Hrekkir og ekki hrekkir það vill svo til að klárinn minn er nýlega komin úr tamningu og ég hef ekki geta farið mikið á bak þar sem ég er í Reykjarvíkini og hann úti á landi, ég fór seinast á hann fyrir 1 viku en var búin að fara á hann nokkrum sinnum áður og allt í lagi hvorki hrekkir né kergja.
Þar sem hann er rosalega skapvondur og vildi ekkert hlíða mér eins og ég vildi svo hann var bara á einhverju hægu og asnalegu lull tölti en hélt samt sem áður áfram en þegar komið var að þar sem hinir hestarnir okkar eru áhvað hann var að byrja með einhverja rosa kergju sem mér líkaði ekki neitt rosalega vel við og reyndi þar að leiðandi að gera allt sem ég gat, var með písk og notaði hann en hann vildi samt sem áður ekki hlíða sneri sér bara í hringi og stökk alltaf útaf veginum og lyfti sér upp á framan enn ekki það mikið að hann prjónaði og var ég næstum því búin að datta og áhvað því mamma að setja hann í taum og teyma hann frá hinum hestunum og gekk það rosa vel.
Ekki leið á löngu að það kom að afleggjara út í móa þar sem hann vara vanur að vera áður en hann fór í tamningu og byrjuðu þá lætin aftur og náði hann því að henda mér á baki svo ég var ekki sátt, stóðu upp og fór svo beint á bak aftur og reið að hliðinu.
Þegar haldið var áfram var allt í lagi nema það að hann vildi ekki fara hægt og þurfti ég því að halda alveg rosalega vel við hann og ekki leið á löngu að kergjan og hrekkirnir byrjuðu aftur og datt ég því af baki aftur en ekki var ég ánægð með það heldur stóð því upp og fór aftur á bak og reið áfram en alltaf var hann að reyna að henda mér af baki.
Þegar heim var haldið var hann orðin svo þreyttur að hann hafði ekki orku í það að vera alltaf að reyna að henda mér af baki svo hann var bara rosalega góður og hélt bara áfram. Þegar heim var komið tók ég af honum og leifði honum bara að vera úti með hinum hestunum og svo þegar ég fór aftur upp í sveit til að láta þá inn þá vildi hann bara alls ekki koma til mín seim var fremur óvenjulegt þar sem hann hefur verið heimalingurinn minn frá því hann var 3 mánaða og hefur alltaf komið til mín þegar ég kallar á hann. En sem betur fer var hann ekki fúll við mig dagin eftir en því miður hafði ég ekki tíma til þess að fara á bak þá þar sem ég þurfti að drífa mig aftur í Reykjarvíkina.

Þar sem mér fynnst ekki vera neitt rosalega mikið af umræðum þessa dagana á /hestar ávað ég að setja þessa reynslu mína af klárnum mínum sem er bara nýlega komin úr tamningu, væri æðinslegt að fá sögur frá ykkur um ykka hesta. Væri líka æðinslegt að fá einhver ráð frá ykkur hvernig ég get náð þessari kergju úr honum.
The carazed lesbian!