Bestu Hestarnir !

Alltaf síðan ég var lítill smákrakki hef ég elskað hesta og dreymt um að eiga hest.
Þegar ég var einhvað 4-5 ára, veit ekki neitt hvað gömul þá var að tala við mömmu mína, þá sagði ég að ég vildi lítinn, svartann hest. Mamma sagði þá að ég gæti ekki gert það því að við værum ekki með neinn stað fyrir hann. Þá greip ég strax fram í móð og másandi ; VIÐ GETUM HAFT HANN Í HERBERGINU MÍNU ! Öskraði í essinu mínu.
Nei, það væri ekki hægt, sagði mamma. En alltaf vildi ég eiga hest þar til árið 2004, þá litum við í sumarblaðið okkar og sáum byrjandanámskeið á hestbaki, ég var þá 8 ára, ég valdi Þyril.
Það var yndislega gaman að fara og fysta skipti á þessu námskeiði, ég fór á bak og mér fannst einhvað svo mikið spennandi að vera á baki, ég líka lágvaxinn og fannst ég vera svo hátt uppi og ég var ekki hrædd, heldur ég var að drepast úr spennu !
En svo var ég búin að vera nokkra daga og ég man að ég fór síðan að tala við mömmu, hún var búin að vera á hestbaki líka þann dag, ekki á Þyril, bara einhverstaðar.
Sagði hún að hún hafði farið á brokk þann dag. Ég vissi ekkert um gangtegundir hjá hestum þá og ætlaði að vera voða flott og sagði ; Já, ég fór líka á hann,
rosa góður hestur !
Þá leit mamma á mig, brosti og sagði ; Ég er að tala um gangtegund.
Þá var ég alveg græn í framan og sagði, ja, sko, ég er að tala um einn hest.. Hann heitir Brokk… Mamma sá alveg að ég væri að ljúga, nú man ég ekki meir.. Nokkrum dögum síðar fór allur hópurinn í námskeiðinu loksins í útireiðartúr, ég held að ég hefði þá farið í annað skiptið í útireiðartúr, því að við vorum svo mikið inni að æfa fyrir sýninguna.
Þá var einn hestur þarna, sem var ekki það vel taminn, svo að við fórum niður svaka stóra brekku, svo að þessi hestur fór alveg á harða-stökk niður svo að allir hestarnir fóru líka á stökk, ég var þá á hesti sem hjét Askur. Hann var rosa fallegur. Ég man að ég missti fyrst fótana út úr ístöðunum, svo missti ég takið á taumnum og greip ég í faxið og tárin runnu niður úr augunum, svo datt ég niður af baki.
Þegar ég datt af baki var ég háskælandi og stóð upp og sá aðra skælandi krakka í kring um mig.
Árið 2005 þá fór ég aftur í Þyril, hesturinn sem hafði verið svona illa taminn var seldur og enginn kannaðist við hann.
Það voru nokkrir dagar eftir af reiðnámskeiðinu og brátt var hestasýningin fyrir foreldrana okkar allra að komast, einhvað þrír dagar eftir.
Þá allt í einu varð ég dauðhrædd við að fara á brokk því að ég vissi að allir hestarnir voru nógu hraustir til þess að þeir myndu fara strax á stökk.
Svo að ég kynntist hesti sem hjét Sóley, það fannst mér fyndið, því að kötturinn minn hjét það líka. Hún var 25 ára og var alveg hætt á stökkinu og var bara á feti og brokki, svo að ég fékk að fara á hana og ég varð alveg ástfangin af henni, þótt hún var ekki fallegari en hinir hestarnir og þá lærði ég það að það var ekki málið um fegurðina utan að, heldur innan að.
Ég fékk að vera á henni á sýningunni, hún var líka hvort sem er treystandi fyrir að fara ekki á stökk, ég spurði hvað Sóley kostaði og kennarinn sagði ; 20.000.
Allir litu á hann og sögðu ; Bara 20.000 !?
-Já.
En ég þekkti ekkert hvað 20.000 var mikið svo að ég hugsaði ; Vá hvað það er mikið !
Svo að við gerðum sýninguna klára og daginn sem hún varð, þá vissi ég að ég væri kannski í síðasta skiptið á ævinni minni að vera með Sóley.
Eftir sýninguna grét ég en systir mín bara hló af því.
En síðan fórum við í bústað og frænka mín Tanja hún er líka voða mikið á hestbaki og móðir hennar, Dísa, hún var að hugsa um að hjálpa með að borga fyrir hana, en þá myndi Tanja alltaf líka mega vera á henni.
En svo á meðan við vorum í bústaðnum þá hringdi Dísa og sagði að Tanja hafði prufað Sóley og fannst ekki gaman að Sóley færi ekki á stökk og þá var allt hætt við.
Mér fannst þetta hræðilegasta stund lífs míns.
En við höfðum ekki geta farið á fleiri reiðnámskeið í 3 ár og við fórum til Vestmannaeyja og það er núna árið 2007 og við erum bara að leigja og svo fækk ég að fara í Lukku í reinámskeið. Edda systir mín var með og þetta var öðruvísi námskeið, við vorum bara í heila viku, bara í útireiðartúrum og þetta kostaði miklu meira, 15.000 á meðan í Þyril var það bara einhvað 11.000 fyrir 10 daga.
En það var það 30.000 fyrir okkur báðar.
Gunnar lét mig hafa fallegan hest sem var 8 vetra og hjét Asa.
Auðvitað var Asa eiginlega alveg nákvæmlega eins og hinir hestarnir í námskeiðinu, en Hún er með litla, hvíta stjörnu á enninu og hún var voða falleg.
Þegar ég var á henni var hún dálítið frek um að vera fremst en ég reyndi að tosa í tauminn og láta hana róa sig en hún hristi bara haustinn þegar ég gerði það en sem sagt var hún líka voða góður hestur.
En þetta var bara byrjuninn því að ég er búin að vera rosa mikið á baki og fékk 4 seinustu dagana hjá Eddu og ég var líka bara að fara á bak stundum og svona en í dag 16 júlí, æji, nei, kom ég svolítið seint og þá var annar með Ösu. En þá fékk ég bara Heru, en satt að segja var Asa betri !!!



Svo að BESTU hestarnir í mínu lífi eru Sóley, sem ég tel að hún sem örugglega dáin og Asa, sem alltar er mér svo kær.
Kannski sendi ég einhverntímann myndir 