Einelti gagnvart hestaáhugann á yngri árum Ég verð eiginlega að tala um þetta mál því að ég tel það “nauðsynlegt”

Þegar ég var yngri í barnaskóla, sýndi ég það stolt að ég væri í hestum. Stelpunum fannst það flott en strákarnir voru ekki á því sama. Ef maður labbaði framhjá ákveðnum aðilum mátti maður bóka þaða að þeir sögðu eitthvað. Nota Bene, þetta voru strákar frá því að vera 2 árum yngri en ég og uppí 3 arum eldri.
Alltaf gekk ég stolt í burtu, þó kom fyrir að ég hljóp heim hágrátandi af reiði. Ég meina, ekki gat ég neitt gert í því að ég hestamanneskja. Öll fjölskyldan er í þessu og maður varð að fylgja með á þessum tíma. En núna í dag er maður á fullu með sjálfstæðan vilja.

Fyndnasta við þetta er að strákarnir sem voru 1-2 árum yngri (sem eru metró hnakkar) fengu hestabakteríuna ekki fyrir svo löngu síðan. Þeir höfðu kannski áhugann á yngri árum en vildu ekki detta út úr vinahópnum eða eitthvað svoleiðis.

Einn hugarinn hérna var einn af þeim sem sagðist hata hesta. En núna er hann allt í einu svo mikið profisonal í þessu. Og hann var einn af þeim sem stríddi mér og mínum á þessum árum.

Vonandi getur einhver tjáð sig um þetta sem hefur lennt í svipuðu áreitni. :)