Vinkona mín er kúskur (kúskur er gamalt orð yfir ekill) hjá þyril og hefur starfað þar í tæpt ár að ég held.
Fyrir þá sem vita ekki hvað kúskar eru þá eru það fólk eða krakkar sem vinna kauplaust og moka hjá hestunum, þrífa, hjálpa krökkunum á reiðnámskeiðinu (ef það er eitthvað þannig í gangi) o.fl., hjálpa beinlínis til í hesthúsunum og fá svo kannski að fara á hestbak eftir á.
En anyway…þessi vinkona mín sem vinnur þarna kauplaust og gerir allt sem hún er beðin um, núna nýlega þá var hún og hinir kúskarnir sem eru þarna sagt að þau þyrftu að byrja að borga 2000 krónur á mánuði fyrir að fá að starfa þarna! Þeir segja að þetta sé útaf því að þau fá að horfa á þegar verið er að kenna krökkunum á reiðnámskeiðinu.
Mér finnst þetta vera hneyksli, eiga þau virkilega að borga fyrir að vinna? Flestir kúskarnir ætla að hætta, ég ætla bara að sjá hvernig þessum kennurum gengur að gera þetta einir, hnuss!
Hvað finnst ykkur um þetta? Finnst ykkur ekki asnalegt að þau eiga að borga fyrir þetta? Mér finnst nú frekar að þessir kennarar eigi að borga kúskunum fyrir að vinna þarna!