Íslenski hesturinn.
Sagan.
Hesturinn lifði villtur og litu menn á hann sem hvert annað veiðidýr þar til fyrir um 6000 þúsund árum þegar fyrstu mennirnir fóru að temja þá. Hirðingjar í Asíu sem flökkuðu um í hópum á milli svæða eru taldir fyrstir til að temja hesta. Þeir byrjuðu á að flytja búslóðina á hestunum og beita þeim fyrir tvíhjólavagna. Síðan fóru þeir að nota hestinn til reiðar sem gerði þeim m.a. kleift að fara víðar yfir. Þessi nýja aðferð, að temja hesta, breiddist svo út um víða veröld og skipti stórum í samgöngumálum og útbreiðslu menningar frá einum stað til annars. Landnámsmenn komu með hesta með sér til landsins fyrir um 1100 árum. Síðan á 11. öld, hafa engin hross verið flutt til Íslands. Íslenski hesturinn kom til landsins með landnámsmönnunum fyrir u.þ.b. 1100 árum síðan. Rétt fyrir árið 1000 fóru landnámsmenn með hestana til Skotlands og þar blönduðust hestarnir aðeins en svo fóru þeir til Íslands árið 1000 og eftir það voru hestar ekkert fluttir til landsins svo að íslenski hesturinn hefur verið hreinræktaður frá og með árinu 1000. Íslenski hesturinn hefur aðlagast kaldri veðráttunni þannig að á veturna er feldur hans þykkur og úfinn en á vorin fellir hann vetrarhárin og er þá gljáandi og mjúkur. Og svo er hann óvenju sterkbyggður og heilsuhraustur, þrautseigur og veðurþolinn. Íslenski hesturinn er stundum talinn vera smáhestur einungis vegna þess hvað hann er smár. Allt annað bendir til þess að hann sé ekki smáhestur, m.a. vegna þols hanns og getu. Einkenni Íslenska hestsins eru gangtegundirnar: Íslenski hesturinn hefur 5 gangtegundir en allir aðrir hestar eru bara með 4. Gangtegundirnar heita. Tölt, brokk, stökk, skeið og fet. En aðrir hestar hafa ekki tölt. En ég fjalla um gangtegundirnar seinna í ritgerðinni.
Staða
Reiknað er með að um 20.000 stundi hestamennsku. Skráðir hestar eru um 70.000. Hestamennsku fer töluvert vaxandi því að það er fjölskyldu “sport”.

Mót.
Það er ekki keppt í Íslenska hestinum á Ólympíu leikunum. Á Sumrin fara bestu hestarnir frá Íslandi (ef mennirnir sem eiga hestana vilja) til útlanda (á seinasta ári fóru þeir til Svíðjóðar) að keppa á heimsmeistara móti Íslenska hestsins en það það má ekki flytja hestana inn í landið til baka og þess vegna selja þeir hestana helst áður en þeir fara út að keppa. Á Íslandi er landsmót á 2. ára fersti og ekki á alltaf á sama stað.



Nagli frá þúfu.

Nagli frá þúfu er undan Orra frá Þúfu sem að er einn besti hestur Íslands, en hann er með hæstu einkunn 8,34 í aðaleinkunn og er metinn á um 100 milljónir. Móðir: Rák frá Þúfu. Nagli fékk hæðstu einkunn árið 2002 en þá fékk hann einkanirnar:
Mál: 138.0 - 128.0 - 135.0 - 64.0 - 143.0 - 37.0 - 47.0 - 40.0 - 6.7 - 29.0 - 19.0
Sköpulag: 8.5 - 8.0 - 9.0 - 8.5 - 8.0 - 7.5 - 9.5 - 8.0 = 8.39
Hæfileikar: 9.0 - 8.5 - 9.5 - 5.0 - 9.5 - 9.0 - 9.0 - 7.5 = 8.46
Aðaleinkunn: 8,44



FRÓÐLEIKUR.
Alhliða hestar og klárhestar.
Alhliða hestar eru með allar gangtegundirnar, fet, brokk, tölt, stökk og skeið.
Klárhestar með tölti eru hestar sem hafa allar gangtegundirnar nema skeið.
Svo eru til aðrir flokkar sem eru hreinir klárhestar sem hafa grunngangtegundirnar, fet, brokk og stökk og svo lullarar sem hafa fet, stökk og skeið. Lullararnir eru roslalega fínir fyrir börn/byrjendur.




Gangtegundir/reglur
Fet.- Fetið er jafn fjórtakta gangtegund og er sviflaus, tveir og jafnvel þrír fætur eru samtímis á jörðu. Á fetgangi á hesturinn að ganga slakur og frjáls, með réttum takti og lifandi fasi.
Það er gott að byrja og enda langa reiðtúra á feti.
Brokk.- Brokkið er tvítakta skástæð gangtegund, tveir fætur koma niður samtímis. Brokk er svifgangtegund, hesturinn spyrnir t.d. með vinstri afturfæti og hægri framfæti og lendir á hægri afturfæti og vinstri framfæti o.s.frv. Á brokki er hesturinn hastastur.
Stökk.- Stökk er þrítakta gangtegund með svifi. Gott er að slá þremur puttum í borð til að heyra taktinn. Hesturinn getur ýmist stokkið upp á hægri eða vinstri fót og er mikilvægt að þjálfa það jafnt, sérstaklega hjá alhliða hestum því það er lykillinn að skeiðinu.

Tölt
Tölt er fjórtakta hliðarhreyfing, fjórir hófaskellir eins og fetið og því stundum líkt við hlaupandi fetgang. Tölt er sviflaus gangtegund, ýmist einn eða tveir fætur á jörðu í einu. Þegar hestur töltir hækkar hann sig að framan, gefur eftir bakið, dregur sig saman og þunginn færist meir á afturfæturna. Tölt er fimmta gangtegund íslenska hestsins og aðrir hestar hafa ekki tölt.

Skeið
Skeið er (nær því) tvítakta hliðarhreyfing með svifi. Skeið er einkum riðið á stuttum sprettum með miklum hraða. Erfiðast er að temja hesta með skeiði og krefst það mikila vinnu með hestinum.


ég biðst velvirðingar á stafestningu..
boom goes the dinamite.