Hæ allir !
Ég er hérna ein í smá vanda. Þannig er mál með vexti að ég er ný komin með hest hérna í Víðidalinn, alveg svakalega rólegan og góðan. Og vandinn er eiginlega sá að ég þori ekki að vera á honum nema inni í gerði og þá gengur ágætlega. Um leið og ég er ein á honum fyrir utan gerðið þá fer hann að láta svona frekjulega og fer bara heim. Og ég hræðslupúkinn þakka bara fyrir að lifa ósköpin af. En greyið hesturinn er ekki með nein læti bara röltir heim með mig ræfilin á bakinu skelfingulostna. Það sem mér datt allt í einu í hug væri að ef ég finndi svipaðan ræfil eins og mig sem væri hálf óörugg líka og á ætti kannski í sama vanda hvort ekki væri betra að vera í slagtogi því þá mundu hestarnir mikið frekar nenna að fara smá túr og um leið fengjum við meiri öryggi. Er þetta ekki rökrétt ? Þannig að ég auglýsi hér með eftir kvenkyns reiðfélaga sem er ekki í stökk hugleiðingum allavegana ekki alveg strax. Endilega ef einhver hefur góð ráð líka varðandi svona hræðsluvandamál þá væri ég líka voða fegin að fá smá leiðsögn og ekki væri nú verra ef sá aðili hefur lent í að vera hræddur og hvernig yfirvinna má svoleiðis líðan.

Hlakka til að heyra frá ykkur :)
Tjally