Ég ætla að gera eins og Catgirl bað mig um að gera í svörum við greininni “Ræktunar menn ársins tilnefndir!”

Þetta er því endurtekin póstun á því sem á eftir fylgir:



Gætu allir ef til vill komið með lýsinguna á sínum drauma reiðhesti hér? Sagt hvað þeim þykir mest varið í og hvað minnst. Hvernig litt hrossið ætti að vera, útaf hvaða kyni/hesti/hryssu….. Bara allt sem ykkur finnst máli skipta!

Ég byrja.

Minn draumahestur væri fjörmikil, stökkgefinn klár. Fjórgangshestur sem hefði mikla yfirferð á brokki og sæmilegt tölt. Stökkið yrði að vera þróttmikið og hratt. Hann mætti mjög gjarnan vera laus við kergju. Liturinn skipti mig ekki miklu, svo lengi sem hann væri ekki “venjulega” rauður, jarpur eða brúnn. Mig hefur lengi langað í ljósmoldóttan klár eða svartlitföróttan. Hvítfextur, dumbrauður, stjörnóttur væri heldur ekki afleitt. Ættin………..ættin?!?!? En helzt af öllu ætti hann að vera gæludýr, eins og klárinn minn er!