Já, smá forvitni. Hvernig eru kannski ykkar hestar? Töltarar, Brokkarar, Skeiðarar eða eitthvað þannig.
Hvernig á litinn eru þeir og hve gamlir eru þeir?

Ykkur finnst þetta kannski skrítinn grein en eitthvað þarf til að rífa upp þetta áhugamál.
Mínir hestar, ja, það er ekki beint að lýsa hvort þeir séu góðir þegar maður situr þeim, ég hef aldrei sitið þá.

Fengur, 5 vetra rauðskjóttur hestur sem ég á, ég fer á bak honum í vetur og mér hlakkar ofsalega mikið til. Hann er lýka svo gæfur þegar maður er að klappa honum. Pabbi hefur riðið honum þegar hann var að temja hann og sá tölti maður!

Annars er hinn hesturinn minn hann Sproti ekki reiðfær strax, hann fæddist bar núna í vor, hann er brúnn með hvíta stjörnu, undan brúnni meri en faðir er Orion frá Litla-Bergi.

Eins og ég sagði áðan er þetta bar forvitni í mér en það er gaman ef maður fengi kannski lýsingu á ykkar hestum.