Ýmsar staðreyndir um hesta ;o) Hér eru nokkrar staðreyndir um hesta sem ég tók saman ;) Njótið vel!


-Hestar fæðast tannlausir, fá “folaldatennur” á fyrstu mánuðunum en missa þær 5-6 vetra og fá “fullorðins”tennur líkt og mennirnir.

- Hestar, ásamt fílum, sofa einna styst af spendýrum eða um 3-4 klst á sólarhring.

-Íslenski hesturinn er ættaður frá Noregi og á þaðan rætur sínar að rekja til Mongólíu.

-Íslenski hesturinn er ekki eini hesturinn í heiminum sem hefur tölt þó hann sé frægastur fyrir það, tæplega helmingur norðurnorska hestakynsins geta tölt þó það sé ekki æft í þeim. Einnig hefur mongólski hesturinn einhverja tegund af tölti, sem og Pasofino hesturinn í S-Ameríku og líklega fleiri tegundir.

-Meðgöngutími hryssa getur verið frá 10 og uppí 12 mánuði.

-Talið er að það séu u.þ.b. 750 milljón hestar til í heiminum.

-Hestakyn í heiminum eru um eða yfir 300 talsins að því er talið.

-Stærsta hestakyn í heimi er Enska dráttarhestakynið (English shire) sem er um 2 metrar á herðakamb og vega oft um 950-1100 kg.

-Minnsta hestakyn í heimi er Patagonian Fallabella sem eru svipað stórir og þýskir fjárhundar.

-Folöld af Camargue kyni fæðast alveg svört en verða alveg hvít þegar þau fullorðnast.

-Ekki er hægt að temja sebrahesta vegna þess hve þeir eru óútreiknanlegir og árásargjarnir. Þó eru undantekningar, eitt og eitt tilfelli þar sem hefur tekist þokkalega til.

-Prófað hefur verið að blanda hesti saman við sebrahest og asna, afkvæmi hests og sebrahests er kallað á ensku “zorse” og afkvæmi hests og asna múlasni eða múldýr.

-Hestar nota svipbrigði og andlitshreyfingar til tjáskipta, t.d. setja eyrun aftur og þenja nasirnar oft þegar þeir verða reiðir.

-Nýfædd folöld geta byggingarlega séð ekki bitið gras því fætur þeirra eru of langir til að þeir nái niður með hausinn, enda eru fætur nýfædds folalds 90% af stærð fullvaxinna hestafóta.

-Nýfædd folöld geta staðið í lappirnar á innan við klst frá því þau fæðast og haldið í við fullorðinn hest á ferð eftir innan við 24 klst undir venjulegum kringumstæðum.

-Það tekur meri 15-60 mínútur að kasta folaldi undir venjulegum kringumstæðum. Þær kasta oftast að næturlagi og helst ekki ef einhver er að fylgjast með.

-Elsti hestur sem vitað er um er hann “Old Billy” sem bjó á Englandi og varð 62 ára gamall!

-Þegar maður talar við hest þá greina þeir frekar tóninn heldur en einstök orð.

-Hestar hafa 2 “blinda bletti”, annar er beint fyrir aftan þá og hinn beint fyrir framan þá.

-Meðalþyngd á hjarta hests er rúmlega 5 kg (10 pund), það er næstum jafn þungt og meðalhöfuð á hesti sem er ca 5,5 kg (11,84 pund).

-Hestar eyða meiri orku þegar þeir liggja heldur en þegar þeir standa.

-Hestar geta ekki gubbað.

-Hestar geta ekki andað gegnum munninn.

-Hestar hafa mjög gott minni, þannig að þeir hestar sem hafa umgengist sömu manneskjuna mikið muna mjög líklega alltaf eftir henni.

-Maður brennir fleiri kaloríum á hestbaki en í keilu ;)

Vona að þið hafið haft gaman að þessu, það var alla vega margt af þessu sem kom mér á óvart þegar ég sá það fyrst :)