“Stóðhesturinn Breki frá Hjalla er fallinn. Hesturinn hefur átt við alvarleg veikindi að stríða síðan í febrúar og ekki var ljóst hver orsökin var. Nú er talið að Breki hafi þjáðst af krabbameini en niðurstöður krufningar liggja ekki endanlega fyrir.

Breki var undan Gusti frá Grund og Drífu frá Aðalbóli. Hann var sýndur á landsmótum 1998 og 2000. Hann fékk hæst 8,16 í aðaleinkunn í kynbótadómi án þess að sýna skeið. Breki á farsælan feril sem keppnishestur. Á honum vann Atli Guðmundsson sér sæti í landslið Íslendinga fyrir HM 2001 en var dreginn til baka. Páll Bragi Hólmarson og Breki urðu Suðurlandsmeistarar í tölti síðasta sumar.

Ræktendur Breka eru María Höskuldsdóttir og Jón Gísli Þorkellsson. Þau áttu hestinn ásamt Austurkoti ehf. Hann var tíu vetra gamall.”

Tekid frá hestar.net


Já eins og tid sjáid tá er tessi farsaeli gaedingur og stódhestur fallinn. Tad er til soldid af hrossum eftir hann en tad hefdi verid betra ef hann hefdi ekkert verid veikur.

kv. manneskjan