Jæja, þetta áhugamál er búið að vera frekar slappt svo mér datt í hug að leggja mitt að mörkum og reyna að setja einhverja grein inn á þetta………

Ég veit að þetta er ekkert voðalega frumlegt en samt eitthvað. Mér datt í hug að þið munduð kannski setja lýsingu á hestinum/hestunum ykkar :D

Þ.e.a.s. aldur, ættir, persónuleika, sögu og margt fleira sem hægt er að segja og manni dettur í hug :D

Þá byrja ég bara:

Ég á eina hryssu sem er 8 vetra og heitir Glóblesa frá Tunguhálsi. Nafnið lýsir frekar miklu hvernig hún er á litinn en ef ég á að vera MJÖG nákvæm þá er hún rauðblesótt, glófext, álótt vindhærð.
Hún er undan Smára frá Skagaströnd og Gerði frá Tunguhálsi I.
Smári frá Skagaströnd er 1 verðlauna hestur og hérna kemur umsögn og einkunnir:

Smári frá Skagaströnd: IS1993156910

Smári er undan Safír frá Viðvík sem er undan Höfðingjanum Hrafni frá Holtsmúla og Sneglu frá Skagaströnd sem er undan Jarp frá Skagaströnd.


Sköpulag:

Höfuð 8,0: Svipgott höfuð.

Framhluti 8,0: Langur, grannur, vel settur háls og allgóð hnakkabeygja, herðar lágar, bógsetning í lagi.

Afturhluti 7,0: Framhallandi bak.

Samræmi 7,5: Þokkalegt samræmi.

Fótagerð 7,5: Þokkaleg fótagerð.

Réttleiki 8,5: Góður réttleiki.

Hófar 8,0: Meðaldjúpir hófar en mjög efnisgóðir, vel lagaðir.

Prúðleiki 9,5: Einstakur prúðleiki á fax og tagl, þykkt og sítt fax með miklum ennistoppi.

Aðaleinkunn sköpulags: 7,85


Hæfileikar:

Tölt 9,0: Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, góðri lyftu og framgripi framfóta, fjaðurmagn er í hreyfingum, mjög ferðmikið.

Hægt tölt 8,0: Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, lyfta og framgrip framfóta er ekki undir meðallagi.

Brokk 8,5: Öruggt brokk með háum og miklum hreyfingum, ferðmikið en gróft.

Skeið 7,0: Snerpu- og fegurðarlítið en öruggt skeið.

Stökk 8,5: Sniðgott stökk, allgóð stökkferð.

Vilji og Geðslag 9,0: Sýnir frábæran samstarfsvilja, hlustar vel.

Fegurð í reið 9,5: Afar glæsilegur og aðsópsmikill í framgöngu.

Fet 8,5: Gangur takthreinn og rösklegur, stígur vel í framfótarspor. Hreyfingar aðsópsmiklar.

Aðaleinkunn hæfileika: 8,67

Aðaleinkunn: 8,34


Kynbótamat:

Höfuð
116
Háls/Herðar/Bógar
100
Bak og lend
84
Samræmi
91
Fótagerð
90
Réttleiki
129
Hófar
101
Prúðleiki
110
Tölt
121
Hægt tölt
112
Brokk
116
Skeið
103
Stökk
120
Vilji
123
Geðslag
126
Fegurð í reið
124
Fet
111
Aðaleinkunn
114
Öryggi
82%


Já,þetta er sem sagt Smári frá Skagaströnd en Gerður frá Skagaströnd, móðir Glóblesu, er ósýnd.
Glóblesa er fasmikil hryssa og getur verið feikilega flott. Hún er í gangsetningu núna og það er um að gera að vona að vona að hún verði flott.
Hún er mjög sérstök í skapi og þarf alltaf að semja við hana. Hún er hlýðin og eltir mig út um allt. Hún er algjört krútt og frekar smágerð. Hún er frekar pen og faxið á henni nær fyrir neðan bóga og háls. Hún er mikil prímadonna og vill fá að ráða öllu en því miður fær hún það ekki því hún er greinilega búin að hitt ömmu sína ;)
Nei…segi svona….
Hún er viljug og næm og hlustar oftast vel.
En hún er bara æðisleg og ég stefni langt með hana :D


Nú er um að gera að vera dugleg/ur að skrifa og segja frá sínum hesti :D