Hér ætla ég að segja hvernig þú ferð að ef þú vilt hest úr Litlu Hestahandbókinni (Sem er FRÁBÆR bók)

(ÚTDRÁTTUR)

Lykilatriði þegar hestur er keyptur

* Heilbrigði

* Staðfesting aldurs og ætternis

* Að hesturinn henti nýjum eiganda, þ.e. tamningarstig o.s.frv.

Það er gott að látadýralækni heilbrigðisskoða hestinn áður en þú kaupir hann. Hann getur aldursgreint hann. Venjuleg söluskoðun felur í sér ástandsskoðun þar sem fætur eru skoðaðir, hófar, tennur, öndunarfæri, hjartsláttur og púls,holdafar og almennt ástand, auk þess sem fætur eru “beygjuprófaðir”. Til að gá að helti.
Einnig er hægt að óska hrossið sé röntgenmyndaður til að sjá hvort að hrossið sýnir einkenni spatts, en það er sjúkdómur í fótum sem getur skert verulega hreyfigetu hrossins og jafnvel leitt til þess að hann verði óhæfur til reiðar.

AÐ EIGA HEST FELUR Í SÉR MIKLA ÁBYRGÐ OG ER HANN LIFANDI VERA SEM KREFST ATHYGLI OG UMÖNNUN ALLAN ÁRSINS HRING.ÞETTA VERÐA VÆNTANLEGIR KAUPENDUR AÐ HAFA Í HUGA OG VERA TILBÚNIR AÐ FÓRNA TÍMA SÍNUM OG PENINGUM HESTUNUM Í HAG!

Þegar hross eru skoðuð með kaup í huga getur verið gott að hafa vanan hestamann sér innanhandar. Eigir þú vin eða ættingja sem þekkir vel til gæti verið gott að fá hann til liðs við þig í þessu kaupferli.
Hins vegar þarf nýi eigandinn að taka lokaákvörðunina og því er mikilvægt að gefa sér tíma til að prófa hestinn vel, fá að sjá hann í reið, sjá hvernig hann hagar sér í hesthúsinu og innan um önnur hross, hvernig hann bregst við þegar lagt er á og stigið á bak. Stundum jafnvel er hægt að fá hrossið lánað í nokkra daga til að prófa það vel.

Byrjendum er ráðlagt að kaupa tamin og meðfærileg hross. Ótamin, eða lítið tamin, ung hross eru kannski ódýrari en óvanur knapi getur átt í vandræðum með. EF þau eru keypt þarf að hugsa um tamningarkostnað síðar og kostnað við uppeldi fram að tamningaraldri. Tamning hrossa hefst um 4-5 vetra aldur og teljast hross 7 vetra og eldri fulltamin hafi tamningin hafist á hefbundnum tíma. Hross eru misfljót til og sum eru sögð nánast “sjálftamin” á meðan önnur þurfa lengri tíma


Gangi Ykkur Vel

Kv, Simgirl