Góðan daginn,

Ég kom í gær heim úr all svaðalegri útskrifarferð þar sem ég m.a. fór á hestbak í fyrsta sinn - fyrir utan ótal skiptin sem ég hef setið á hesti í Húsdýragarðinum. Mig langaði til að deila þessari lífreynslu með ykkur.

Þetta byrjaði allt í <a href="http://www.sumarbustadur.is/ratkort/myndir_ratko rt_sudur/2004/sudurland_kidjaberg_hestlan.gif“>Hestala ndi</a>, sem er hestabæli sem er svona 25-30 km frá Þykkvabæ. Það var blautt úti og bílastæðið var allt út í drullu. Ungur drengur gekk inn í hesthúsið, hann leit að hóp fólks og kynnti sig. Þessi ungi drengur var ég - ég gekk að vinum mínum, sem voru komnir í appelsínugula galla með hestahjálma á sér. Ég skellti mér í einn slíkan og setti á mig svartan hjálm. Mér var svo litið á einn hest, hesturinn var grár á lit með stjörnu á enninu - hann leit beint í augun á mér og kallaði á mig; ‘Hrannar!’ sagði hann.

Mér var þá sagt að aðeins 30 manns kæmust í hverja ferð, og þar sem það voru 60 krakkar þarna voru tvær ferðir farnar. Hver ferð tók rúman klukkutíma og nennti ég ekki að bíða þann tíma. Ég hoppaði á bak hestsins sem hafði kallað nafn mitt svo fallega og reið af stað. Í fyrstu gekk ferðin vel, hesturinn var sprækur sem áll og ég var inni í hópnum og hlustaði á sögur en síðan fór eitthvað úrskeiðis. Hesturinn minn byrjaði að hægja á sér og eftir smá stund var ég lang seinastur. Við vorum komin svona 1km frá bækistöðvunum þegar maður kom fyrir aftan mig. Maðurinn var skuggalega líkur einhverjum gaur sem ég sá í draugamynd og hélt ég því að þetta væri afturganga sem ætlaði að taka mig með sér inn í einhvern stein, og þá sagði hann ‘Þú hvetja hesta aftömm!’.

Þetta var greinilega útlendingur sem var búinn að stúdera móðurmál okkar flestra. Ég spurði hann ‘Og hvernig fer ég að því?’ og hann ansar ‘Þú búa til hljóð!’ og ég byrjaði að búa til alls kyns hljóð. Hesturinn minn fór áfram, loksins, en það var ekki lengi gleði gleði gleði - ónei - því ég var með latan hest. Maðurinn fór þá að segja mér að sparka í síðuna á hestinum, og ég fór eftir þeim fyrirmælum en hesturinn gerði ekki neitt annað en að hneggja eitthvað.

Þetta var skemmtileg leið, við fórum yfir ár, dali, hæðir og svo leðjupolla. Þegar við vorum á beinni braut, sem var svona 1km á lengd, tók hesturinn á rás og ég varð dauðhræddur. Hann fór svo hratt að ég var næstum því dottinn af. Ég fór þá framhjá fremstu mönnum og hló upp í opið geðið á þeim, en sá hlær best sem síðast hlær býst ég við, því að hesturinn minn hætti að hlaupa og allir fóru fram úr mér. Ég kom síðastur inn í ‘hlöðuna’ en þar sem ég er alveg ótrúlega vondur þá sagði ég við eina stelpu ‘Hérna, fáðu minn hest, hann er lang flottastur og skemmtilegastur og hann talar meira að segja!’ - Auðvitað féll hún fyrir því og tók minn, og viti menn, hún kom lang seinust inn. Meira segja útlenski maðurinn fór fram úr henni í endann…

En allavega, þá var þetta skemmtileg ferð og vonandi skemmtileg saga. Og svona upp á gamanið, þá skýrði ég hestinn ‘minn’ Húmfaxa - þó hann hafi ekki farið eins hratt verið eins fallegur og Húmfaxi sjálfur.

Kveðja,
<a href=”www.hrannarm.blogspot.com">Hrannar Már Gunnarsson</a