Mér datt í hug í framhaldi af korknum mínum af fólk gæti tekið mini-greinaátak ( ef að stjórnendurnir eru sáttir við það ? :P) og skrifað um reynslu sína af hestum .. skemmtilegar ferðir, föll, upplifanir, góða hesta eða bara hvað sem er.. ? :)

Allavegana.. ég ætla að starta þessu og skrifa um skemmtileg föll .. ;) :::
,,Þú ert ekki orðinn alvöru hestamaður fyrren þú hefur dottið sjö sinnum af baki”

Hefur einhver heyrt þetta áður? Allavegna þá hefur þetta verið sagt við mig nokkuð oft.. afi minn sagði þetta alltaf við mig.. og þessu ,,takmarki” náði ég núna síðastliðið sumar… Tel mig vera orðin nokkuð sjóaða í þessum málum og samkvæmt mínum talningum þá eru komin 11 ,,alvöru” föll í pottinn. [ Þá er ég að meina þar sem að ég hef beinlínis flogið af baki og ekki skotið mér sjálf.. :)]
Eftirminnilegasta fallið er nú samt án efa í það skipti sem mér var hent út í á! Það var semsagt þannig að ég var í sleppiferð í síðastliðnum júní með fjöldskyldunni minni, systur mömmu og fjölskyldu hennar og ásamt fleira fólki en við vorum í heildina um 20 manns. Ég var búin að vera að ríða á mínum hestum alla leiðina, en þegar við vorum komin í Mosfellsdalinn var mér var boðið að prófa 11 vetra meri sem pabbi hafði haft augastað á. Ég allavegana slæ til og ríð af stað. Hún var búin að vera frekar erfið í taumi í þennan ca hálftíma sem ég hafði verið á henni .. en ég hafði farið á hana og vissi að hún lét ekki alveg eins og hún átti að vera. Hryssan fer nú bara að versna og versna og ég verð að játa að ég var nú orðin svolítið smeik.. hún var farin að rjúka sem ekki mjög hentugt í stórum hóp þar sem eru bæði börn, vanir og óvanir. Ég semsagt missi nánast alla stjórn á henni og reyni að beyja henni í hring og reyna að hægja á henni.. en hún grípur bara tækifærið, fer útí ánna og henti mér af! Þetta er nú kannski engin brjáluð á, en mín datt oní beint á rassinn :’) .. ég hlæ af þessu núna en ég viðurkenni fúslega að mig langaði mest að senda helv* merinni í sláturhús… :P
Hin skiptin hafa nú líka alveg verið ágætlega skrautleg.. Ég var eitt sinn að prófa hest hjá systur mömmu. Ég fór á honum inní gerði en það fór nú bara ekki betur enn svo að hann byrjar að prjóna og ég flýg af og lendi á gerði sem hafði verið soðið saman úr stórum járn-rörum.. en ég endaði semsagt marin frá mjöðm og niður á hné.
Í eitt skiptið var ég að kíkja á hrossin á sumarbeit og ákvað að skella mér á berbakt með ekkert nema stallmúl.. ég treysti þessum hesti meira en allt þannig að ég bjóst ekki við neinu svakalegu.. nema hvað þá rýkur allt stóðið af stað og minn á eftir á harðastökki yfir heilt tún en ég náði að halda mér á.. allt í lagi með mig fyrir utan smá adrenalín-kick.. en svo rjúka þeir aftur af stað og ég ekki alveg viðbúin, ég var semsagt að fara að renna mér af en þá fór hesturinn aftur af stað og ég flýg af.. Svo hafa auðvitað allskyns kollhnísar og skemmtilegheit komið fyrir..
Ég ætla nú samt að taka það fram að ég hef aldrei nokkurn tíman slasað mig að öðru leyti en marblettir, einstaka skráma og frekar mikið sært stolt ..:’)

Koma svo ! upp með áhugamálið! ^^