Hæ öll saman!

Í tilefni af því að ég er hestahugari vikunnar :P þá ákvað ég að leyfa ykkur að kynnast mér betur og segja ykkur söguna á bakvið hestafríkina mig.

Eins og segir í “viðtalinu” hef ég eiginlega verið í hesthúsinu frá fæðingu. Ég byrjaði hestamennskuna á hesti sem heitir Gáski, ég held að hann sé að verða 19 vetra núna og við ríðum enn út saman. Það er rosalega gaman að vera enn að ríða út á hesti sem maður byrjaði á en ég veit að það fer að styttast í að notkun á Gáska verði hætt.

Á 7. ári fór ég að fara á bak á Faxa, eða Faxa mínum, eins og ég segi yfirleitt alltaf þótt ég eigi hann ekkert. Þá var hann 5 vetra og alveg rosalega góður, bara galli hvað hann lullaði mikið. Ég keppti á Firmakeppni þetta árið og lenti nú því miður í 5. sæti af 5 en ég var rosa glöð að hafa “loksins” keppt.

Ég vann í fyrsta skipti firmakeppni þegar ég var 9 ára, á honum Gáska og síðan þá hef ég ekki sleppt úr neinni firmakeppni.

Næstu ár liðu nokkuð stöðugt bara, Gáski varð kargur, fjölskyldan seldi hesta og tamdi aðra. Og það kom að því að undan Lísu frá Móeiðarhvoli kom Máni frá Móeiðarhvoli, lítið og sætt folald, mjög vel ættað, undan Orrasyninum Viðari frá Svanavatni. Ég vissi frá því að ég sá hann fyrst að við ættum saman. Því miður varð Máni ofdekraður og erum við að finna fyrir því núna. Meðan Máni var að stækka fór ég að fara á bak öðrum hestum, keppti í fyrsta skipti á vetrarmóti á Blesa, sem ég síðar eignaðist og keppti á mismunandi hestum á Firmakeppnum.

Árið 2004 vann ég firmakeppnina aftur, nú í unglingaflokki, ég hélt aldrei að ég myndi vinna á hryssunni sem ég var á, Dimmu, ég vissi að hún var flott en….. það kom mér svo ótrúlega á óvart að ég skyldi vinna. En ég vissi að auðvitað er hluti einkunnarinnar er hesturinn og hinn hlutinn er knapinn, og ja allavega segja mamma og pabbi að ég fái örugglega alltaf háa knapaeinkunn.
Sá dagur kom í fyrra að ég gat orðið farið á bak öllum hestunum í hesthúsinu okkar og þá fór ég fyrir alvöru að finna að þetta er það sem ég vil gera í framtíðinni. Að temja hesta og þjálfa, að lifa með hestum, vakna og fara að gefa hestunum, ríða út, temja, járna, allt þetta langar mig að gera og ég fer alvega örugglega á einvherja af hestabrautunum í Fsu og svo fer ég í Hólaskóla. Það er áætlunin. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér að gera eitthvað annað þegar ég verð “stór” nema kannski að verða dýralæknir eða annað svipað.

Eins og ég sagði frá áðan eigum við flottan hest sem heitir Máni. Því miður kom í ljós spatt hjá honum í fyrra svo að hann er í hvíld núna og við hreyfum örugglega ekkert við honum fyrr en við tökum inn úm áramótin næstu. En vonandi fáið þið að sjá mig á Mána á keppnisvellinum á næsta ári, allavega vona ég það….


Framhald eftir 10 ár…….. :P
Með kveðju frá hestafríkinni…