Hestaferðin 2006 Þá það nú er ég loksins búin að gera grein um ferðina mína sem ég fór í sumar. Hún var frá 10-16.juni þannig þetta var 7 daga ferð. Þetta var heljarinar stór hringur um Vatnsdal, hálendið og svo endað á ströndinni. Þetta er vinsæl ferð á Hvammi II í Vatnsdal. Haukur sem er bóndi þar fór með hópnum og aðstoðar menn hans. Við vorum öll samtals 14. Við vorum 8 unglingar á aldrinum 13-15 ára. Og 6 fullorðnir. Við vorum með 65-75 hross. Þetta voru allir hörku duglegir ferðahestar en ekki allir kannski jafnt góðir. Engin er eins! En þetta var hin besta ferð. Líka fyrsta ferðin mín. Ég var 13 ára þegar ég fór en er núna 14. Ég var eina sem var allvön, enda búinn að vera í hestamennsku síðan ég vissi að þeir voru til :P. En allir höfðu farið á 4 daga námskeið, þannig allir misvanir. En þessi ferð var frábær upplifun fyrir alla sem í hana fóru. Núna skrifa ég smá um hver einasta dag úr ferðinni.

Fyrsti dagur- Keyrt til Hvammar II.
Þennan dag sat ég í bíl frá Reykjarvíkur alla leið til Hvammar II. Mér fannst þetta taka öld . Svo vildi ég stoppa því mér var svo flökurt þegar við vorum hálfnuð að Hvammi II. Við stoppuðum á eitthverju útsýnis svæði og löppuðum að eitthverjum Gýg. Þarna var allveg frábært útsýni. Þegar við lögðum á stað aftur varð mér aftur flökurt, en þagði nennti ekki að stoppa aftur. Þegar við vorum komin að Hvammi II fóru allir inn og völdu sér rúm og lét farángurinn sin á rúmið. Svo var borðað. Síðan í reiðfötin og skokkað út í hesthús, valið sér hest og farið í stuttan reiðtúr. Þegar reiðtúrin var búinn fóru allir inn að skifta um föt og svo var farið út í fótbolta :D Allir tóku þátt. Allavega við unglingarnir.


Annar dagur- Hvammur II til Kárdalstungu.
Þennan dag fór allt á stað. Ég fékk nýjan hest sem hét Gýjarjarpur. Þetta er bara geðvikt hross. Stóðið var rekið á undan. Við áttum ekki strax að fá að reka né vera á undan. Þegar fyrsta stoppustöð var komin var fengið sér að borða. Og ég var að deyja, mér var svo illt í maganum. En ég vildi halda áfram. Þegar legið var á stað átti ég að vera fyrir framan stóðið og vera svo fyrir vegamótum og passa að hrossin færu rétta leið. Gýgjárjarpur lét eins og asni, prjónaði og skvetti. Hann vildi bara halda áfram… Þegar stóðið var komið framhjá vegamótunum var tekin smá pása. Þegar pásan var búinn átti ég að koma aftur fremst ásamt vinkonu minni. Við áttum að vera fremst og passa ásamt Hauki að hrossin færu ekki að fara framúr okkur. Þetta gekk vel. En svo þegar átti að fara í móa og yfir eitthvera á/skurð tvístraðist stóðið einn hópurinn fór yfir og annar ekki. Ég vissi ekki að þessu og það var sagt okkur að halda áfram. En nú var Haukur horfin og við tvær bara einar eftir með þessi hross á eftir okkur. Við vorum í eitthverji sprungu og það var stormmikil á fyrir hliðin á okkur. Þannig hrossin gátu ekki gert annað en að fylgja. Þegar við vorum komin að hliði stoppuðum við á ákvefum að bíða. Ég fór samt aðeins frá til að standa í veg fyrir að hrossin færu ekki yfir brú sem var yfir þessa storm miklu á. Svo kom hinn hópurinn og allr hitt fólkið.
Svo var tekin aftur smá pása. Svo opnaði Haukur hliðið og fór fremstur með allt stóðið á eftir sér. Það var engin hætta að hrossin færu eitthvert því girðing var báðum megin. Þetta var tún þarna og allir sprettu heim að hlaði Kárdalstungu. Hrossin voru svo geymd í girðingu þar til næsta dag. Svo var borðar og beðið eftir bíl. Þegar bílin var komin fórum við heim a’ Hvammi II og fórum og skoðuðum það sem hægt var að skoða á Hvammi II, kíkt var á eitthverja sniðuga rólu og svo var farið í fótbolta, aftur :D.

Þriðji dagur- Kárdalstunga að Áfanga á Kjölli eða nágrenni.
Þennan dag riðum við og klifum upp hálendið. Á þessum degi gerðist eitt, það byrjaði að snjóa og ég meina að snjóa.. MIKIÐ. Eftir 10 mín var komin snjókúla á hálmunum og hrossin voru komin með “ feld úr snjó “. Við riðum eftir djúpu gili, en þurftum svo að taka okkur krók vegna mikilar drullu og fleiri þess háttar. Ein af okkur hafði farið af baki í þessari drullu og ef hesturinn hafði ekki verið til staðar hafði hún sokkið ofan í skít og drullu. Þannig hesturinn svona bjargaði henni. Það var þannig að hún hélt í beislið á hesinum og hvatti hann áfram þannig hesturinn dró hana nokkurn vegin upp úr öllu þessu.. En eftir það gekk allt vel, nema einn rullaðist af baki. Hesturinn hafði misstegið sig. En þetta var ekkert allvarlegt sagði hann sem datt af baki. Svo var haldið á stað. Þarna gekk allt vel. Alla leið að Áfanga. Áfangi er svona “hótel” eða eitthvað veit ekki allveg. Þar var heita pottur. Mér var enþá illt í maganum og borðaði ekki neit þángað til næsta dag um kafileitið. Semsagt ég held að ég hafi ekki borðað neit í heilan sólarhring. Og það var kjúlingur í matinn en ég vildi ekki.. Þannig ég svona leikjar tölvu.. PsP eða eitthvað og horði á mynd og svo sofnaði ég bara eld snemma. Og já ég fékk hest að nafni Álfadís :P Nærum eins og nikið mitt :P haha….

Fjórði dagur- Áfangi að Dalsmynni
Ég vaknaði fyrst. Ég var að “deyja” Ég fór framúr og skoðaði mig aðeins um. Fór svo bara aftur inn í herbeyrgið og beið þángað til að allir vöknuðu. Ég beið ekkert lengi svo sem. Svo var morgun matur og ég sast við matarborðið en þegar maturinn va borin fram varð mér flökurt og fór fram. Ég sast inn í herbeyrgi og fór að lesa eina bók. Þegar maturinn var búinn vildi ég vera eftir þennan dag. Þannig ég fór ekki á hestbak. Ég og trúsarinn fórum bara að Dalsmynni sem er félagsheimili. Ég fór bara niður í kjallara og var þar að lesa og horfa á spólu. Þegar allir voru komnir var farið í spurningarkeppni og læti :D Þetta var bara gaman.. Svo var borðað.. En ojj hvaða matur var á borðinu. Það vissi ég ekki. Ég fékk mér bara karftöflu og smakkaði það sem var í boði. Þetta var vont. Þetta voru sænskar pulsur eða eitthvað…..

Fimmti dagur- Dalsmynni að Röðli
Ég er bara fúl út í mig eftir að hafa ekki farið þennan dag. Þetta var bara geðvikt sögðu allir. En ég held bara ef ég hafði farið hafði ég bara verið fyrir. Því mér var enþá illt. En þennan dag mann ég bara ekki eftir nennu nema að það hafði aftur verið keyrt heim að Hvammi II og ég hafði hjálpað Lilju í hesthúsinu þótt ég var veik, en ég þurfti að fara að gera eitthvað, ég vildi það sjálf. Og já það er afi Hauks sem á bæinn Röðul.

Stjötti dagur- Röðul að Þingeyrum
Þennan dag var vaknað snemma og haft til nesti og komið sér á stað. Ég var fegin að komast með aftur. Enda besta veðrið hingað til. Sól og blíða. Ég fór aftur á hestin sem ég fékk fyrsta daginn og ég leymdi fá að skrifa hvað hann hét, hann heitir Mósi. Hann er lítil stuppur. En Mjög skeimtilegur, Haukur sagði að hann Mósi kynni ekki að tölta en þar rayndist það ósatt. Hesturinn tölti bara ágætlega en ekki fór hann hratt á því. Ég varð bara aftur úr og leyfi honum því að broka mest alla leiðina. Ég skifti svo um hest og fékk aftur Gýjárjarp. Það var líka eins gott. Því nú vorum við að fara yfir Húnavatn og ég í götótum stígvélum!! Oki.. Ef ég hafði verið á Mósa litla hafði hann farið í gaf. Og ekki vil ég það í þessum götótu stígvélum! En það var allveg frábært að fara yfir þetta vatn. Öldugangur og gaman. Öldurnar fóru nærum yfir mann þannig þap hafði engu skift ef ég hafði verið á Mósa litla :D Svo komu sandar og þegar ég var komin upp úr vatninu spretti ég.. Og ég meina þetta hesturinn fór geðvikt hratt. Ég flaug nærum af baki þarna þegar við beygðum á slóðanum sem við sprettuðum á.. En ég var enþá á baki :D Nei, þetta var bara gaman. Og eftir þetta var ákveðið að halda keppni næsta dag á Hópinu.. Þarna var riðið sanda og slóða alla leið að Þingeyrum. Þar skoðuðum við Þingeyrarkirkju og hesthúsið. Þar voru ótrulega flott hross. Þegar þetta var búið var keyrt heim að Hvammi II og gert allt tilpúið fyrir loka kvöldið. Loka kvölið var skeimtilegast. Það var hlöðuball og grillað lampalæri. Svo var keyrt á traktör niðrá vatni. En við hinn vorum á keyru sem var föst við traktörinn. Við vatnið var risa stórt tún og þar farið í fóbolta. Boltin fór einu sinni í vatni en það var ekkert mál að ná í hann… hhummm.. Við náðum honum þannig að einn héldi að það væri grunnt og fór að leita að grunnum stað til að ná í boltan og þegar hann sagði loks “hérna er grunn” og fór úti, en þarna var bara mjög djúft og hann fór meira en hjálfur oný. Já, þannig var náð þessum bolta…..

Sjöundi dagur- Þingeyrar að Hópinu og svo aftur að Þingeyrum
Já þennan dag vaknaði ég hress og kátt ásamt öllum hinum. Við vorum orðin heldur vön þarna og engin þurfti að minna okkur á neit. Allir gerðu allt sitt. Nema auðvitað gleymdu allir að pakka. Eftir að við vorum búin að borða og gera nestið tilbúið þar spurt hvort eitthver hafði pakkað dótinu sínu.. Nei. Allir fóru þá og drífðu sig að pakka. En engin gerði það með glöðu geði. Nærum allir vildu ekki fara strax. Ég held bara að ein hafði viljað drífa sig heim. En þessi dagur er eftirminni legastur. Enda skeimtilegastur. Þessa ferð var lokið með trommpi! Hópið var framundan þegar allir höfðu sest í “söðulinn” hnakkinn. Á Þingeyrum. Stóðið var skilið eftir. Enda þurftum við ekkert stóð þarna. Þennan dag var smat mikið rokk og læti. Vatnið var eins og hakkjél.. Sem fór úr Hópinu. Allir voru með salt vatn um allt andlit. Hópið er tengt sjónum… En öllum var sama um það. Þarna var brosað allaleiðina. Þegar við vorum komin yfir Hópið var tekin pása og fengið sér nesti. Eftir það fengum við að fara sjálf á stað. Tveir höfðu farið á undan til að taka myndir. Það var komin smá æsingur í hópin og við fórum alltaf hraðar og hraðar og enduðum á stökku. Það var ekkert smá erfit að halda sér á baki enda hestar eru miklu hastarai í vatni. Ég á eina skeimtielga mynd af okkur fimm af unglingunum hlið við hlið á harðastökki í “keppninni”. Við vorum öll jöfn. Og það er allveg satt :D.. Þessi mynd sem ég á er samt óskyr af vatni :P.. Á leiðinni heim til Reykjarvíkur tók leiðin eins og hálftíma.. hehee..

Svona var þessi skeimtlega hestaferð. En bara að segja ykkur það að ég er lesblind. Þannig það gætu verið nokkuð af stafsetningarvilliur í greininni.

Meðfylgjandi mynd af mér fyrsta daginn.
— Lilje