Ég var að skoða Fréttablaðið í makindum mínum þegar ég rakst á sjokkernadi frétt!

Ég skrifa hana alveg eins og hún birtist í Fréttablaðinu 26 september - 257 tölublað - 6 árgangur, á bls 8

Dýraverndunarfélög í Danmörku hafa verið beðin um að skerast í leikinn vegna frétta um að maður á Norður-Jótlandi selji fólki aðgang að tveimur íslenskum hrossum til kynlífsiðkana. Þetta segir Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Landssambands Hestamannafélaga, sem mun senda erindi þessa efnis til danska Íslandshestafélagsins.
Þetta óvenjulega mál hefur verið til umfjöllunar í dönskum fjölmiðlum, þar sem fram hefur komið að dönsk lög banni ekki athæfi manna gegn dýrum að þessu tagi. Tveir danskir blaðamenn heimsóttu umræddan mann á Norður-Jótlandi undir því yfirskyni að þeir ætluðu að kaupa þá þjónustu sem hann bauð fram. Þeir tóku myndir á falda myndavél.
Reyndist maðurinn vera með tvo hross, til þessara nota á stalli, sem hann sagði vera þriggja vetra stóðhest og tíu vetra hryssu, sem væru bæði íslensk. Frásögn Fréttablaðsins af þessu máli vakti mikla athygli og fjölmargir tjáðu sig í framhaldi af henni á spjallsíðum hestamanna. Jón Albert sagði ekki annað koma til greina heldur en að reyna að fá þetta athæfi stöðvað með öllum ráðum.

Þetta er eitt það ógeðslegasta sem ég veit um!
Vildi bara fá ykkar álit á þetta….