Ég var að hugsa hverrar skoðunar þið væruð á því að skipta öllum flokkum á mótum í A og B liði.
Þá er það þannig að þeir sem eru bestir, vinna öll mót og eru sigurstranglegastir settir í A flokk en þeir sem minna mega sín, og eru kannski að keppa í 1,2 eða 3 sinn í B flokk.
Þ.e.a.s. þeir sem eru góðir í A og þeir sem eru góðir en ekki enn búnir að sanna sig í B.
Eruð þið sammála þessu?
Því ég var nú bara að keppa á mínu þriðja móti um daginn og ég er í Fák. Vinir mínir sem unnu með mér í Reiðskóla, sem voru nýbúin að fá hesta, bara góða reiðhesta, vildu spreita sig, enda bara firmikeppni, ætti ekkert að vera mikið erfið……..
En nei, þegar við mættum á staðinn þá voru svona 30 manns skráðir í unglingaflokk og kannski svona 20 í barnaflokk og allir á eitthverjum mega graðhestum, kynbótamerum og eitthverju svaka tryllitækjum……í firmikeppni!!!!

Engin nema ég lenti í 14 manna úrslitum af þessum krökkum sem ég þekkti, enda ekkert á eitthverjum landmótsmeisturum eins og sumir þarna voru á………
Sem dæmi má nefna Valdimar Bergstað, sem lenti auðvitað í fyrsta sæti, á eitthverri grárri meri að ég held……
Og fullt af fleiri krökkum þarna………

Bara taka það fram að ég er ekkert að vera leiðinleg og segja að hin betri ekki keppa en það væri nú allt í lagi að hafa þau í sér flokki………
Finnst ykkur það ekki?

Þetta er eitthvað sem ég vill breyta!
Og ég vildi bara vita skoðun ykkar á málinu……