Þetta er svona eiginlega bara reynsla mín sem ég er að segja frá þannig að..

Sko um daginn fór ég í reiðtúr það var ágætt og hesturinn sem ég er alltaf á er góður töltari og mjög góður í taumi. En þegar maður fer í langa reiðtúra þá gerist það stundum að hesturinn verður svona pínu fúll og vill bara komast heim.
Þá fer hann að taka meira í tauminn og fara á svona gangtegundir sem hann verður minna þreyttur á eða þannig, brokk, hægt stökk og einfaldlega bara lull.
Þetta leiðist mér ógurlega sem betur fer er hesturinn minn ekki svona.
En auðvitað er þetta einstaklingsbundið og það fer eftir því hve vel hesturinn er taminn hvernig geðslag hans er og hve gamall hann er er það ekki annars?
Svo eru margir hestar sem eru ómögulegir í byrjun reiðtúra en skána svo þegar lengra er komið.

Ég var einu sinni á mjög gömlum hesti þegar ég var meira óvön og ég held að hann hafi bara verið sko 20 vetra eða eitthvað nálægt því.
Hann fann það alltaf á mér hvort ég væri stressuð,eða afslöppuð.
Enda held ég að allir hestar geri það.

Ef þú ert mjög stressaður þegar þú umgengst hestinn verður hann stressaður líka, það er bara eins og þeir finni þetta á sér.
Auðvitað eru alltaf svona merki.
Ef þú ferð að verða stjórnlaus um tauminn t.d. veist ekkert hvort þú átt að halda fast eða ekki, þá veit hesturinn eins og skot að þú sért stressaður.
Ef þú ert eitthvað að brasast í hnakknum ert óróleg ferð að skjálfa í röddu þá verður hesturinn bara órólegur og er líklegri til að stressast upp, hlaupa, eða láta illa af stjórn.
Ef að hesturinn fer að hlaupa þá er það versta sem þú gerir allavegana af mínu mati er að kasta þér af baki.
Þú átt að halda ró þinni ef þú getur beygt eitthvert þá geriru það því hestarnir geta að sjálfsögðu ekkert hlaupið eins og vitleysingar ef þú beygir þeim alltaf til hliðar, láttu þá ganga í hringi og leyfa þeim að róast, ekki kippa mikið í tauminn bara taka fast í og slaka svo aftur á.

Þetta held ég að séu svona gullnu reglurnar þegar hesturinn fer að vera órólegur og halupa.

Auðvitað ert þú alltaf við stjórn ekki hesturinn og hann má aldrei stjórna. Það er samt ekkert athugunarvert að leyfa hestinu að taka svolítið í tauminn og vera eins og hann vill ef hann er rólegur og ræður við það.

Maja23