Það er maður í hesthúsahverfinu hjá mér sem á tvo ótrúlega fallega hvíta hesta. Þessir hestar eru svo yndislegir og góðir að hálfa væri nóg. Þótt ég megi það ekki, þá stelst ég oft til þess að lauma til þeirra smá brauði eða hestanammi, sem þeir elska, þeir meirað segja sleikja á mér hendurnar eftir það, á meðan annar hesturinn minn heldur að það virki að bíta í hendurnar á mér til þess að fá meira.
En það sem fer alveg afskablega mikið í taugarnar á mér er eigandi þeirra! Hann kemur, ríður út og hendir hestunum aftur inní bás.. og fer.. Hann leyfir þeim ekkert að velta sér eða kemur neina aukaferð í hesthúsin til þess einungis að leyfa þeim að vera úti og njóta veðursins og hlaupa og hamast með hinum hestunum!
Þeir hanga bara alltaf inni :/
Svona fólk á ekki að vera með hesta, Hestar eru engin leiktæki, þetta eru lifandi verur með þarfir!!