Ég ætla að segja frá folaldinu mínu honum Þyti. Svo ég byrji nú á ættinni. Þytur er undan Hnotu frá Vestra-Geldingaholti sem er undan
Nökkva frá Vestra-Geldingaholti svo hún er sem sagt hálf systir Ófeigs frá Þorláksstöðum sem er myndarhestur. En faðir folaldsins er enginn annar en síðasti fyrstu-verðleuna stóðhesturinn undan Ófeigi frá flugumýri, Þyti frá Neðra-Seli sem er í eigu manns frænku minnar sem heitir Finnur ásamt öðrum sem eiga hlut í honum.
Þannig að hann er skildur gæðingnum Keili frá Miðsitju sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég er mjög ánægð með það.

En líf þessa litla folalds byrjaði ekki beint fallega. Hann fæddist þegar sólin var að koma upp og bóndinn á bænum Kirkiferju fór að kíkja til folaldsmeranna og hringdi í pabba minn til að tilkinna honum að merin hans væri köstuð. Þar sem ég átti þetta folald fórum við tvö saman að kíkja hvort það væri ekki bara allt í lagi hjá merinni okkar og að líta greyið augum, en þegar við sáum þau þá var strax hringt í dýralækni því merin var ekki en búinn að losa sig við hildinar og klukkan að ganga 4 að degi til.

Þegar við fórum að skoða þetta nánar héldum við að merin væri að fara að kasta öðru folaldi og svo þegar við kíktum á folaldið héldum við að það væri að deyja því það lá bara og vildi ekki standa upp. Ég gat farið upp að því og klappað því á bakið en þegar það loksins stóð upp sáum við að annar frammfóturinn á greyinu virtist vera lamaður eða eitthvað svo það var annað verk fyrir dýralækninn sem var ekki kominn enþá. Við skutumst aðeins í burtu og þegar við komum aftur hafði merin losað sig við hildinar, sem betur fer.

En svo loksins kom dýralæknirinn og kíkti á folaldið og það komst í ljós að eittnhvað væri að stýritaug sem var uppi í bógnum og dýralæknirinn vafði fótinn fram svo hann stigi í fótinn og dragi hann því ekki á eftir sér og eyðilegði þannig allar sinarnar framan á fætinum. Ég var enn með áhyggjur af því að hann hafði ekki komist nógu fljótt á spena svo ég lá þarna í dágóða stund til að atuga hvort hann færi ekki að sjúga merina, en hann gerði það svo eftir nokkurn tíma og þá var þungu fargi af mér létt því ég hélt fyrst að folaldið mundi deyja. En nú í dag er hann stærstur af folöldunum og efnilegt stóðhestaefni þó svo fyrstu stundirnar hafi ekki verið dans af rósum, en svona er þetta.