Fyrst vil ég byrja á því að óska til hamingju með nýja áhugamálið sem er kannski ekki svo nýtt í okkar augum en vöntun hefur verið á hér á hugi.is.
mig langar að segja frá einu sniðugu sem gerðist fyrir nokkru árum.
málið er að maður sem ég þekki fékk sér nýjan og taminn hest fyrir nokkru og var búinn að nefna hann Hamar eða þvíumlíkt, man það ekki sko. en alltaf þegar ég sá hestinn og stússaðist í kringum hann þá kom alltaf nafnið Neisti upp í huga á mér og oft var nafnið komið fram á varirnar þegar ég ætlaði að tala um hestinn. Þar kom að því að ég spurði eigandann hvert var fyrra nafn hestsins. Hvað haldið þið það hafi verið ?
Já alveg rétt NEISTI !!!!!!
Þegar ég sagði eigandanum svo frá því að ég hugsaði alltaf nafnið þegar ég leit á hestinn þá ákvað hann að leyfa hestinum að halda nafninu sínu og heitir hann Neisti í dag :)
Það finnst mér með fallegra hestanöfnum.
lula-
Brostu framan í heiminn og þá mun heimurinn brosa við þér.