Ég hef átt nokkra hesta um ævina
en ég hef aldrei fundið hann rétta.
Þangað til núna.
Fyrst átti ég hest sem hét Litli-Skjóni.
Síðann var hann seldur.
Í raunini fór ég aldrei á hann því ég vara aðeins 6. ára.
Síðan Síðan fékk ég hest sem heitir Jökull hann var grár.
Hann var svo stór að ég þorði varla á hann.
Ég fór á hann samt nokkru sinnum en hann síðan farinn að hrekkja.
Ég skipti síðan við pabba og
eignaðist meri sem heitir Agga hún var voða góð.
Ég átti hana í 1 og hálft ár.
En ömmu minni vantaði síðan svo mikið hest sem passaði henni að ég skipti við mömmu og hún gaf ömmu Öggu.
En þá fékk ég hest sem heitir voða skrítnu nafni sem er Grasbítur.
Í fyrst tvö skiptinn sem ég fór á hann var hann eins og lamb
og var blíður og góður.
En þá breitist hann og varð voða frekur og þá meina ég voða frekur!
Og svo kom að því .
Við vorum í reiðtúr og hann rauk og ég datt af baki.
Eftir það missti ég kjarkinn : (
Ég þorði ekki aftur á Grasa ( Grasbít )
Ég skipti við pabba og fékki trippi.
Mamma þessa tripps var meri sem pabbi á og ég var oft á henni.
Ég var kjarklaus í 1 ár og er það en en ég er að lagast.
Ég var bara á merini hennar ömmu
sem heitir Lukka hún er gömul og góð.
Reyndar er ég enn að ríða henni.
En síðan fékk ég loksins drauma hestinn ég er nýbúinn að fá hann.
Hann heitir Nóbel.
Hann er þannig hestur að hann er eins og knapinn vill hafa hann.
Ef maður vill hafa hann viljugan þá er hann það og ef maður vill hafa hann rólegan þá er hann það.