Ég var úti með voffann minn um daginn og rétt
áður en ég fór með hann uppí Heiðmörk fór ég að
versla. Allt í lagi með það, ég á ekki hest og
ríð ekki út reglulega þó svo pabbi hafi átt hesta
þegar ég var lítil, samt elska ég hesta, þetta eru
svo falleg og tignarleg dýr að það er ekki fyndið!
Anyway,… þegar ég var búnað labba helling með
Bangsa settist uppí bíl og keyrði suðurleiðina útúr
Heiðmörkinni og þar kom ég að hestum inn í girðingu
og ég vippaði mér út og fór að klappa þeim og endaði
á því að gefa þeim allt brauðið sem ég var nýbúnað
kaupa. Eru hestaeigendur á móti því að bláókunnugt
fólk stoppi og fari að gefa hestunum? En ég allavega
gat ekki setið á brauðinu og gaf þeim það allt. Bangsi
inni í bíl alveg óður að fá ekki að borða líka sko…
Mig langaði bara að deila þessu með ykkur…
…og fá svar við spurningunni