Íslenski hesturinn er talinn eiga uppruna sinn í Norður-Evrópu. Menn hafa getið sér til þess að hann sé náskyldur Exemoor-hestinum sem hefur verið til á Suður-Englandi frá því fyrir ísöld.
Á Íslandi hefur hann lifað í1100 ár án þess að blandast öðrum hestategundum. Þótt íslenska hestakynið sé eitt hefur það smám saman greinst í nokkrar ættir.
Helstu ættir íslensrka hesta eru Svaðastaðahross og Hornfjarðarhross. Svaðastaðahrossin þykja hafa fallegri gang , vera fíngerðari og örari, en Hornfjarðarhrossin stærri,þróttmeiri og kjarkaðari.
Hesturinn kom til Íslands með Norrænum landnemum og varð þeim traust stoð í harðri lífsbaráttu. Íslendingasögurnar geima nokkrar merkar heimildir um sögu íslenskra landsmanna og afkomendur þeirra. Alls staðar teingist hesturinn miklum atburðum í fornu sögum Íslendinga. Allt líf teingdist notkun hestsins einhvern hátt.
Án hanns væri ekkert þjóðlíf á Íslandi. Á stærstu örlagastundum í lífi mannsins naut hanns við. Treysta þurfti á flýti hanns og þrek þegar sækja þurfti yfirsetukonuna og á honum var kistan flutt síðasta spölinn, oft langan veg. Hann tengdi fjarlægar sveitir og lanshluta í vgalausu landi og brúgaði ólgandi vatnsföll. Hann flutti afurðir á markað og bar aföng í bú. Sterk heimþrá hestsins ásamt ótrúlegri ratvísi varð vegvilltum eiganda oft til bjargar í blindhríð og myrkri. Afl hans og harka viðurkenndu oft engin takmörk nema dauðann. Margur Íslendingurinn átti honum líf sitt að launa.
Þótt íslenski hesturinn hafi oft mátt þola knappan kost voru þess ófá dæmi að honum væri hnyglað bita úr búri eða valin besta taðan af þakklátum eiganda eða húsmóður. Hann taldi húsfreyjan líka að hún gæti best tryggt ferð og heimkomu bónda síns með því að kappala reiðhest hans.
Aldalöng einangrun og miskunnarlaust vetrarríki hefur mótað þéttan og samanrekinn hest. Vetrarfeldurinn er loðinn og þéttur og kuldaþol hans er með fádæmum. Hann þarf skjól fyrir vindum en leitar ekki í hús í verstu veðrum nema þar sé matar von. Takmörkuð beit meirihluta ársins hefur gert hann einstaklega harðgerðan og nægjusaman.
Aðeins hin fótafimari hross gátu forðast þær hættur sem fylgja hjarni og svellögum vetrarins. Erfiðar ferðir um grýtt fjöll og þúfðar heiðar gerðu óvægnar kröfur um dug og mýkt í hreyfingum. Harðæri liðinna alda gekk hart að íslenska hrossstofninum svo aðeins lítil hluti hans lifði af. Það voru þeir hestar sem báru af af harðfengi.
Hverjum vetri fylgdi vorið og björt sumarnóttin. Þá úðuðu hrossin í sig safaríku grasinu og á skömmum tíma komust þau í sæld. Þau hross sem langan vetur höfðu barið hjarnið eftir hverju strái og staðið dögum saman í höm í blindbyl vetrarins, dreifðust nú um víðáttur íslenskra heiða og dala með tign og frelsi í fasi. Því eins og dropinn holar steininn hefur vægðarlaust val nátturunnar lagað þennan hest svo að óblíðum kjörum að hann er sem órjúfanlegur hluti af landi sínu, Íslandi.



Tekið úr bókinni ‘HESTAR vetur, sumar, vor og haust’
“Suicide hotline… Please hold”