Nú fer að koma að þeim tíma þegar að hross eru tekin í hús og þá er mál að vanda vel til þegar á að járna hrossin.
Löngum var það þannig að íslenskir hestamenn upp til hópa höfðu lítinn metnað í járningum og hófaumhirðu. Því voru hross oft illa járnuð, misstu oft undan og voru jafnvel blóðjárnuð eða með framvaxna og illa snyrta hófa.

Gæta verður fyllsta hreinlætis við járningar, og í hesthúsum verður að setja spæni eða eitthvað á gólfin svo að hesturinn standi ekki í miklum raka.

Gott er að gera ráð fyrir járningakostnaði strax í upphafi, það þarf að járna á uþb 2 mánaða fresti, en þetta er samt alltaf bara miðað við slit hófvöxt og hvernig fóturinn á hrossinu er.
Einnig þarf að taka tillit til þess hvernig hesturinn er til gangs, hvort að hann sé klárgenginn eða skeiðlaginn.
Skeifur eru valdar með sköflum þegar járnað er fyrir veturinn og stundum eru notaðar broddfjaðrir, sérstaklega ef riðið er á ís. En á sumrin er járnað með sléttum skeifum. Framfótaskeifur geta verið þyngri. Þá er verið að þyngja hestinn að framan og er það stundum þægilegt fyrir skeiðlagna hesta, þá eiga þeir auðveldara með brokk og tölt.

Það hefur verið sagt að sjá megi innri manneskju fólks með því að horfa á skóna hjá þeim, því má alveg eins segja að dæma megi hestamann eftir því hve vel hann hugsar um fætur hests eða hesta sinna.
Ef að þið erum ekki handviss um að geta járnað hestinn ykkar vel og vandlega án þess að skaða hann skal kalla til einhvern sem kann vel til, betra er að vera með öryggið ofar öllu. Og einnig skal ekki sparað til við svona hluti, hestamennska er dýrt sport, og maður græðir ekkert nema óánægju og vanliðan hests ef að maður er að spara jafnvel með því að setja undir þá of litlar eða stórar skeifur, eða hálfónýtar.

Sýnum metnað, virðum hrossin okkar :)

Hestakveðja .. Zallý
———————————————–