Fyrsta fallið er flestum minnistætt og þess vegna langar mig að segja ykkur frá mínu fyrsta falli og hestinum sem ég var á Baróni. Eins væri gaman að heyra af ykkar reynslu af því að detta af baki eða bara skemmtilegar sögur sem eining meiga vera sendar á greinarnar eða korkana ;Þ

Þegar það komu að lokum hestar í sveitina mína voru þeir oft kallaðir bykkjan (Barón) og gæðingurinn (Þokki), “bykkjan” hann Barón gat vissulega verið skelfilega leiðinlegur ef maður kunni ekki á hann en þar að auki hafði hann varla verið notaður í 3 ár þegar við fengum hann í hagagöngu. Fæstir sem á hann fóru fengu hann af lullinu og flestir lenntu einhvern tímann í að hann ofhringaði makkann, nánast niður í jörð og beit mélin föst.. Ég man að það var einungis fyrir þrjóskuna í mér sem mér var hleypt fyrst á hann, þá var ég í hestaferð og fór framhjá bænum og mér fannst hann vera orðinn svo feitur að ég fékk að láta hann hlaupa með.. Svo fór Þokki minn að þreitast og ég áhvað að fara frekar á Barón en að þurfa að sitja í bíl með fólki sem ég þekkti ekki neitt.

Fyrstu viðbrögð klársinns voru að rjúka af stað og bíta mélin föst, núna í seinni tíð hefur manni verið sagt að ef klár rjúki með stangir eins og voru notaðar á hann þá væri þegar glatað að stoppa hestinn eða venja hann af þessum stælum, en ég var heppin þarna og náði að beygja honum aftur fyrir annan hest og þar með gjörbreittist klárinn.. Hann upplifði sig sigraðan og eftir það varð hann ekkert nema ljúfur. Eftir um klukkustundar reið var klárinn kominn á eitt það mýksta brokk sem ég hef nokkurn tímann kynnst eða það var það þar til ég fór á Strák frá Skagafirði sem er fyrsta tamningartryppið mitt.

Eins var ekkert mál að teyma á honum, seinna meir skildi enginn hvernig stóð á því að þegar áhveðið var að fara í reiðtúr valdi ég oftast Barón.. Með tímanum lærði maður á flesta stælana sem hann átti til, t.d. þá rauk hann upp alltaf ef togað var í tauminn til vinstri og í dag tel ég að hann hefi verið með slæman gadd svo ég tel það vel skiljanlegt og beygði ég honum því oftast í hring ef fara þurfti til vinstri eða lét hann hlaupa í hringi þar til hann gafst upp. Eftir að hann gafst upp var hann alltaf yndislegur. Svo átti hann til að skekkja sig og ganga hálfgerðan krossgang jafnvel upp á stökkhraða og þá þurfti maður alltaf að semja við hann ;Þ Þegar Þokki rauk svo með óvana vinkonu mína bjargaði það málunum að ég náði Barón á þennan “krossgang” hans og náði þar með að stoppa hinn klárinn áður en nokkuð kom fyrir.

En svo komu smalamennskurnar og klárinn var lánaður undir annan mann, hann neitaði alfarið að nota stangirnar og setti venjuleg þrískipt hringamél upp í hann og keyrði hann gjörsamlega út í smalamennskunum, þar sem hann var aðeins farinn að slakna niður við notkunina þá var hann tiltölulega stilltur þá. En þegar ég fór að nota hann eftir það var klárinn allt öðruvísi, karlinn bannaði mér að nota stangirnar, en klárinn var nánast viljalaus eftir það hve hann var ofkeyrður í smalamennskunum áður.. Hins vegar var hann svo fínn þegar ég smalaði á honum að þegar við þurftum að bíða eftir kindunum í um hálftíma þá hálf svaf maður fram á honum og þegar kindurnar voru að koma reisti klárinn sig upp og hneggjaði ;Þ Því var alveg yndislegt fyrir krakka, eins og ég var þá, sem áttu erfitt með að halda athygglinni við eitthvað áhveðið til lengdar að smala á honum.. Annars var klárinn gjörbreittur og það tók mig tíma að átta mig á nýju stælunum klárinn byrjaði að verða kargur þegar farið var yfir svæðið sem karlinn hafði smalað á honum. En þegar ég náði gamla viljanum aftur inn hvarf kergjan aftur að mestu.

Smátt og smátt fór ég að slaka of um gagnvart hestinum, þegar það byrjaði að snjóa þá áhváðum ég og stjúpsystir mín svo að leggja á og fara í smá útreiðartúr, sá útreiðartúr átti að vera sá síðasti fyrir veturinn, þar sem hún var hálf óörugg gagnvart Þokka þá var ég talsvert að fylgjast með henni og tók því ekki eftir þegar klárinn byrjaði að rjúka, eins skvetti hann einusinni og ég hélt hann hefði misstigið sig, En þegar ég fer að reyna að hægja niður átta ég mig á mistökunum, klárinn var búinn að læsa sér og næstum kominn á fulla ferð.. Ég horfði fram á veginn, mundi eftir poll þarna framundan og áttaði mig samstundis á að núna væri hann frosinn og á þessum hraða og á sumarskeifum, þá myndi klárinn aldrei getað staðið þá hálku af sér.. Hefði ég verið með stangirnar þá hefði ég getað stoppað hann áður enda hafði það alltaf tekist þá en þarna var það ekki séns.

Þegar ég sá að við nálguðumst þúfur og aðeins mýkra svæði, þá hugsaði ég í flýti ef það er spurning um að detta í mjúkar þúfur eða í hálku og slasa þá líklega bæði mig og klárinn þá vel ég frekar þúfurnar ;Þ Með þetta í huga sleppti ég taumnum vinstra megin og tók af öllu afli í hinu megin, þetta var í fyrsta skipti sem ég tók sveigjustopp og það á harðastökki, ef þetta hefði einungis verið það þá hefði ég líklega setið þetta af mér eins og ég geri í dag en þarna var klárinn ekki sáttur og kunni líklega ekki æfinguna heldur og beit því fast um mélin og kippti til baka, samtímis setti han upp krippu og skvetti… Þar með rúllaði ég undir klárinn, hreinlega kraftaverk að hafa verið með hjálm því hófarnir skullu á hjálminn þegar hann þeyttist af stað í burtu.

Þegar ég hef pælt í staðreyndunum eftir á, þá áttaði ég mig á því að þarna misti ég meðvitund um stutta stund, því það næsta sem ég man var blessuð tíkin mín að ýta við mér, þegar ég leit upp var klárinn í þónokkuri fjarlægð og stefndi inn á dal með tauminn á mörkunum að flækjast í framlöppunum og ég óttaðist eitt andartak að ég sæi hnakkinn ekki heilann aftur, þá benti ég tíkinni á hestinn og í minningunni sagði ég “drept´ann” en kannski hugsaði ég það bara… Hún náði honum fljótlega og rak hann heim, en ég labbaði heim og það fyrsta sem ég sagði þegar heim var komið var “Helvítis bykkjan lét mig labba heim!” minntst ekki orði á fallið ;Þ

En þá var manni skellt á bak á Þokka og í smá útreiðartúr þar sem sami karlinn og fékk hestinn lánaðan í smalamennskurnar fór á Barón.. En mestu mistökin þarna voru að láta mig ekki beint á Barón aftur, þar sem þetta var síðasti útreiðatúr vetrarinns og það næsta sem ég frétti af Baróni var að hann hefði verið skotinn, sem mér þykir synd þar sem hann hafði byrjað að tölta þá um sumarið og var yndislegur ef rétt var farið að honum og notaðar stangirnar. En hinsvegar fór Þokki á hús hjá karlinum sem ég vil nú ekki nafngreina en kom nánast ónýtur til baka eftir það.. En það er önnur saga og lýsing á hinum og þessum slagsmálum við Þokka núna í vetur, sem enduðu á því að ég setti upp í hann stangirnar frá Baróni, í annari grein frá mér fyrr í vetur og eins einhverjum korkum ;Þ

En endilega segið okkur frá hestum sem þið hafið þekkt eða einhverju tengdu hestum, það koma ekkert allt of margar greinar hérna inn ;Þ
-