Þar sem mikil umræða eru um þessar tilnefningar á 847.is slúðrinu og hestafrétta spjallborðinu, þá áhvað ég að vita hvað ykkur finnst =)


Eru einhverjir sem ættu heima á listanum en eru ekki þarna?

Einhverjir sem ættu ekki heima þarna?

Hvað finnst ykkur?

Endilega tjáið ykkur!




EFtirfarandi er tekið af hestafréttum (http://hestafrettir.is/news.asp?Skoda=Article&ID=3308)

“Tilnefningar til knapa ársins í öllum flokkum liggja nú fyrir. Að tilnefningunum stendur nefnd skipuð fulltrúum þeirra fjölmiðla sem fjalla um hestamennsku og hestaíþróttir. Við valið er stuðst við reglugerð um val á knapa ársins. Verðlaunin verða afhent á Uppskeruhátíð hestamanna á Broadway laugardaginn 10. nóvember nk. Tilnefningarnar í ár birtast hér að neðan, í stafrófsröð:

Íþróttaknapi ársins:
Anna Valdimarsdóttir
Eyjólfur Þorsteinsson
Jóhann Skúlason
Olil Amble
Rúna Einarsdóttir
Viðar Ingólfsson
Þórarinn Eymundsson

Gæðingaknapi ársins:
Atli Guðmundsson
Sigurbjörn Bárðarson
Súsanna Ólafsdóttir
Viðar Ingólfsson
Þorvar Þorsteinsson

Kynbótaknapi ársins:
Erlingur Erlingsson
Guðmundur Björgvinsson
Mette Mannseth
Þórður Þorgeirsson
Ævar Örn Guðjónsson

Skeiðknapi ársins:
Bergþór Eggertsson
Halldór Guðjónsson
Sigurbjörn Bárðarson
Sigurður Sigurðarson
Sigursteinn Sumarliðason
Þórarinn Eymundsson

Efnilegasti knapi ársins:
Camilla Petra Sigurðardóttir
Fanney Dögg Indriðadóttir
Katla Gísladóttir
Linda Rún Pétursdóttir
Valdimar Bergstað

Knapi ársins:
Bergþór Eggertsson
Sigurbjörn Bárðarson
Sigursteinn Sumarliðason
Viðar Ingólfsson
Þórarinn Eymundsson
Þórður Þorgeirsson”



EFtirfarandi er eining tekið af hestafréttum (http://hestafrettir.is/news.asp?Skoda=Article&ID=3309) tekið til að benda fólki, sem lítið veit um málið, á staðreyndirnar sem mikið er deilt um eins og er:

“Tökum smá statík um þá sem eru í vali um kynbótaknapa ársins.

Mette Mannseth 9 sýningar með 8.08/8.21/8.16 -Allt fullnaðardómar
Ævar Örn Guðjónsson 16 sýningar með 8.07/8.04/8.05 -15 fullnaðardómar
Guðmundur Björgvinsson 54 sýningar með 7.98/7.89/7.92 -52 fullnaðardómar
Erlingur Erlingsson 63 sýningar með 8.04/8.00/8.02 -58 fullnaðardómar
Þórður Þorgeirsson 87 sýningar með 7.98/8.04/8.02 -79 fullnaðardómar

Hér eru tölulegar upplýsingar um þá sem koma til greina sem kynbótaknapi ársins 2007 og allt eru þetta góðir knapar eins og fólk veit. Þá er það spurning hvort valið standi á milli gæða eða fjölda, eða hvoru tveggja. Satt að segja finnst mér ekki mikið til koma hjá Mette Mannseth sem sýnir 8 hross og fara þau öll í fullnaðardóm, en er það afgerandi árangur og meiri árangur eða betri en hjá manninum sem fulltrúar þessarar valnefndar eru búnir að svo gjörsamlega niðurlægja (þó aðallega sjálfa sig) með þessu vali?

Spurnigin er einmitt þessi, Hvað með Daníel Jónsson?
Daníel Jónsson 86 sýningar með 8.00/7.92/7.96 -74 fullnaðardómar”


Þarna sérst að Daníel hefði eiginlega átt að vera meðal þessara fimm ekki satt?

En hversvegna er hann ekki meðal þeirra?

Er eitthvað satt í slúðrinu að hann hafi fengið tvær áminningar fyrir grófa reiðmennsku í ár og sé þess vegna ekki meðal 5 efstu?

Vegið og metið og segið ykkar skoðannir, hvað haldið þið um þetta val?


Sem stjórnandi ætla ég að viðhalda hlutleysi í málinu, eða allavega innan netsinns. Auk þess þá veit ég að þetta er að koma seint hérna inn, en því get ég kennt um veikindum og því að tölvan mín er með ömurlegt nýtt stýrikerfi sem er ekki alveg að virka rétt(Windows Vista), bakkar út úr öllu reglulega og svona vesen, þetta er í annað skipti sem ég skrifa þessa grein..

P.S. Já þetta þýðir að Regza er komin aftur og vonandi til að vera, er allavega með fast net(ef tölvan klikkar ekki) og húsnæði eins og er ;)
-