Nú er örugglega ekki til hestamannsekja sem ekki hefur heyrt eða fengið augnhvarmabólguna sem er að ganga um landið.
Ég var auðvitað svo heppinn að ég fékk versta einkennið sem komið hefur á landinu, enn það kom í albínóa meri sem ég átti og hún sá greiið ekki út, ég hringdi auðvitað á dýralækni hið snarasta og hún fékk sterasprautu og augndropa sem þurfti að setja í hana 3 sinnum á dag í nokkra daga, hún er með veikari varnir enn aðrir og bendi ég fólki á sem á albínóa að fylgjast betur með þeim enn öðrum hrossum. Enn hún er kominn í gott lag núna. Ég fékk nýjan hest inn fyrir nokkrum dögum og hann er með þetta núna enn hinir eru allir búnir.
Ég ætla benda fólki á það að nú fer fólk að sleppa út og hestar sameinast hestum sem hafa verið á útigangi og þar með sýkja þau hross sem hafa ekki fengið það og þarf því að fylgjast mjög vel með.
Ef þið hafið ekki fengið þetta þegar á að þrífa gröftin úr augunum með tusku og soðnu vatni enn ef við mjög slæm tilfelli er um að ræða á ekki að hika við að kalla á dýralækni.
Ég veit um eitt hross sem er í húsi þar sem ég er með einn hest í og hann fékk sjúkdóminn fyrir 3 vikum síðan og eigandinn vill ekki gera neitt í þessu og hann er enn svona, ég hef heyrt að það geti leitt til blindu og ætti fólk ekki að setja fyrir sig að þrífa augað á hestunum og ef þarf að fara til dýralæknis.