Ég byrjaði óvenjusnemma á hestbaki að mínu mati. Ég hef verið hestamaður frá því ég man eftir mér. Pabbi er náttúrulega hesta maður í húð og ár og fór með mig fyrst á hestbak 10-11 mánaða. Ég man ég var aðeins 2-3 ára þegar ég var farinn að ríða sjálfur með taum sem pabbi hélt reyndar í og var 5 ára þegar ég fór að ríða sjálfur án taums. Ég hef átt skondna sögu sem hestamaður og meðal annars lent í alvarlegu slysi. En ég ætla renna í gegnum mína helstu reynslu sem hestamaður hérna.

6-9 ára : Ég eignaðist minn fyrsta hest sem hét Kveikur. Hann var brúnn og var 7 vetra þegar ég fékk gripinn. Það var alltaf rosalegur kraftur í honum og mjög skemmtilegur klár. Ég skipti reyndar við pabba á Kveiki og rauðu 6 vetra folaldi 1 ári seinna. Ég hef verið um 8 árið þá. Sá hestur er ný farinn frá mér eða um hálft ár síðan ég seldi hann. Hann var nefndur Halifax,
hann var rauður með stjörnu í snoppunni og var með kónganef. Hann var frekar latur hestur, eins og mér var ekki sama á þeim tíma þegar hann var sem latastur ég eina sem ég vildi var að eiga hest til að fara á hestbak á. En reyndar 1 og hálfu ári áður en ég seldi hann var ég orðinn pirraður á því hversu latur hann var. Ég byrjaði á því að venja mig að nota písk á hann sem virkaði og á endanum þurfti ég ekki þess lengur, enda var ég orðinn feikna ánægður með klárinn sem var búinn að taka feikna miklum framförum.

10-12 ára : Þessi ár skildu ör eftir sig. Einn veturinn man ekki hvað ég var nákvæmlega gamall en ég var svona 11-12 ára. Það var brjálað veður úti mikill bylur snjór og leiðindi 30 m/sek. Þá ákvöðum við pabbi að fara í smá túr bara rétt um hverfið. Ég náttúrulega vitlaus eins og ég var að fara með pabba. Ég fór á Jökull sem var grár hestur sem pabbi átti. Við héldum af stað Jökull var orðinn pirraður og óþolinnmóður við að komast heim í hesthús. Þegar við vorum á heimleið tekur hann þennan þvílíka sprett, ég fann að hnakkurinn var farinn að losna hann rann svolítið til vinstri ég horfði á þetta járn nálgast mér hratt. Ég vaknaði uppá sjúkrahúsinu þar sem pabbi hefði farið með mig þetta var allt eins og þetta hafði verið draumur, nei martröð. Þar sem Jökull hafði hlaupið með mig á ljósastaur, auðvitað var ég með hjálm nema ég var svo heppinn (eða þannig) að ég lenti með kinnina, kinnbeinið og allt heila dótið á staurnum og þar sem hjálmurinn kom engum vörnum við var ég illa farinn. Ég braut í mér einhver bein sem tóku u.þ.b. eitt ár að gróa ég var eins og freaking Frankinstein í nokkra mánuði ég var bara heppinn að missa ekki sjónina.

13-15 ára : Á þessu árum hafa verið mikið um hestakaup. Pabbi byrjaði á því að segja við mig að hann ætlaði bara að eiga 3 hesta, ég bara hmm auðvitað getur þú það faðir. Hann byrjaði á að selja og átti 3 hesta en ekki leið á löngu að hann var búinn að bæta við 2 hestum. Svo kemur 6 og 7 hesturinn. Hann á núna 1 meri sem gengur með folald, 2 trippi, og 3 hesta. Ég keypti minn besta hest hingað til. Hann er bleikálóttur 8 vetra og er þvílíkur. Hann er með rosalegan vilja og er samt sem áður ótrúlega léttur á taumi. Hann er með allar 5 gangtegundirnar og er mjúkur á öllum. Hann er algjör töltari og vill helst vera á tölti yfir grýtta jörð en á brokki.

Ég hef náttúrulega farið í margar hestaferðir t.d. hef ég farið í 5 eða 6 smalaferðir sem ég hef verið að smala bæði kindum og hrossum. Farið 1 sinni í ferð upp á Vigdísarvelli og 1 ferð sem við byrjuðum í Mosfellsbæ og enduðu einhverstaðar fyrir norðan og svo í sumar þegar við fórum frá Mosfellsbæ og uppá Þingvelli.

Þetta er bara svona helsta úr minni reynslusögu sem hestamaður. Ég kem með til að koma með aðra grein um hestana mína og þar sem ég ætla að vera svolítið active á þessu áhugamáli

Takk fyrir mig

Kveðja Laff1