Jæja, núna vil ég fá að sjá nokkrar hugarfarsbreytingar!

Það er nú bara staðreynd að hestamennskan er orðin svoleiðis að í barna- og unglingaflokk eru komnir stóðhestar sem eru metnir á einhverjar milljónir og er það komið til að vera. Þegar maður hefur aðgang að svona hestum þá auðvitað notfærir maður sér það en ég er meira á móti peningamönnum sem kaupa hross undir börnin sín. Ég hef samt gaman að því þegar að ungt fólk er að ríða hrossum, kannski frá sinni ræktun eða frá sínu ræktunarbúi, sérstaklega ef um gott hross er að ræða.

Svo koma krakkarnir sem hafa engan aðgang að svoleiðis hrossum (allavegana ekki strax)
Ef að viljinn er fyrir hendi þá eignist þið virkilega gott hross einhvertíman, það verður bara að vinna að því markvisst og öruglega og þegar þið eruð komin með gott keppnishross og ykkur gengur vel í keppni er það ennþá ynnilegri og dýrmætari sigur en hjá hinum krökkunum sem hafa alltaf fengið góð hross.
Á meðan skulið þið vera dugleg að ríða út, þjálfa og sækja námskeið. Endilega takið þátt í keppni- ekki til þess að keppa við aðra heldur sjálf ykkur! Reynið að keppa við ykkar eigin tölur og keppið við ykkur sjálf :)

Hestamennska snýst ekki um endalausa keppni! Þeir sem eru í hestamennsku (á ég að segja mest frá hjartanu) eru þeir sem ekki eru að eltast við endalausa keppni.
Í rauninni er keppni bara svona ágætur plus fyrir þá sem hafa aðgang að svaka hestum en keppni hefur engin gildi fyrir hestamennsku.

Þetta kom í kjölfar stanslausrar umræðu um börn/unglinga/ungmenni sem sitja dýr keppnishross.

Þetta er bara stutt núna, telst kannski ekki sem grein :) en…. smá ábending fyrir þá sem eru bitrir út í þetta

Með bestu kveðju;
Exciting
Með bestu kveðju: