Óhöpp Óhöpp í hestamensku.

Ég ætla að skrifa hérna þau helstu óhöpp sem hafa komið fyrir mig í hestamensku.

Árið 2005.

1.Þetta ár gerðis ekkert mikið. Datt aldrei af baki þetta ár, en óhöpp, já.
Eitt sinn þegar ég og fleiri vorum á leið í útreiðartúr uppi í sveitinni. Ég var
að fara að ná í hrossin sem ég átti að vera með, þá vantaði eitt hross. Galdur vantaði. Ég sá að hurðin af fjárhúsinu var opinn og ég fór þangað. Galdur var þar ég fór inn og ætlaði að láta hann bakka út úr fjárhúsinu. Ég vissi ef hesturinn myndi missa stjórn á sér og brjálast gætu spýturnar brotnan undir honum og hann dottið ofaní. Ég var að fara að láta hann bakka þegar spýturnar gáfu sig. Galdur datt með báðar aftur fætur ofaní. Ég reyndi að róa hann, hrossið var tryllt. Ég gat ekkert gert. Eftir smá stund kom vinnur minn inn tók í múlinn á hestinum náði svo eitthvern væginn að ná Galdri upp úr þessu. Galdur slapp ómeiddur úr þessu, en með smá sár á lærinu. Hann frýsaði glaður þegar hann komst út.

2.Þegar ég og vinkona mín vorum í útreiðartúr í sumarbústaða hverfinu í sveitinni. Og vorum soldið nálagt kríuvarpi, en þó nokkur vegalengd á milli. Við vissum alveg að maður má ekki koma nálagt kríuvarpinu (Það mátti ekki, enda var búið að láta skilti og búið að girða kringum það). En þegar við vorum á ströndinni trylltust allar kríunar og fóru að dífa sér svona niður að manni. Ég var ekki á hestinum en vinkona mín var á sínum og tók strax á rás. Ég fór á hestinn og hann fór strax á stað þrátt fyrir að ég hafi ekki gefið neina skipun, þannig ég var alveg óviðbúinn og missti ístöðin og hesturinn snarstoppaði allt í einu. Þannig ég skaust af hnakknum, ég hélt utanum hálsinn á hestinum þannig ég datt reyndar ekki af baki. Ég meina þetta, ég lenti á fótunum beint fyrir framan hestinn. Enda hafði ég haldið utanum hálsinn á hestinum…

3. Þetta gerðist ekki fyrir mig. Ég og vinkona mín vorum að smala, heimasmöllun. Ég var á Faxa og hún var á Blængi, hesturinn minn. Þegar ég var komin á túnið sá ég að enginn kom á móti mér og ég bara byrjaði að smala. Þegar ég kom upp á litla hæð sá ég vinkonu mína liggja þarna aðeins lengra og Blængur hlaupandi í burtu ég fór á harðastökki til hennar. Hún var grátandi, hún hafði dottið af hestinum þegar hún missti stjórn á honum og hann hafði farið á harðastökki niður brekku þarna aðeins í burtu. Já, hesturinn minn er algjör viljagarpur… Þegar ég náði í Blæng var hann klikk. Hann frýsaði eins og brjálæðingur. Þegar ég var búin að smala ein og komin heim að bæ setti ég Blæng inn á tún með Gamla Rauði. Þegar ég var að taka hnakkin af Faxa sá ég að Blængur lét eitthvað skringilega, sá ég að hann var að fara að taka tilhlaup að grindverkinu og sleppti Faxa og hljóp eins hratt og ég gat til að vera fyrir hestinum, en ég var of sein. Hesturinn “flaug” yfir grindverkið. Hann lét nákvælega eins og eitthver villtur stóðhestur sem verið er að reyna ná. Þegar allir sem voru á sveitabænum voru komin og reyndu að umkringja hann, en hann náði að komast í burtu þarna. Þegar hann stóð þarna á veginum reyndi ég að ná honum ég rétt svo náði taki á múlnum sem hann var með. Éh held bara að hesturinn hafi verið í sjokki allan þennan dag. Veit ekkert hvað amaði að honum..

4. Ég var ný búinn að ná Elskunni sem hafði stökkið yfir grinverkið þar sem hann hafði verið. Hann var mjög æstur. Langaði greinilega aftur til vina sinna sem voru á túninu. Hann dró mig nærum því að hliðinu sem gekk að túninu. Það hafði verið bundið hnút, þannig ég byrjaði að reyna leysa þennan hnút. Elskann var greinilega óþolimóður. Því eftir smá stund, var hann sjálfur komið sér á túnið, hann togaði mig nærum því með sér. Hann hafði stökkið yfir hliðið án þess að taka tilhlaup, hliðina á mér. Og hliðið er svona sirka metri á hæð. Þessi hestur stekkur yfir allt sem er fyrir honum. Þetta var ekkert óhapp, langaði bara að skrifa þetta hérna:P

5. Við vorum á leiðinni eitthvert með hestanna á bænum. Og ég var búin að beisla 4 hesta. Njál, Galdur, Faxa og Ellaskjóna. Ég vissi að Njál gæti prjónað þegar maður heldur í hann. Ég var komin þar sem hestakeyran var. Hestarnir voru soldið æstir. Þegar búið var að láta Faxa og Galdur inn í hestakeyruna og það var verið að láta Galdur inn tryllist allt í einu Njál þegar verið er að fara láta hann inn í hestakeyruna. Hann sleppur frá þeim og ég ná taki á taumnum sem er við múlin hans Njáls. Þegar ég næ taumnum og Njáll kemst ekkert lengra byrjað að að prjóna. Ef ég hafði ekki fært mig hafði Njáll prjónað á mig. Eða þið vitið ábygilega hvað ég meina. Kann ekki að útskýra

6. (Þegar ég hef verið bitinn af hestum)
Ég var oft bitinn árið 2005. Greinilega eitthvað gómsæt þá.. ? humm..
1. Ég var að ná í Galdur í hesthúsið þegar ég var búin að beisla hann, beit hann mig allt í einu í lærið. Ég fékk marblæt.. Áii.
2. Hérna var það aftir Galdur sem beit mig, í hendina, En sá óþokki!!
3. Já, ég var að gefa hey í vetrarhaganum og þá beit eitthver hestur mig. Veit ekkert hver. Eins og hesturinn hafði hlupið í burtu ??
4. Hestur beit mig í Húsdýragarðinum… Var á eitthverjaði skeimtun..
5. Svo var einu sinni bitið mig í puttan en mann ekki hver eða hvar.. :P

Hérna eru helstu óhöpp sem gerðust fyrir mig eða í návist minni. Árið 2005. Geri seinna árið 2006. Þegar það er liðið.

P.s myndin er frá því þegar Elskann hafði hoppað yfir grindverkið og langar að komast aftur yfir.(númer 4) Elskan er þessi rauði. Tvistur er þessi brúnskjótti
— Lilje