Glóblesa frá Tunguhálsi I Jæja…þar sem ég er komin í smá pásu frá prófum ákvað ég að lyfta þessu áhugamáli aðeins upp með því að skrifa um mína yndislegu meri, en það er fröken Glóblesa frá Tunguhálsi.

Glóblesa er fædd árið 1997, og verður því 10 vetra núna í sumar (eða varð Sumardaginn fyrsta ef þið viljið hafa það svo “nákvæmt”).
Faðir hennar er hinn kunnugi gæðingur, Smári frá Skagaströnd, sem er undan Safír frá Viðvík og Sneglu frá Skagaströnd.
Móðir hennar, on the other hand, er Gerður frá Skagaströnd sem er undan ónefndum foreldrum á Worldfeng. Verð víst að fara grúska aðeins meira í ættfræðina og hringja í fyrrverandi eigandann og heimta upplýsingar. =)

Glóblesa er rauðblesótt glófext með grásprengt fax og tagl. Til þess að vera mjög nákvæm, þá er hún frekar rauðvindótt, hún er mjög dökk rauð og svo meira að segja álótt. Svo er hún með grásprengt fax og tagl sem lýsist, því lengra sem það verður. Hún er með rosalega sítt fax og toppurinn nær niður fyrir nasir, en talgið er rosalega þykkt og mikið.

Ég fékk að heyra um hana fyrir rúmum tveim árum. Stelpan/konan sem ég er að leigja hjá og er alveg hreint frábær, vissi að ég væri að leita að hesti til kaups. Hún benti mér á þessa meri, en hún sagði að hún hafi frumtamið hana og að frændi hennar ætti hana. Einnig var galli, hún var ekki gangsett.
Ég geymdi þetta bakvið eyrað og hélt áfram að leita, en svo þegar ég fann ekki neitt sem mér leist almennilega á spurði ég meira út í þessa meri sem mér hafði verið sagt frá. Það kom í ljós að hún væri undan gæðingnum Smára frá Skagaströnd og væri hálfsystir tveggja mera sem þessi stelpa átti. Ég ákvað að fá að vita meira um hana og það endaði með því að fékk hana senda í bæinn.

Merin var ótrúlega falleg, andlitsfríð og fasmikil og ég heillaðist strax að henni. En svo byrjaði ég að ríða henni eftir að hafa kynnst henni aðeins á jörðinni og svona. Hún var alveg ótrúlega vinnusöm og hlýðin þegar ég var á jörðinni, það er hins vegar allt annað mál þegar ég var á baki.
Þá vildi hún vera niðri með hausinn eins og eitthver álka og ótrúlega stíf og greinilega bara búin að vera riðin á taumnum eftir að hún fór frá stelpunni sem ég þekkti.
Ég fann strax fyrir connectioni, því við vorum alveg eins í skapinu, óþolinmóðar, frekjur, ákveðnar og næmar og stundum svolítið mikið með hugann við annað…^^

En anyways…ég byrjaði að ríða henni, og var svona nokkurnveginn búin að ákveða að kaupa bykkjuna, en eitthvernveginn fór það aldrei í gang. Hún var afskaplega væn og góð, stillti sig eftir knapanum og ég næstum því sett hvaða óvana krakka sem er á hana. Ég gat leyft henni að bíta fyrir neðan hesthúsið, alveg óbundið og engin hjá henni, ég get legið á bakinu á henni meðan hún er inn í gerði og jafnvel haga líka og hún var bara æðiselg! Æðiselgt geðslag, eflaust komið frá Smára.

Svo ég hafði hana bara áfram og hafði hana í heilann vetur. Þá ætlaði ég að gera mér lítið fyrir og gangsetja álkuna þar sem ég var nú næstum búin að ákveða að kaupa hana.
Og þannig byrjaði The World War III….=)
Nei nei…það er kannski aðeins og mikið sagt, en það voru sviti,tár og gremja sem fylgdi því, út af því að merin var svo klárgeng!
En þetta gekk þó upp og upp undir vorið var hún byrjuð að tölta, en vandamálið var að hún vildi alltaf svo mikið flýta sér og ofreisti sig. Svo tók hún allt og stutt skref því að yfirlína hjá henni var ekki rétt og þannig varð hún stíf í kjaftinum eins og hún væri gjörsamlega tilfinningalaus þar.
Þó er maður alltaf vitrari eftir á og ég gerði mér ekki grein fyrir yfirlínuvandamálinu.
Ég fór svo í sveit um sumarið og fékk að hafa hana með mér. Við urðum svo heppnar að fá að fara í mánaðarhestaferð, alla leið í Skagafjörð frá Þingvöllum og til baka. Áætlunin var að vera á Landsmóti Hestamanna yfir aðalhelgina og hafa gaman, ásamt því að gefa hestunum 4 daga frí áður en haldið væri aftur heim.
Um sumarið eignaðist ég hana formlega. Hitti karlinn og staðgreiddi honum 230 þúsund krónur fyrir merina. Það var 30 júní 2006. *Bless fermingarpeningar!*

En þó var og er hún þess virði…;)
Svo kom hún inn í desember og ég var ennþá hjá þessari stelpu sem sagði mér frá merinni og hún er búin að hjálpa mér helling með Glóblesu mína.
Það koma svo seinna í ljós að það væri vandamál með yfirlínuna hjá henni.
Þ.e.a.s. að hún notaði bakið og hálsinn ekki rétt. Hún ofreisti sig og fór með bakið niður, og það gerði það að verkum að bumban á henni var allt of mikið niður, hún náði ekki fótunum inn undir sig og fór því fljótlega alltaf að flandra út í loftið eftir smá tíma á tölti. Þetta var bara allt of erfitt fyrir hana….Einnig varð hún hræðilega stíf í kjaftinum og maður réð varla við hana á töltinu. Samt ósköp næm og yndislega á öllum öðrum gangi.
Því fór ég að vinna í Bónus og fékk eitthvað upp í því, enda jólavertíðin.
Þá var ég komin með pening og allur þessi peningur átti að fara í einkatíma fyrir hrossið og mig. Við hringdum því í Róbert Petersen og hann kenndi mér ýmisar æfingar og bara ótrúlegt hvað merin er búin að breytast!
Hún er byrjuð að vera með hausinn í lóði, ekki eins og álka alltaf og er byrjuð að tölta eðlilega. Hún á það þó til að vilja fara fara hraðar og því þarf að halda rosalega vel við hana, án þess að nota tauminn of mikið…Því þá er ég búin að missa hana…=/
En þetta er ótrúlegt hversu miklum árangri maður getur náð með því að sækja í þessar nútíma tamninga- og þjálfunaraðferðir.
Mæli eindregið með því ;)

En nú er þetta að mestu leyti komi hjá mér þó ég geti sagt frá miklu meira, en þetta er gott í bili ;)

Endilega reyna lífka aðeins upp á þetta áhugamál =)