Jæja á föstudaginn síðasta var hin árlega uppskeruhátíð hestamanna á Broadway. Þar voru útnefndir 5 knapar ársins og ræktunarmenn ársins.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

Hrossaræktendur ársins:
Anna Sigurðardóttir og Páll Bjarki Pálsson á Flugumýri II í Skagafirði.

Fimm knapar ársins:
Sigurður Sigurðarson, gæðingaknapi ársins.
Þórður Þorgeirsson, kynbótaknapi.
Logi Laxdal kappreiðaknapi.
Vignir Jónasson íþróttaknapi.
Berglind Rósa Guðmundsdóttir, valin bjartasta vonin.

Af þessum knöpum var svo Vignir Jónasson valinn knapi ársins.

Jæja mér finnst þetta nokkuð gott val og óska bara öllum til hamingju með þetta :-)
(þó ég reyndar efist um að einhverjir af þessum venji komur sínar hingað ;-)