Jæja þá, ég ætla að segja hérna frá öllum mínum hestum. Ég hef reyndar gert það áður en svo virðist vera að ég sé einn af þeim sem kvarta yfir því hvað þetta virðist allt vera dautt en geri svo ekkert í því sjálfur:/ þannig að ég ætla að skrifa þetta allt saman aftur og fá kannski nákvæmari lýsingar á þeim:P Ætla líka að vera duglegur að halda áfram að senda inn myndir og þess háttar;)

Ég hvet alla hérna til þess að reyna að vekja þetta áhugamál eitthvað og senda inn eitthvað, bara eitthvað. Það gerist ekki nema fólk láti til skarar skríða.


En þá byrja ég.

Spegill, 11v: Spegill er fyrsti hesturinn sem ég eignaðist. Eins og þið sjáið á myndinni sem ég sendi inn af honum þá er hann gríðarlega stór, rauðglófextur, - stjörnóttur (sést náttla ekki). Þessi hestur hefur alla tíð verið alveg OFBOÐSLEGA klárgengur en þegar verið var að töltsetja hann í byrjun þá kaus hann ávallt spítt tölt, virtist ekki ráða við hæga töltið og ekki einu sinni milliferðina;) En svo fór það nú að koma og hesturinn fór að verða nokkuð góður, þangað til einn daginn, þá bara datt allt niður og hesturinn varð satt best að segja alveg glataður (á veturna, betri á sumrin), og var búinn að vera þannig í nokkur ár, klárgengur, latur og beljulegur á stökki:/ þangað til síðasta vetur datt mér í hug að fara með hestinn á námskeið hjá honum Bergi. Hann hafði auðveldlega að laga hestinn og myndi ég kalla hann snilling eins og er og frá því ég fór á námskeiðið…. þó ber soldið á klárgengninni þegar verið er á vondum götum.

F. Gyrðir frá Stórhóli
FF. Stormur frá Stórhóli
FM. Jarpskjóna frá Stórhóli
M. ?
MF. ?
MM. ?

Spakur, 11v: Spakur kallinn, ég myndi telja hann sem eina virkilega barnahestinn (þó er hann sá eini sem hefur hrekkt einu sinni), ef ég á að lísa þessum hesti þá er hann frekar latur, ferðlaus á tölti, ágætt brokk en þó nokkuð kraftmikill á stökki. Spakur er brúnn á lit, en þó svo að þessi hestur sé latur þá er hann hálf trylltur í ferðum á eftir stóði og varla að honum sé reitt. En hann er líka gríðar stór.

F. Gyrðir frá Stórhóli
FF. Stormur frá Stórhóli
FM. Jarpskjóna frá Stórhóli
M. ?
MF. ?
MF. ?

Prins, 10v: Þið ættuð eitthvað að geta getið ykkur til um útlitið á þessum hesti, hann er vinkilhágengur og frekar ferðmikill á tölti þegar hann tekur sig til. Gott tölt og brokk. Ég myndi telja hann svona dökkjarpann á lit og faxprúðann. Prins og Spakur eru albræður en þó mjög ólíkir, það er reyndar ekki í lagi með hann að öllu leiti því að hann virðist vera einn af þeim fáu sem eru hræddir við taum sem hann dregur með sér, við tókum hann og annan hest sem við eigum inná hús eitt sumarið og ákváðum að nú skyldu karlarnir sko læra að draga taum, en nei, þeir bara trylltust báðir tveir, hlupu trylltir á gerðið, réðust á tauminn, gátu ekki borðað fyrir vegna hræðslu. Þessi hestur er sjónhræddur, þ.e.a.s. ef honum er riðið á venjulegum hringamélum (og lullari), en honum er ávallt riðið á stöngum og þá er hann laus við alla sjónhræðslu og lull, soldið sérstakur kallinn, viljugur en þó meðfærilegur fyrir alla og stillir sig eftir hverjum og einum.

Ætt sú sama og hjá Spak.

Þróttur, 11v: Þróttur er sennilega sá allra skrítnasti af þessum hérna fyrir ofan. Þetta er með þeim allra duglegustu hestum sem ég þekki, ávallt viljugur en þó hægt að ríða honum slökum á feti hvenær sem er, nema hann sé kominn í einhver yfiræsing sem hann á til að gera þegar mikið liggur við (hjá honum). Hann er líka hræddur við að draga taum en þó kannski ekki alveg jafn hræddur og Prins. Nema það að hann er ávallt frekar sjónhræddur og stressaður. Á það alveg til að geta verið allsvakalega góður en svo kannski stígur hann á stein og missir taktinn aðeins þá getur verið að skemmtunin sé bara búin hjá knapanum því hann nær sennilega ekki réttum takti aftur á næstunni^o)

Ætt sú sama og hjá Spegli.

Roði, 6v: Roði er sennilega sá allra ofvirkasti hestur sem ég hef kynnst, svo mikill fyrirgangurinn í öllu, hann er undan hesti sem aldrei sýndi tölt og var hræddur við allt. Aftur á móti var móðirin töltgeng og þæg og það erfðist vel í honum þægðin en töltið virðist ekki hafa erfst svo vel (þó hefur hann sýnt gang) en það virðist ætla að vera erfitt að fá hann í töltið vegna þess að aldrei virðist hann ætla að koma almennilega í beisli, reyndar bara taminn 5 vetra og byrjað að ríða honum 6 vetra en mér er alveg sama, alveg furðulegt. Hann er rauður á lit og með langt bak.

F. Glói frá Sy-Velli
FF. Kristal frá Hólum
FM. Harpa frá Sy-Velli
M. Elding frá Brúnastöðum
MF. Bjarmi frá Árgerði
MM. Kengála frá Stóra-Ármóti

Dögun, 9v: Dögun á sér langa sögu, ætla ekkert að vera að kjafta henni hér en við fengum helminginn í henni gefins, hún átti víst að vera alger vitleysingur, nema það að ég fer að brúka hana og þá kemur í ljós að þetta er allra besta hross sem ég hef nokkurntímann riðið, kjáni reyndar soldið en enginn vitleysingur. Rýmið alveg botnlaust á tölti og brokki og svona líka ENDALAUST viljug, lá við því að það væri stundum of mikið, oft var maður hálf dasaður eftir að hana riðið henni. En núna er hún bara í folaldseignum. Hún er bleikálótt með skörp litaskil. Lætur lítið yfir sér og er lítil í sér.

F. Dagur frá Kjarnholtum I
FF. Kolfinnur frá Kjarnholtum I
FM. Blíða frá Gerðum
M. Hvöt frá Dalsmynni
MF. Fáfnir frá Laugarvatni
MM. Jörp frá Dalsmynni

Segull, 4v: Hann Segull er nú ekki nema rétt frumtaminn en alveg alþægur (næstum því). Reið honum 4 sinnum inni í gerði og gafst svo upp, reið honum út og þá fóru hlutirnir að gerast, hesturinn fór loksins að læra en ætlaði að vera lengi að koma almennilega í beisli þannig að ég tók einn daginn bara í tauminn og setti klárinn á tölt og þá loksins fór hann að hlusta á tauminn eins og hestur. Töltið svona silki flott en jafnvægislaus á því. Þessi hestur er sá eini sem ég hef séð á bókstaflegu yfirferðartölti heim heilann afleggjara;) á meðan önnur hross voru á stökki:P bara snilld:D en þessi hestur var graður til 3. vetra vegna þess að annað eistað vildi ekki koma fyrr niður. En þessi foli fékk að fara uppá hana Döguni og það er komið folald út úr því, fífilbleikur hestur. Segull er svon frekar fyrir neðan millistærð af hesti og allsvakalega bakstuttur þannig að hann virðist vera alveg úber lítill. Ég myndi telja hann rauðjarpann á lit.

F. Demantur frá Langsstöðum
FF. Lúkas frá Litla-Ármóti
FM. Blíða frá Langsstöðum
M. Elding frá Brúnastöðum
MF. Bjarmi frá Árgerði
MM. Kengála frá Stóra-Ármóti

Freyfaxi, 3v: Hann Freyfaxi er mjög efnilegur hestur, fæddur rauðblesóttur en verður hvítur í framtíðinni. Hann er gríðarstór og mikill og sterklegur. Hann er spakur þegar hann sjálfur vill nálgast mann en styggur þegar á að setja á hann múl inní gerði, og heldur illilegur til augnanna, hef heyrt að það sé mikið skap í þessari ætt… ég ætla að reyna að temja þennan hest í vetur og svo bara sjá til hvernig það gengur;)

F. Hvinur frá Egilsstaðakoti
FF. Feykir frá Hafsteinsstöðum
FM. Stikla frá Egilsstaðakoti
M. Elding frá Brúnastöðum
MF. Bjarmi frá Árgerði
MM. Kengála frá Stóra-Ármóti

Djörf, 8v: Þessi merartuðra er alveg snillingur á tölti og líka á brokki þegar hún tekur sig til. Hún er svona hrafntinnusvört á lit og fallega byggð. Þessa meri fékk ég í skiptum fyrir bílinn minn og virðist það ekki hafa farið illa. Lenti reyndar í smá óhappi á henni í sumar, hún datt með mig og ég lenti undir henni, henni tókst að brjóta kúluna á hlið fótarins frá liðbandi, en það tók stuttann tíma að gróa og var ég kominn í hnakkinn aftur eftir 2 vikur. En það er svona eins og með öll hross og dýr að það geta allir dottið, meira að segja ferfætlingar. Ástæðan fyrir því að ég kalla hana merartuðru er að hún er soddan brussa og tussa;) en mjög skapmikil og ákveðin, stundum soldið laus á framfótunum en það gerir ekki mikið til í öllum tilfellum. Skapið fær hún sennilega frá afa sínum en þið sjáið ættina hér að neðan. Hún hefur staðið sig mjög vel í öllum ferðum, í raun alveg draumaferðahrossið (allavega sem ég hef riðið), algert silki á tölti og brokki. Það er viljalegt auga í henni og viljinn er að aukast, henni var eiginlega ekkert riðið fyrr en ég fékk hana. Þannig að mætti segja að hún væri bara hálfgert tryppi enþá;)

F. Ilmur frá Langholti II
FF. Angi frá Laugarvatni
FM. Sunna frá Raufarfelli 2
M. ?
MF. Sörli frá Sauðárkróki
MM. ?

Elding, 16v: Hún er einungis búin að vera í folaldseignum í nokkur ár en get ekki sagt neitt um þessa hryssu því ég þekki hana í raun voða lítið því við fengum hana tamda og svona. Hún er frekar stór, rauðstjörnótt.

F. Bjarmi frá Árgerði
FF. Kjarval frá Sauðárkróki
FM. Snælda frá Árgerði
M. Kengála frá Stóra-Ármóti
MF. Högni frá Sauðárkróki
MM. Lind frá Stóra Ármóti

Ef þið sjáið þennan neðsta texta þá er það gott mál:P Þá bara þakka ég fyrir lesninguna þó svo að þetta sé ekki stutt… en já, takk takk:)
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)