Litirnir,töltið og túristarnir Íslenski hesturinn er eitt liskrúðugsta hestakyn sem um getur. Enda líkar túristunum það,þeir sem hafa leigt sér hest á hestaleigum þekkja það að maður sjálfur verður hissa á fjölbreytninni.
En í sambandi við túristana sem koma hingað út af hestunum (Og hreina vatninu),fá þeir rétta ímynd af íslenska hestinum? 'I þau skipti sem ég hef leigt mér hest á hestaleigu,þá fæ ég alltaf hest með minnsta kosti 3 litum,og gerir ekkert annað en að tölta,maður getur alveg eins lagst niður í hnakkinn og sofnað,og hesturinn tekur ekki eftir því. Segjum að túristi komi hingað til landsins,og hugsar sér gott til glóðarinnar til að fá loksins að prófa að setjast á bak íslenskum hesti. Núnú,þessi gráskjóttmoldótti hestur veður á tölti með hann alla leiðina,og túristinn verður náttúrulega hæstánægður með að hafa dottið niður á einhverja “íslenska”(athugið það að ísland hljómar jafn fáránlega í eyrum ferðamanna og páskaeyjar eða jólaeyja í okkar eyrum)hesta sem eru alveg frábærir,og túristinn hugsar með sér“Jæja,fyrst að það að ríða íslenskum hesti er jafn mjúkt og að sitja í bíl,þá er best að ég skelli mér að kaupa einn(Því eins og allir vita,þá eru þýskir túristar sem koma hingað til lands alveg forríkir) og flytji hann heim til mín í sveitina(eða þorpið) og hafi hann þar.” Svo fer þessi ágæti túristi að svipast um eftir manni sem selur hesta,eða í flestum tilfellum þarf að losna við hest,og fersvo að leita að hentugum hesti,sem í fyrsta lagi má ekki vera og dýr(þó að túristarnir séu ríkir þá eru þeir ekki það ríkir að kaupa gæðing)og þægur.Og hestaeigandinn er með hest sem að túristanum líst vel á,kaupir hann og svo þegar heim er komið þá reynist þetta vera einhver brokkstampur sem gerir lítið annað en að kosta pening.
Ég spyr því:Er verið að blekkja túrista eða villa um fyrir þeim með hestaleigunum?