Eins og kannski sumir sáu í fréttunum þá datt maður af baki á laugardaginn var. Ég ætla ekki að upplýsa hver þetta var en ég get sagt að ég þekki til hans og fjölskyldu hans og ég samhryggist mjög.

Á laugardaginn var páskareiðtúr í Fljótshlíðinni en ég er ekki viss um að þetta hafi gerst meðan á honum stóð þótt það geti vel verið. Í páskareiðtúrum eru auðvitað alveg fullt af fólki og allt getur gerst.

Þar sem ég þekki til mannsins þá hef ég heyrt hvað kom fyrir hann, hann tvíbrotnaði á hálsi og er nú haldið lifandi í öndunarvél, hann er lamaður frá hálsi og niður og á sennilega aldrei eftir að geta andað sjálfur aftur.

Ég hef heyrt fleiri en eina ástæðu þess að hann hafi dottið af baki, ein er sú að hnakkurinn hafi verið of laus, aðrar að hann hafi fengið einhverskonar slag, hjartastopp eða eitthvað álíka.

Þetta sýnir vel hversu hættulegt er að stunda hestamennsku þó svo að ég viti nú vel að enginn okkar hætti eftir að hafa heyrt þetta.

Við verðum bara að biðja og vona að þetta fari vel og maðurinn eigi eftir að geta lifað áfram með fjölskyldu sinni.
Með kveðju frá hestafríkinni…