Knapaval ársins Tekið af 847.is:

“Daníel Jónsson var í gærkveldi valinn knapi ársins 2004 á uppskeruhátíð hestamanna og voru skiptar skoðanir með það val innan hófapressunnar. Brynjar Vilmundarson þótti standa öðrum ræktendum framar þetta árið og fékk bú hanns Fet, ræktunarverðlaun ársind.

Daníel Jónsson Knapi Ársins
Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, Efnilegasti knapinn
Sigurbjörn Bárðarson, Skeiðknapi ársins
Björn Jónsson, íþróttaknapi ársins
Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Gæðingaknapi ársins
Erlingur Erlingsson, kynbótaknapi ársins.”


Hvernig líst fólki á þetta allt saman? Sjálfri finnst mér Daníel Jóns alveg átt skilið knapi ársins, enda búinn að vera fremstur í kynbótasýningum, bæði hvað varðar fjölda og gæða á hrossunum. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir vann ungmennaflokkinn á LM og var gífurlega gaman að fylgjast með þeirri keppni en mér fannst líka Valdimar Bergstað koma sterklega til greina í þessum flokki. Drengurinn stóð sig með afbrigðum vel á keppnisvellinum í sumar og sló þeim fullorðnum ref fyrir rass í sumum greinum. En þar sem Heiðrún hlaut Reiðmennskuverðlaun FT í sumar þá finnst mér hún hafa fyllilega átt skilið að verða efnilegasti knapi ársins. Óskum henni hjartanlega til hamingju!

Það bregst ekki að Sigurbjörn Bárðason fái verðlaun og í þetta sinn fyrir skeiðgreinar, tvö gull og eitt silfur á LM auk Íslandsmeistaratitils í 250 metrunum.

Það þarf ekki að fara frekar út í Björn Jónsson og Lydíu frá Vatnsleysu. Feiknar par sem hreif áhorfendur með sér hvort sem það var í úrslitum eða bara á æfingu.
Þorvaldur Árni sem gæðingaknapi ársins - vegna sigursins á LM með Rökkva frá Hárlaugsstöðum. Eftirspurn eftir Rökkva rauk upp og hesturinn hefur vaðið í hryssum síðan.

Erlingur Erlingsson varð síðan kosinn kynbótaknapi ársins fyrir að sýna Björk frá Litlu-Tungu, sem hlaut aðaleinkunn 8,49 í fjögurra vetra flokki! Stórglæsilegur árangur það, enda einkunnarmet. Hann sýndi einnig efstu hryssu í 5 vetra flokki og ,,einnig hryssurnar sem urðu í öðru sæti í 6 og 7vetra flokkum og tvær hryssur til viðbótar sem unnu til verðlauna á mótinu."

Nánar er hægt að lesa um verðlaunahafa hér.

Heimildir:
http://www.847.is/index0.php?frett_id=3916
http://www.eidfaxi.is/frettir/index.php?lang=1&frett_id=10414
http://www.eidfaxi.is/frettir/index.php?lang=1&frett_id=10414

Kv. torpedo