þér bara aðeins framm og segir “BBRROOKKKK” og hann fer þegar í stað á brokk.
Konan sá að ég var öll að lifna við og fór að kenna mér á hann, ef ég vildi fara aftur á tölt þá þurfti ég bara halla mér aftur og stífna aðeins upp í hnakknum, og hann fór á tölt. Hún kendi mér stökk ábendinguna, gera hringlaga hreyfingu á vinstri bóginn og skeið ábendinguna sem ég man ekki hver er en hefur líka einhvað að gera með vinstri hliðina

Ef ég vildi hægja á mér þá bara að rjúfa tengslin með að stífna aðeins og segja “HHHÓÓÓÓÓ” og hann hægir á sér með smá hjálp frá taumnum (svo viljugur;) til að fá hann af stað á bara að rugga aðeins í hnakknum og gera “klikk klikk” hljóðið, hann er það viljugur að hann nennir ekki að bíða þegar stoppað er og þegar hann ætlar að halda bara áfram á að segja bara “KYYYRRRRR”.

Loks endaði reiðtúrinn og við mæltum okkur aftur mót daginn eftir, á leiðinni til baka sagði ég mömmu að ég vildi fá bleika hestinn og hún var sammála að hann væri æði.

Morguninn eftir mættum við á litla bæinn hjá konunni og ég sagði henni að ég vildi fara á þennan bleika aftur og spurði hvað hann hét. Styr var kanski til sölu, helst ekki, ég mátti skoða hann betur en hún vildi að ég skoðaði annan líka.
Þegar við komum í gerðið sýndi hún með hestinn sem hún hélt að myndi henta mér, hann ver grár og tryppslegur, svo ég spurði hvað hann væri gamall, 8 ára! Nei ég vildi hann ekki, mjög illa skapaður greyið en átti samt að vera hinn fínasti reiðhestur, svo mamma var sett á hann og ég myndi kanski fara á hann seinna í reiðtúrnum.

Ég gerði það ekki ég var svo hrifin af Styr, hann var með svo æðislegt skeið, en hastur á brokki, en það skipti mig engu. Eftir reiðtúrinn töluðum við um að kaupa hann, en konan vildi sjá hvort ég höndlaði hann ein. Þennan dag fór mamma heim en ég varð eftir og kom aftur daginn eftir og tók einn hring ein og allt gekk vel, þegar ég kom til baka var konan að rífast við manninn sinn um búverkin, ekkert alvarlegt, pör jú rífast svona oft, hún var frekar pirruð út í hann svo hún fór bara í góðan reið túr með mér, þurfti hvort eð er að fara því hún var að temja/þjálfa.

Við vorum lengi og þetta var æðislegt, við spjölluðum, skoðuðum og hleyptum þeim mikið, þarna áttaði ég mig á að það er eins og Styr sé með 3 mismunandi tölt, eitt mjög hægt annað á venjulegum hraða og svo mjög hratt, ég þurfti ýtrekað að halda aftur af honum því yngri hesturinn gat eingann veginn töltað svona hratt. Hún sagði mér sögu Styrs, hann er hennar ræktun, þegar mamma hans var fylfull af honum þá hafi hún selt hana til næsta bæjar, en svo komu upp veikindi þar á bæ þegar komið var að því að temja hann svo hún fékk Styr til baka.

Þarna var það áhveðið að ég yrði eigandi hans, henni leist bara vel á mig og líka vel á mín áform með hann, hann átti að fara yfir í næsta fjörð fá að ganga úti með stóði og ég ætlaði að ríða á honum þegar ég kæmi í heimsókn til teindó og svo tækjum við saman þátt í leitum.

Þetta er sagan af því hvernig ég eignaðist Styr, ég geri aðra grein um hvernig er búið að ganga með okkur seinna, þetta er orðið svo langt hjá mér.