Áföll í hestamennskunni.. Með áföllum á ég við alskyns óhöppum,

-það getur verið að detta af baki,
-það getur verið fráfall miklis hestamanns eða gæðings,
-það getur verið veikindi hestanna í kringum okkur,
-það getur verið eitthvað þessara slysa sem hafa orðið í gegnum tíðina,
-það getur verið vandræðalegt móment,
-það getur yfir höfuð í fáum orðum verið hvað það sem hefur staðið í vegi okkar eða annara í hestamennskunni, allar hindrannir sem við höfum yfirstigið eða stöndum frammi fyrir.



Þar sem það vantar einhverja umræðu hérna, þá ætla ég að segja frá nokkrum af mínum áföllum í hestamennsku minni síðastliðin 3 ár. En ég lít svoleiðis á það að ég hafi ekki byrjað almennilega í hestmennskuni fyrr, nokkur námskeið eða farið á bak einu sinni og einu sinni flokka ég ekki sem mikla hestamennsku á miðað við þann tíma sem ég hef haft með mínum hestum.

Svo væri gaman að heyra sögur frá ykkur ;)

Fyrsta áfallið var að sjálfsögðu fyrsta fallið, en það er svo stutt síðan ég sagði frá því hérna í grein að ég sleppi því bara úr núna…

Skömmu eftir það fór hesturinn minn á hús yfir veturinn, kallinn sem fékk hann lánaðan sagðist ætla að nota hann en klárinn stóð meira og minna allan veturinn á lélegu heyi og ég fékk varla að koma inn og sjá hann. Kallinn lét svo konuna sína á bak, án þess að spyrja kóng né prest, sem endaði með því að ÓÞokkinn minn fékk nóg og hennti henni af, það er samt vafa mál hvort það hafi verið í íllsku eða ekki, hann rauk svo með kallinn þegar hann fór á bak og eftir þetta gat verið vanda mál að komast á bak á honum…

Þegar ég fékk hestinn aftir var hann gjörsamlega óreiðfær prjónaði bara og snéri, ég var of óvön þá til að geta brugðist rétt við, ekki gott mál þar, svo var hann járnaður upp og sá sem járnaði hann stökk á bak á honum þegar ég þorði því ekki. Fór smá hring og sagði að endingu að það hefði komið honum verulega á óvart hversu mikill hestur þetta reyndist vera, hann hafði búist við algerri barnatrunntu.. En eftir þetta var hesturinn næstum sjálfum sér líkur aftur. Fyrir utan það að hann stóð aldrei kyrr þegar ég var að fara á bak.

Svo komu smalamennskur, þar voru tvær manneskujur að reyna að halda honum þegar ég fór á bak en það gekk samt illa og klárinn bara rauk, var svo fínn á ferðinni en prjónaði bara út í eitt ef ég þurfti að stoppa, hluti þessarar smalamennsku var 2 klst bið =S En hann náði mér allavega ekki af sér..

Næsta vetur var ég sjálf með hann hjá mér, en fyrstu reiðtúrarnir þar voru oft ævintýri líkastir, fyrst þegar hann sökk aðeins í snjónum og prjónaði og snéri, tók harða stökkið heim á við, en ég náði að stoppa hann. Svo mættum við stórum flutningabíl við veginn og það var rokið af stað heim en aftur náði ég að stoppa hann eftir nokkur hundruð metra.. Í sama reiðtúr var erfitt að komast fyrir snjó að hliði framhjá rúlluhliði, sem virtist fullt af snjó sá sem var með mér áhvað að fara þar yfir, enda hafði merin hans næstum gefist upp í skaflinum, merin misti tvo fætur ofan í en fyrir kraftaverk náði hún fótunum ósödduð uppúr. En ég ætlaði að komast í hliðið, en þá kom þessi flutningabíll og Óþokkinn minn tók ákvörðun hann fór yfir rúlluhliðið á örskammri stundu misti aðeins einn fót ofan í en aftur eins og fyrir kraftaverk komst hann heill frá þessu.

Fyrsta ferðin inn á völl endaði í tveggja hesta kappreiðum á harðastökki þar sem legið var nánast á hliðinni í beygjunum en hin stelpan náði að stoppa hestinn sinn og þá var ekert mál að ná valdi á mínum gamla.

Svo var farið að reyna að teima, allt gekk vel inni í gerði en utan þess barði hesturinn tryppið sundur og saman. Seina tók ég hann þreyttan eftir reiðtúr og til að geta haft stjón á hestinum var tryppið sett á teimingargjörð, en þá fyrst byrjuðu lætin, þvíumlíkri roku hef ég aldrei kynnst, ótrúlegt að vita til þess að tryppið fylgdi eftir, þegar við nálguðumst spottana á vellinum bjargaði það málunum að tryppið tók í og hesturinn hægði nóg niður til að ég gæti snúið honum heim, eftir nokkuð marga hringi fyrir framan hesthúsið en á stökki kallaði ég til fólks þarna að reyna að stoppa hestinn það eina sem komst að hjá mér þarna var að hann myndi líklega drepa tryppið með þessum látum! Síðan þá teimdi ég ekki á ÓÞokkanum mínum, það var ekki séns.

Svo var farið að fara á bak, eingöngu í taumi, á tryppinu sem er hann Strákur minn frá Miklabæ, en stelpan sem hélt honum sleppti sem endaði með hálfgerðum ródio stungum(ótemjureiðar stungur, enda hesturinn lítið taminn) eftir gerðinu og alvöru ródio stungu við gerðið þegar hrossið loks sá gerðið í innan við hálfs meters fjarlægð, þar sem ég var nú ekki vön svona stungum þá flaug ég framm á hálsinn á folanum og missti ístöðin þegar alvöru stungan kom, svo þegar hann nálgðist aðra hlið á gerðinu tók ég ákvörðun og stökk… Eftir þetta fékk ég eingöngu vant fólk til að hjálpa mér og hlustaði ekki á viðvaninga sem sögðust treysta sér í þetta, gat bara ekki tekið áhættuna með svona lítið tamið hross.

Svo fór ÓÞokki að horast niður og ekkert gekk, hann var settur á tvöfalda gjöf en ekkert gekk hesturnn leit verr út með hverjum deginum, svo fékk ég fóðurbætinn þrótt og þetta skánaði talvert. En eftir það mátti sá gamli ekki missa þrjá daga úr reið því þá var það bara heill reiðtúr í roku, fóðurbætirinn fór svo í hausinn á honum. Svo múkkaðist klárinn, heltist í framhaldi af því í þrjár vikur var það mismunandi hver löppin það var sem hann haltraði á. En dýralæknirinn harð bannaði mér að taka hann af fóðurbætinum enda hefði hann ekki þolað það, en ég skipti svo yfir í Hnokka að lokum.

Þrem vikum seinna fór ég á bak aftur, hesturinn var fínn í gerðinu en þegar út var komið var rokið, svo ég tók hann í sveigjustopp, en þá setti hlárinn upp krippu og skvetti uppúr svegjustoppinu og hentist með fram lappirnar ofan í skurð, þar sem ég bjóst aldrei við svona truntu skap af ÓÞokka þá flaug ég af, rúllaði niður skurðinn og sá alveg lúkkið á hestinum “þarna sérðu ég ræð enþá!” En hann má eiga það að hann stóð kyrr, ég fór aftur á bak og beint inná völl, nokkrir hringir í roku en svo var hesturinn farinn að hlýða og ég skilaði honum inn, þá kom í ljós að hesturinn hafð verið bitinn illa, undir hökunni og nasamúllinn farið í sárið, ekki skrítið að klárinn hafi verið fúll. Þann sama dag datt ég af öðrum hesti sem snarstoppaði útaf einhverju sem hann sá framundan sér, ekki honum að kenna en samt sjokk, þar sem þetta var nú alger ljúflingur og oftast algerlega traustur, nema ef maður ætlaði einn frá húsi, þá var hann bara körg trunnta…

Svo var það Strákur minn, sem fékk einhvern alvarlegan leiða á stalli, hann fór að stökva hálfur upp í jötu, svo mikil fótalyfta á honum að hann stóð í 3 lappir og vippaði þeirri fjórðu upp í jötu! En einn daginn þegar ég var ekki á staðnum festinst hann í jötunni, djöflaðist um til að losa sig braut sig inn í stallinn hjá næsta hesti, ÓÞokka sat þannig fastur og að sögn þeirra sem komu að honum hefði hann verið dáinn ef þeir hefðu komið um 2-3 tímum seinna! En þeir náðu að losa hann og hann gekk af stað óhaltur þegar út var komið…

En svo kom að fyrsta reiðtúrnum á folanum, sá reiðtúr var ótrúlegur, ekkert áfall í sjálfu sér, en fólkið sem var með mér fór útí vatnið þarna og ég varð bara að elta á lítið tömdum folanum, og ekki bætti það úr skák að ég er sjúklega vatnshrædd, panicaði aæveg en folinn reyndist alveg traustur og ég treysti honum 100% eftir þetta á leiðinni heim ótrúlegt að geta treyst á svona ungann og óreyndan hest, sérstaklega minnug ótemjureiðarinnar innan við mánuði áður…

En tveim dögum seinna var hann haltur, eitthvað sem virtist vera í mjöðminni, ég panicaði gjörsamlega, hafði ég ofgert honum? Voru þetta meiðsli frá því hann festist á stallinum? En að lokum þegar bólgan kom í ljós varð það nokkuð öruggt að hann hafði verið sleginn illa.

ÓÞokki hélt áfram að horast niður, hægt en samt greinilega, við vorum nánast skilduð á Íþróttamót í Hólminum, út frá reiðnámskeiði sem við vorum á yfir veturinn, við kepptum að lokum, klárinn enganvegin uppá sitt besta hneggjandi inná velli varla sýningarhæfur og svo var sleppt út…

Svo fékk ég að heyra fréttirnar, Stráksi var bara 3ja vetra ekki 4ra! En hann var allavega kominn í frí..

Sumarið var frábært, þá fékk ég vinnu á tamningarbúi, vissulega hafði það sína kosti og galla, ÓÞokki fór að basla á stöngunum en þar á móti fór hann að lyfta almennilega, Stráksi töltsettist á hálftíma þegar ég fékk nóg af öllum trunntunum þar og sótti folann minn, en hann sýndi það og sannaði að hann ætlar að verða alger vilja sprengja eykur viljan með hverju skiptinu sem farið var á hann, en er að fara í tamningu núna eftir áramót, til stelpunnar sem ég vann hjá í sumar, hans verður saknað ;)

Smalamennskurnar voru fínar, hesturinn datt reyndar í ánna með mig á baki, svo það var pínu kalt, lærði endanlega að prjóna eftir skipun og ég endaði smalamennskurnar með stæl berbakt, það var yndislegt..


En þetta voru öll þau áföll sem ég man eftir í augnablikinu, kem kannski með fleiri seinna, en endilega segiði einhverjar sögur frá ykkur, lengri sögur meiga líka koma inn sem greinar eða korkar, ekki hika við að segja aðeins frá, kinnast aðeins meira ;)
-