Léttir Minn Já það vill nú svo til að loksins er ég búin að kaupa mér annan hest eftir að ég seldi minn gamla.
Þessi nýji heitir Léttir, hann er átta vetra og undan Hilmir frá Sauðarkróki og Perlu frá Hvassafelli og ekkert slor ættir það ;)

Hann er lítið sem ekkert taminn og búinn að standa úti sl tvö ár vegna mikilla anna hjá fyrri eiganda svo ég fékk hann á ágætu verði.

Þar sem maður var búinn að kaupa gripinn þýddi lítið annað en að senda hann í tamningu og sl laugardag fór hann til hennar Sigrúnar í Hlíð (Hallkellstaðarhlíð) og mun líklegast vera þar það sem eftir er sumar.

Ég man þegar ég sá hann fyrst að þá kembdi ég honum mikið og lónseraði hann svo töluvert inni í reiðskemmunni, svo sleppti ég honum þar inni og viti menn elti hann mig ekki út um alla reiðhöll :D
Svo þegar ég fór að ná í hann á laugardaginn var hann úti í haga með stóði svo það var lítið annað hægt að gera enn að reka allt stóðið inn í gerðið og vildi Helgi, sá sem seldi mér gripinn, að við myndum reka hann inn í hesthús og ná honum inn á bás, en ég þrjóskaðist við og vildi prófa að ná honum og viti menn, stóð hann ekki grafkjurr meðan ég gekk upp að honum og mýldi hann.
Hann var líka æðislegur þegar hann átti upp á kerruna því hann gekk bara upp eins og hann hafði aldrei gert neitt annað
- óhætt að segja að þetta sé skarpur hestur með geðslag í lagi.

Mig hlakkar mikið til að heyra hvað þau í Hlíð hafa að segja um hann á meðan tamningunni stendur og hvernig hann á eftir að koma út úr henni, hef ég góðar vonir ;)
Everyone believes in destiny… some just don't know it yet