Top fimm hestarnnir ! Hæhæjj. Ég ætla að skrifa um fimm bestu hestanna sem ég hef kynnst og þekki enþá. Þessir hestar eru:
Galdur, hesturinn sem ég byrjaði á í hestamennsku. Faxi, ég lærði gánganna á honum. Stakki, kom mér á
stað í keppnisprasanum.Gyðja, allgjör sprengja! Safír, besti útreiðarhestur sem ég hef kynnst!
Svo kemur ábygilega litlar sögur og svona með hverjum hesti ;)

Galdur, er frá Villingavatni í Grapningi. Ja, eins og stendur þarna uppi skrifaði ég að ég hafi
byrjað á honum í hestamennsku. En það er ekki allveg rétt. Ég var búin að fara á nokkur námskeið.
En þegar maður kom í sveitinna fattaði ég að ég hafi ekkert lært á þessum námskeiðum. Þannig ég hætti
og vildi frekar læra á Villingavatni. Þegar ég kom þángað og vildi læra hestamennsku, þá var látið mig
á hestin hans Kjartans, semsagt Galdur. Kjartan fékk hann sem trippi í fermingargjöf. Hann tamdi Galdur
og hefur alltaf átt hann síðan. Galdur var engin barnahestur! Í fyrsta útreiðartúrnum rauk hann með mig
um holta og móa! Ég náði að stoppa hann áður ég myndi detta af baki. Og það var í brekku. Eftir þetta
var hann í lagi hann rauk alldrei með mig fyrr en eftir tvö ára. Ég og vinkona mín vorum í útreiðartúr
í sumarbústaðahverfinu á Villingavatni. Þar nálagt er stór fjara með svörtum sandi. Við, Kristín
(vinkona mín) vorum vanar að fara þángað að spretta smá. Við vorum búnar að vera þarna í smá stund,
þegar fullt af kríum koma allt í einu. Kristín er skíthrædd við kríur. Þannig hún drífur sig í burtu frá
fjörunni og lætur hestinn stökkva. En ég var ekki einu sinni á baki! Ég var að fara á bak þegar Galdur
prjónar og rykur á stað,ég henti mér upp í hnakkin. Og þetta var það sem ég átti alls ekki vön á.
Galdur snarstoppaði og ég skaust yfir hausinn á honum en ég græp í hálsin á honum þanig ég rein þanig
niður af hestunum. Ég leinti á fótunum beint fyrir framan hestinn. Hesturinn glápti á mig! Ég mann þetta
mjög vel. Ég öskraði á Kristínu. “Ertu brjáluð” á eftir henni. En hún var kominn humf.. Ábygilega upp
að Villingavatni. Þannig ég fór á Galdur og heim. Í fyrra kom það óhapp að Galdur fór inní fjárhús og
braut spýturnar á gólfinu og datt með tvær lappir ófaní. Ég verð skíthrædd og hlaup inní fjárhús og
hesturinn hagaði sér allveg geðsjúklega illa.. Ég fór að honum og reyndi að róa hann en það var ekki
hægt. Galdur reyndi að prjóna en gat það ekki. Brúney kom þá og reyndi að teyma hann úr þessu.
En Galdur var með beisli, við vorum að fara í útreiðartúr. Galdur reyndi og reyndi. Ég héldi að hann
myndi deyja þarna. Ég fór að gráta því allt þetta var mér að kenna. Ég gleymdi að loka hurðinni. Og
vissi líka ekki hvort hesturinn myndi deyja eða vera skotin vegna fóturinn myndi ábygilega brotna þarna
ofaní. En Galdur var sko allveg með það á tæru að deyja ekki þarna ofaní og braut aðra spýtu þarna og
komst þannig upp úr þessu. Og þegar í réttina kom sem er bara þarna fyrir utan. Þá sást að Galdur
haltraði. En þetta var bara smá haltr, sagði Brúney og reyndi að hugga mig. Ég var svo sár og reið
sjálfum mér. Vegna ég hafi ekki lokað hurðinni! Ég lappaði grátandi upp að bæ og náði í dótið sem okkur
vantaði. Svo fórum við í útreiðartúr. Og Galdur hneggjaði að okkur útá túni. Auðvitað kom hesturinn
ekki með okkur í ferðina :) En venga þessa atkviðs. Kynndist ég Njáli. En um hann ætla ég ekki að skrifa
hérna í þessari grein.

Stakkur frá Þúfu, í Kjós. Ég sá hann í fyrsta skifti í hesthúsinu sem ég vann í. Mér fannst hann
flottasti og fallegasti hesturinn þarna í hesthúsinu. Þegar ég fékk fyrst að fara á bak honum voru 3 dagar
fyrir keppni. Semsagt ég var að fara að keppa og fékk hann. Við vorum að fara að keppa á Vetra leikum Gusts
11.fepr.2006. Þetta var í fyrsta skifti þegar ég var að fara að keppa. Og Stakks líka. Við náðum góðum árangri.
Við lentum í 2.sæti. Allavega þetta var í fyrsta skifti að við bæði keptum eitthver staðar. Stakkur var
graður til 5.vetra. þannig það var geld hann í fyrra. Hann á nokkur afkvæmi og öll lofa þau góðu og eru falleg.
Á næsta ári verða elstu afkvæmi hans frum-tamin. Í annað skiftið þegar ég var að fara að keppa á honum Stakki
voru í Opnum vetraleikum Gusts. Dagin áður þegar við vorum á æfingu þá rauk hann svo mikið með mig.
Enda sumarið að koma og hann í góðu og skeimtilegu skapi. Hann var allveg geðveikur á hægu tölti í keppninni
en þegar það kom á yfirferð. Þá var eitthver fyrir framan mig og hesturinn hans fór á stökk og Stakkur vildi líka.
Svo ja hann tók nokkur stök-spor. En það hafa komið fólk uppi hesthús eftir þessar báðar keppnir sem við höfum
keppt saman og spurt “er þessi til sölu” Og háar tölur hafa komið. Í fyrstu keppni kom meira seiga dómarin sem dæmdi. :)
En hann er bara ekki til sölu! Þetta um Stakk hef ég skrifað áður, annars staðar á huga. Stakkur á bróðir sem heitir
Fálki frá Feti. Og þessir hestar eru svo flottir báðir tveir. Einu sinni þegar við vorum í útreiðartúr, ég var á Fálka
og ég mann ekki hver var á Stakki. En það var að koma sumar og báðir hestarnir rosaviljugir og skeimtilegir. Þegar við
vorum að koma úr útreiðartúrnum og inní Gust hverfið. En í hverfinu er ein rosa kröp beygja og nokkrir að hestunum eru
vannir að ruka þar. En Fálki var ekki því vanur. Og ég allveg palla róleg á meðan Stakkur var prjónandi og bramlandi.
Þegar í beygjuna kom þá rúku Stakkur og Fálki á sama tíma og Fálki kleysti nerum á því á Stakk en ég lét hann beyga annað svo
hann myndi ekki kleysa á Stakk. Þegar hann var stopp ríðum við til baka og fettuðum svo heim. Stakkur er undan Brynju og Vængi frá
Þúfu.

Faxi frá villingavatni í Grapningi. Á þessum hesti lærði ég gángana eins og ég skirfaði þarna uppi. En það var erfit venga
þess að hesturinn er svo mjúkur á öllum gángum nema stökki. Það var reyndar ekki hægt að greinamuna það. Faxi er frábær hestur
og feikna viljugur. Hann er smalahestur af yndi og sál. Í fyrstu leitirnar fór ég á honum og þær voru hræðilegar. Ég er svo
lofthrædd að það er ekki fyndið! Og enþá lofthræddari með hest á eftir sér í taumi. Og var að teyma 4 hesta í brattari brekku.
Hestarnir voru alltaf að ýtta mér eða stíga á fæturnar á mér sem gerði mig enþá lofthræddari. Þegar við vorum komin á beint
land. Þá var ég lengi að jafna mig. Og Brúney spurði mig hvort ekki væri allt í lagi…jujuu… Svo þegar við vorum að fara yfir
litla gjá, þá fór ég á undan og taymdi Faxa. FAxi ætlaði ekki að lappa heldur stökkva yfir og hann stökk beint á mig en það var
ekki vont. Ég bara stöð upp eins og ekkert hafi gerst og hélt áfram með hestin í taumi. Sumarið 2004 vorum við alltaf í útreiðum
hittum marga hestamenn/konur og kyntumst mörgum af þeim. Við hittum fólk sem var að reika stóð. Og þau leyfðu mér að koma með.
Það var bara gaman :) Eitt sinn þegar við vorum að fara í útreiðartúr. Ég, systir mín og Brúney. Hestarnir voru á Klausturhólum
og við ætluðum að ríða til Villingavatns þaðan. Elísa(systir) ætlaði á Faxa. Ég á Blæng. Og Búney á Njál, og teymdi 2 aðra hest.
Faxi var svo viljugur með Elísu að hann tölti svo flott og hreint að hann hafði unnið verðlaun! :) Þegar að Villingavatni kom þá
fór Faxi á stökk á túninu sem er bara hálfgerð brekka. Og stökk með Elísu niður brekkuna. Ég var svo allveg viss um að Elísa myndi
detta en svo var ekki. :)




Gyðja frá Þúfu, í Kjós. Hana sá ég fyrst í hesthúsinu sem ég vann í og hún var fyrsti hesturinn sem ég prófaði þar. Gyðja
er rosaviljug, skeimtilegan karekter. Ég hef keppt einu sinni á Gyðju á Vetraleikum Gust og náði 4.sæti sem er fínt :) Ég var mjög
glöð með þennan árángur enda var þetta í annað skiftið að ég keppti :) En fyrsta skiftið var á honum Stakki. Gyðja er mjög frek
og í útreiðartúrum getur hún verið svo viljug að hún hafi stundum rokið með mig. En þegar hún er búin að skeimta sér. Þá er hún
eins og besta reiðhross með svaka fótalyftu. En það gerist hjá henni þegar hún er æst eða þegar hún hefur rokið svona.
Þá reisir hún sig sálfkrafa lappar inn-undir sig. Og verður svo glæsileg. Eitt sinn þegar við vorum að fara sýna einn hest á
keppnisvöllinum. Þá var ég á Gyðju og Ninja á merinni sem Bibi og Bjössi voru að fara selja. En ég vann hjá þeim. Gyðja var geðvikt
æst þegar við vorum búin að vera smá stund á keppnisvöllinum og búin að sýna merina sem var til sölu. Ríðum við upp að hesthúsi.
Þegar komið var heim. Sagði hann sem var að kaupa hesta við Bíbí “ Hvað kostar rauða merin, hún er verulega flott” En hún er ekki
til sölu.. Þannig hann ljét sér næga Lindu sem þau voru að selja. En Linda hefur verið á Hólum og kann því mikið og er mjög
flott ;)

Safír frá Þúfu, í Kjós. Safír er eitt besta reiðhross sem ég hef farið á. Hann er ótrúlega vel byggður og flottur! Í honum leynist
svona fótalyfta eins og í henni Gyðju. Þau eru bæði rauð(nema Gyðja er með blesu/rák) og eru bæði flott og stór. Enda eru þau bæði
undan Söndru frá Þúfu í Kjós. Ótrúlega flottri 1.verðlauna meri. Sem er bara notuð í ræktun núna. Ég hef enga sögu um þennan hest
að segja því allt hefur verið 100% í Vetur. Það eina sem ég hef að segja að hann er soldið bundinn í byrjun vetrarins :)


Þetta voru topp hestarnir í lífinu mínu… Nokkrar sögur og svona :) Þetta er í annað skiftið að ég geri þessa grein. En hinn eyddist
og hún var meira segja lengri. Það vantar eitt hérna sem átti að vera svona Bónusinn í greininni en það átti að vera um Blæng hestinn
minn. Ég ætla að gera seinna sérgrein um hann :)

P.s. ég er orðin 14.ára.. Og byrjaði í hestamensku 10.ára á Galdri. Ég byrjaði að vinna í hesthúsinu hjá Bíbi og Bjössa veturinn
2006. Ég tek mér frí í hestamennsku í vetur og ég ætla að læra. Ég fer bara á keppnisnámskeið og svona. Ég má ekki vinna.
En glætan að ég hætti í hestamennsku. Ekki eftir allt þetta sem hefur gerst! Hér er ástæðan í að ég má ekki vinna. Einkunar mínar
voru hræðilegar allavega í stærðfræði :S :P Hata stærðfræði!!

En takk fyrir mig. Vona að þér líki þetta.. Hvett svo alla að gera svona og senda inn.!! ;)

Ps. Meðfylgjandi mynd af mér og Stakki. Veit að hún er lítil en ég gat ekki látið stæri mynd.

Síður:
http://www.icelandic-horses.is/ Þetta er síða Bíbiar og Bjössa.

http://dyrarikid.is/gallery/GallerySkoda.aspx?G=390 Fullt af myndum af mér og hestunum og fleiru . Ég á þetta almpun :)
— Lilje